Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 62

Frjáls verslun - 01.02.1994, Blaðsíða 62
ersson sölustjóri, Jón Kristinn Jens- son þjónustustjóri og Gísli R. Ragn- arsson markaðsstjóri. Fyrirtækið er með þeim elstu sem nú eru starfandi á sviði upplýsinga- tækni á markaðnum. Það jók umfang sitt verulega vorið 1992 þegar rekst- ur tölvudeildar Kristjáns Ó. Skagfjörð var tekinn yfir. Með yfirtökunni náð- ist ekki bara umboðið fyrir Digital Equipment Corporation, en það er eitt hið stærsta sinnar tegundar í heiminum, heldur kom þaðan mikil þekking og reynsla á sviði miðlungs og stærri tölvukerfa. DREIFING VALDS OG ÁBYRGÐAR Fyrir var innan Örtölvutækni mikil þekking á sviði nettenginga og ein- menningstölva. Nú, þegar menn eru að leggja síðustu hönd á að samræma þekkingarsviðin, er Örtölvutækni vel í stakk búið til að taka á sig aukna ábyrgð og bjóða nýjar tegundir af þjónustu. Við þessa samræmingar- vinnu hefur verið stuðst við ákveðna aðferðarfræði sem nýr framkvæmda- stjóri hefur innleitt í fyrirtækið og verður notast við hana í stjómun fyrirtækisins í framtíðinni. Megin- áherslan í þessari aðferðarfræði er dreifing valds og ábyrgðar. ERLENDIS ER MESTIVÖXTURINN í ÞJÓNUSTUNNI Það sem er að gerast á þessu tölvusviði úti í hinum stóra heimi er að þjónustuþáttur tölvufyrirtækjanna er að vaxa. Við sjáum þetta t.d. gerast hjá Digital en þar er vöxturinn mestur í sölu á þjónustu og þá ekki síst ráð- gjafarþjónustu. Þetta er samt sem áður enginn sérlegur vendipunktur í sögunni heldur er hér um að ræða eðlilega þróun með harðnandi sam- keppni að sögn Gísla Ragnarssonar. Fram kemur hjá forsvarsmönnum fyrirtækisins að samskipti þeirra við Digital séu með miklum ágætum sem sé nauðsynlegt vegna þess hvemig sérhæfingu okkar sérfræðinga sé háttað. SÉRFRÆÐINGAR AÐ UTAN MEÐ SKÖMMUM FYRIRVARA „Við getum fengið til okkar sér- fræðinga með örskömmum fyrirvara. Hér á landi er markaðurinn þannig úr garði gerður að ógemingur væri að hafa sama fyrirkomulag á rekstrinum eins og þeir geta gert hjá Digital þar sem sérfræðingar eru nánast jafn- margir og smáatriðin,“ segir Gísli. En þótt nú sé mikil áhersla lögð á heildarlausnir fyrirtækja og stofnana er ljóst að einnig verður mikil aukning í sölu einmenningstölva og jaðarbún- aðar, s.s. fyrir heimili og einstakl- inga. Þar sjá menn fyrir sér mikinn vöxt og að lögð verði mikil rækt við framboð á tölvubúnaði og þjónustu. Örtölvutækni mætir þessu með verslun sinni í Skeifunni og þeirri þjónustu sem nefnist Örskot og þekkt er orðin. í versluninni er á boðstólum búnaður frá fyrirtækjum eins og Digi- tal, Tulip, Hewlett-Packard og Bor- land, svo nokkrir séu nefndir. nashuatec ★ Mest seldu Ijósritunarvélar á íslandi! ★ Faxtæki ★ Fjölritar ★ Kjölbinditæki Umboö Hljómver, Akureyri Póllinn, Ísafirði Geisli, Vestmannaeyjum 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.