Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 40
BÆKUR
Bókin 30 áhrifarík ráb sem bæta tímastjórnun:
ORD í TÍMA TÖLUD
Þótt bókin sé skrífuð fyrir stjórnendur hafa allirgagn afhenni. Bókin ergóð
lesning í dauða tímanum enda kennir hún hvernig eigi að nýta hann betur
Hratt flýgur stund. Með því að spara eina klukkustund á hverjum degi
„lengir þú árið“ um allt að einn og hálfan mánuð.
Heiti bókar: 30 ÁHRIFARÍK
RÁÐ sem bæta TÍMASTJÓRN-
UN og margfalda árangur
Höfundar: Thomas Möiler
Útgefandi og ár: Vegsauki -
þekkingarklúbbur -1995
Lengd bókar: 130 bls.
Hvar fengin: Hjá útgefanda
Einkunn: Læsilega skrifuð og
sannariega tímabær bók
VIÐFANGSEFNIÐ
„Tíminn er langdýrmætasta auð-
lind hvers einstaklings en jafnframt sú
sem margir fara verst með. Það er
ekki hægt að geyma tímann eða gefa
hann öðrum.“
„Með því að spara eina klukku-
stund á hverjum degi lengir þú árið
um allt að einn og hálfan mánuð.“
Þessar fullyrðingar eru settar fram
í byrjun bókarinnar og eru megininn-
tak hennar. Hér eru á ferðinn 30 ráð
sem bætt geta tímastjónun lesenda
og aukið afköst þeirra. Viðfangsefnið
eru ekki eingöngu þeir 8 tímar sem
við veijum í vinnunni, heldur ekki síð-
ur samspil við þá 8 tíma sem við not-
um í einkalífmu með fjölskyldunni, í
frítíma og afþreyingu. Þessi 30 ráð
spanna flest svið daglegs lífs okkar og
fara yfir það hvemig við eyðum tím-
anum og hvernig við gærum eytt hon-
um í staðinn.
Það er alveg ljóst að í heimi, sem
einkennist af sífellt meiri hraða og
kröfum um hagsýni og aukinn árangur
í vaxandi samkeppni, geta þessi ráð
reynst mönnum ómetanleg hjálp við
að ná forskoti með betri tímastjórnun
og tímaskipulagningu, sem skilar
margföldum árangri.
HÖFUNDURINN
Thomas Möller er hagverkfræð-
ingur að mennt og er fram-
kvæmdastjóri markaðssviðs
Olíuverslunar íslands hf. Hann
var áður forstöðumaður rekstr-
ardeildar Eimskips. Hann hefur
starfað að stjórnun sl. 13 ár og
m.a. verið leiðbeinandi á nám-
skeiðum hjá Stjórnunarfélagi ís-
lands. Hann hefur skrifað um stjómun
í blöð og tímarit en þetta er fyrsta bók
höfundar.
UPPBYGGING OG EFNISTÖK
Bókin byggir m.a. á efni sem
Thomas hefur notað sem leiðbeinandi
á námskeiðum Stjómarfélagsins en
að mestu er þetta samtíningur úr
ýmsum áttum og úr erlendum bókum
en fjölmargar slíkar hafa verið gefnar
út um þetta efni. Hér eru settar fram
30 ráð sem öll fjalla um tímann í einni
eða annari mynd. Hvert ráð er hnit-
miðað 1-2 blaðsíður.
Þrátt fyrir vel skrifaðan texta þá
verður ekki komist hjá endurtekning-
um en það kemur aðeins að sök þegar
bókin er lesin í heild sinni. Þar sem
Jón Snorri Snorrason,
aðstoðarframkvæmda-
stjóri Lýsingar og stunda-
kennari við Háskóla
íslands, skrifar reglulega
um viðskiþtabækur í
Frjálsa verslun.
MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSS0N
40