Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1994, Side 64

Frjáls verslun - 01.02.1994, Side 64
STARFSMANNAMAL Golfferðir njóta vinsælda um páskana. STARFSMANNAMÁL: BATTERIIN HLAÐIN IFRÍIUM PÁSKANA I kaffistofum flestra fyrir- tækja landsins fara nú fram um- ræður um páskafríið og hvernig starfsmenn hyggist eyða því. Við stjórnun fyrirtækja skyldu menn ekki vanmeta frí eins og páskafríið. Fátt er fyrirtækjum nauðsynlegra en að starfsmenn hlaði batteríin, eins og það er kallað, og komi fullir af krafti og nýjum hugmyndum til vinnu eft- ir fríið. Raunar er það eitthvað að aukast að þeir, sem eiga þess kost, lengi TEXTI: JÓHANN GUÐNI REYNISSON Töluverð ásókn er í safaríferð til Túnis. páskafríið með því að taka sér frí dag- ana þrjá á undan páskafríinu. Þannig ná þeir tíu daga fríi en missa aðeins þrjá virka daga úr vinnu. Það var mál þeirra, sem leitað var til og starfa að ferðamálum, að tími starfsmannahópa til utanlandsferða, sem og árshátíðaferða innanlands, væri á haustin. Um páska væri meira um fjölskyldufólk á ferðinni. Vinsælir ferðamannastaðir undanfarin ár eru á dálitlu undanhaldi vegna sóknar nýrra staða inn á markaðinn þótt ýmsar borgir í Evrópu njóti sívinsælda og má nefna Dublin í því sambandi. 64

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.