Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 67
/
Þórarinn V. Þórarinsson, framkvæmdstjóri VSI:
MENN ORÐNIR PASSASAMARI
ér fmnst menn mun passa-
samari í umgengni við þessa
síma en í fyrst eftir að þeir
komu á markaðinn. Það hefur líka sín
áhrif að símaþjónustan er orðin svo
margþætt, með talhólfum og slíku,
sem menn eru farnir að læra á, —
segir Þórarinn V. Þórarinsson, fram-
kvæmdastjóri VSÍ.
Hann leggur árherslu á að notkun
símans sé alltaf spurning um for-
gangsröðun. Hann notar GSM-síma í
vinnunni en ekki nema hann nauðsyn-
lega þurfi.
„Það lýsir kannski svolítilli eigin-
gimi en ég vil frekar nota svona síma
þegar ég þarf að ná í aðra en að láta
hringja í mig. Þá get ég oft klárað hluti
sem ég gæti ekki annars ekki klárað. “
• • /
Rannveig Rist, steyþuskálastjóri Islenska álfélagsins:
EKKIMÁ LÁTA
SÍMANA STJÓRNA SÉR
að getur verið mjög óþægilegt
ef GSM-síminn hringir á mikil-
vægum fundum og því hef ég
yfirleitt slökkt á honum. En ef ég á
von á mikilvægu símtali. t.d. frá út-
löndum, verð ég að hafa kveikt á hon-
um. Þá vita hins vegar allir nærstaddir
að það getur komið hringing. Annars
nota ég oftast píptæki sem hringir
hvorki né titrar en safnar skilaboðum
inn í minni. Það er mjög þægilegt tæki
og gerir að verkum að fundir líða
áhyggjulaust, — segir Rannveig Rist,
steypuskálastjóri íslenska álfélagsins.
Rannveig segist hafa upplifað það
að GSM-símar hafi verið að hringja
látlaust á fundum en það gerist þó
ekki oft. Hún segir að menn megi ekki
láta þessa síma stjóma sér, meta
verði mikilvægi þeirra í hverju tilfelli
„Ég skil símann stundum eftir hjá rit-
aranum þar sem ég geri ekki nema
einn hlut í einu. Ef ég er á fundi þá er
ég á fundi en ekki að svara í síma. En
því má ekki gleyma að kostir þessara
síma eru fjölmargir og mjög þægilegt
að hafa þá með á ferðalögum í útlönd-
um.“