Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 71
FOLK
ERNA HAUKSDÓTTIR, SAMBANDIVEITINGA- OG GISTIHÚSA
Ema Hauksdóttir lærði viðskiptafræði í H.í. þegar hún hafði sinnt barneignum og tók
að því loknu við starfi framkvæmdastjóra SVG.
s
rifjað upp hvað margt hefur
áunnist þennan tíma, eink-
um hvað varðar frelsi í við-
skiptum. Á árum áður voru
verðlagshöft á veitingum og
ekki eru nema sex ár sfðan
þeim var létt af sölu á
áfengi. 150 fyrirtæki eru í
sambandinu sem eru frjáls
hagsmunasamtök fyrir-
tækja í greininni, segir Ema
Hauksdóttir, framkvæmda-
stjóri Sambands veitinga-
og gistihúsa.
Ema er 48 ára og varð
stúdent frá Verslunarskóla
íslands 1968. Næstu tvö ár
vann hún sem flugfreyja hjá
Loftleiðum, síðan hjá starfs-
mannahaldi fyrirtækisins og
eftir sameiningu félaganna í
stjómunardeild Flugleiða.
Að loknum bameignum hóf
Ema nám í viðskiptafræði
við Háskóla íslands og lauk
prófi þaðan 1984. Að því
loknu tók hún við starfi
framkvæmdastjóra Sam-
bands veitinga- og gisthúsa
og hefur gegnt því síðan.
SAMNINGSAÐILIVIÐ
FIMM FÉLÖG
„Tilgangur sambandsins
er að vinna að hagsmuna-
málum veitinga- og gisti-
húsa og er starf fram-
kvæmdastjóra afar fjöl-
breytt,“ segir Ema. „Sam-
bandið er samningsaðili við
fimm félög starfsfólks, í
samvinnu við Vinnuveit-
endasambandið, félög mat-
reiðslumanna, framreiðslu-
manna, ófaglærðs starfs-
fólks og hljómlistarmanna
og Verslunarmannafélagið
sem semur fyrir starfsfólk í
gestamóttöku. Mikill tími
fer í að túlka samninga og
veita ráðgjöf og leiðbeining-
ar um kjaramál.
Mikið fræðslustarf er
unnið á vegum sambandsins
með námskeiðum, náms-
efnisgerð og starfi í
Fræðsluráði hótel- og veit-
ingagreina sem matreiðslu-
og framreiðslumenn eiga
einnig aðild að. Við vinnum
að markaðsmálum og gefum
út bæklinga um gististaði og
um veitingastaði. Við höfum
umsjón með Tilboðsréttum
SVG-Tourist Menu, og hef-
ur þeirri starfsemi verið vel
tekið. Útlendingar standa
margir í þeirri trú að matar-
verð hér á landi sé mjög
hátt. Þegar sölumenn ís-
landsferða erlendis geta
sýnt fólki á korti að það geti
fengið tilboðsrétti með
merki SVG, hringinn í krin-
um landið, hefur það góð
áhrif. Sambandið er aðili að
nokkrum markaðsskrifstof-
um erlendis með Ferða-
málaráði, Flugleiðum o.fl.
Samskipti við stjómvöld
eru að sjálfsögðu mikil
þegar sífellt er reynt að
bæta rekstrargmndvöll
fyrirtækjanna en þau verk-
efni sem hafa farið vaxandi
upp á síðkastið eru um-
hverfis- og gæðamál.“
FJÖLSKYLDAN
0G GARÐURINN
Eiginmaður Ernu er Júl-
íus Hafstein framkvæmda-
stjóri og eiga þau 23 ára
dóttur og 19 ára son.
„í frítíma mínum hef ég
mest gaman af að vera með
fjölskyldunni," segir Ema.
„Ég stunda gönguferðir í ná-
grenni Reykjavíkur og fer á
gönguskíði á vetuma. Mikill
tími hjá mér fer í garðrækt
en ég hef gaman af að vinna í
garðinum mínum. Matseld
er einnig á mínu áhugasviði,
sömuleiðis bóklestur og
leikhúsferðir. Ég hef gaman
af að ferðast og er nýbúin að
kynnast golfi. Ég gæti trúað
að ég ætti eftir að gefa mér
meiri tíma í þá íþrótt næstu
árin.“
71