Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 8
Fróði gefur út sex bækur fyrir
þessi jól. Það eru bækurnar Ör-
lög, Fegursta kirkjan á Islandi,
Milli landa, NBA ’95, Sex augna-
blik og Miðfjarðará.
ÞORGRÍMUR OG STEPHEN KING
Þorgrímur Þráinsson
og bandaríski spennu-
sagnahöfundurinn Step-
hen King eru á meðal höf-
unda sex bóka sem Fróði
gefur út fyrir þessi jól en
það er nokkur fækkun frá
í fyrra. Bækurnar eru all-
ar afar ólíkar að efni.
Bók Þorgríms Þráins-
sonar, sem er landskunn-
ur metsöluhöfundur
unglingabóka hér á landi,
heitir Sex augnablik.
Þetta er sjötta unglinga-
bók Þorgríms en einnig
hefur hann sent frá sér
þrjár barnabækur. Eng-
inn íslenskur rithöfundur
hefur hlotið jafn mikla
hylli ungu kynslóðarinn-
ar, eða verið jafn mikið
lesinn á undanförnum ár-
um, og Þorgrímur.
Bók Stephens King
heitir Örlög og er sú ell-
efta sem gefin er út eftir
hann á íslensku. Stephen
King hefur oft verið kall-
aður konungur spennu-
sagnanna.
Auk þessara tveggja
bóka gefur Fróði út bæk-
urnar Miðfjarðará eftir
Steinar J. Lúðvíksson,
NBA ’95 eftir þá Þórlind
Kjartansson og Eggert
Þór Aðalsteinsson, en
báðir eru nemendur í MR,
Milli landa eftir Guðrúnu
Finnbogadóttur, blaða-
mann í París, og loks
óvenjulega ljóða-,
mynda- og fræðslubók
sem heitir Fegursta
kirkjan á Islandi og er eft-
ir Jón Ögmund Þormóðs-
son.
Rétt er að vekja athygli
á síðasttöldu bókinni.
Bókin er afar vönduð og
útgáfan meðal annars
styrkt af Menningarsjóði.
Fjölmargar myndir af feg-
urstu kirkjum landsins
prýða bókina.
BISKUP FEKK ÞÁ FYRSTU
Jón Ögmundur Þor-
móðsson, skrifstofustjóri
í viðskiptaráðuneytinu,
sem skrifar bókina Feg-
ursta kirkjan á Islandi og
Fróði gefur út, afhenti
biskupi íslands, herra Ól-
afi Skúlasyni, fyrsta
eintakið af hinni vönduðu
bók sinni. Fjölmargar
myndir af fegurstu kirkj-
um landsins prýða bók-
ina.
KIRKJUSANDI
FAGNAÐ
Islandsbanki fagn-
aði á dögunum flutn-
ingum í nýtt hús-
næði við Iíirkjusand.
Fjöldi gesta mætti í
teitið. Hér má sjá hin
kunnu útgerðarhjón
úr Hafnarfirði, Agúst
G. Sigurðsson og
Guðrúnu Lárusdóttur, á
tali við Val Valsson,
bankastjóra íslands-
banka.
K
Gjafakort í leikhúsið, frábær jólagjöf!
Gildir fyrir einn eða tvo á einhverja af sýningum Leikfélagsins í Borgarleikhúsinu.
Fyrir börnin: Línu-bolir, Línu-Opal og Línu púsluspil. LEIKFÉLAG
^ x REYKJAVIKUR IMfl
VELKOMIN I LEIKHUSIÐ! «nnn r
LEIKFELAG
REYKJAVIKUR
Borgarleikhús S:568 8000