Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 74
BRÉF FRÁ ÚTGEFANDA STYRKJAPOLITIKIN BLIVUR Undirritun samninga um stækkun álversins í Straumsvík verður að teljast ánægjulegur áfangi í atvinnusögu íslendinga. Ekki einungis vegna þess að þar er um mikla fjárfestingu að ræða sem rennir stoð- um undir meiri orkusölu og veitir fjölda fólks atvinnu í skemmri eða lengri tíma, heldur líka vegna þess að í augum íslendinga var með samningnum rofin löng kyrrstaða í stóriðjumálum. Er vonandi að þetta verði aðeins fyrsta skrefið í nýrri sókn á því sviði, því víst er að mjög áríðandi er fyrir okkur að nýta betur þá möguleika sem nær óþrjótandi orkuframleiðsla gef- ur. Þótt stækkun álversins og umræður um aðra hugs- anlega landvinninga á sviði stóriðjumála hafi verið mest í sviðsljósinu hefur einnig verið sókn á öðrum vígstöðum hjá íslenskum atvinnufyrirtækjum. ís- lensk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið að færa út kvíarnar og reyna nú fyrir sér, jafnvel í fjarlægustu heimshlutum, og verður spennandi að sjá hver fram- vinda þeirra mála verður. Þá hafa nokkur íslensk hugbúnaðarfyrirtæki náð umtalsverðum árangri og sækja fram á markaðnum, að því ógleymdu að bæði ferðamannaþjónusta og ýmis iðnframleiðsla er í sókn. Undirstaða alls þessa er vitanlega sú staðreynd að meiri stöðugleiki hefur ríkt í efnahagsmálum hér- lendis undanfarin ár en var tvo til þrjá síðustu áratugi þegar verðbólgan og sú þensla sem henni fylgdi drap allt í dróma og eyðilagði möguleika til framfarasókn- ar. En þótt margt jákvætt hafi gerst og sé að gerast í íslensku atvinnu- og athafnalífi þá er ljóst að á sum- um sviðum stöndum við rígföst í sömu sporum og megnum ekki að grípa til nauðsynlegra ráðstafana. Þetta á ekki síst við um landbúnaðinn en stefna í málefnum þeirrar atvinnugreinar ber keim af þeim ótrúlega vandræðagangi íslenskrar pólitíkur sem kallast byggðastefna. Enginn efast um að byggðapóli- tíkin sé mjög viðkvæm og erfið en samt sem áður má ekki líta fram hjá þeirri staðreynd að hér er um að ræða mál sem varðar lífskjör alls almennings í land- inu og með styrkjastefnunni sem ráðið hefur ríkjum er líka um að ræða gífurlega mismunun sem atvinnu- vegum og þegnunum er boðið upp á. Tilfærsla fjár- magns til landbúnaðarins er engan veginn réttlætan- leg og það vekur furðu að ekki skuli neinir tilburðir til þess að taka fyrstu skrefin til þess að skipuleggja þessi mál þannig að ekki þurfi að eyða milljörðum króna til niðurgreiðslna. Einhvern veginn skildist manni, þegar bændur voru sjálfir að fjalla um væntanlegan búvörusamning og stefnu í málum sínum, að ætlunin væri að reyna að koma þeim þannig fyrir að búum í landinu yrði fækk- að verulega og þeim sem stunduðu búskap áfram yrðu sköpuð skilyrði til meiri framleiðslu og þar með til meiri tekna. En árangurinn af slíkum vangaveltum varð enginn. Afram verður hjakkað í sama farinu. Það er satt að segja erfitt að sætta sig við það, nú þegar horft er til nýrrar aldar, að ekki skuli vera pólitískur kraftur til stefnumótunar í þessum málum. Engum dettur í hug að skynsamlegt sé að leggja ís- lenskan landbúnað af, en það þarf ekki mikið innsæi til þess að sjá að það sem er að gerast hlýtur að enda með ósköpum. Það eru engin rök fyrir því að taka eina atvinnugrein út úr og hlú að henni á þann hátt sem gert er með landbúnaðinn, ekki síst þegar tekið er tillit til þess að þar eru engir sóknarmöguleikar. Væri ekki nær að eyða einhverju af því fjármagni sem fer í þessa atvinnugrein til þess að hlú að atvinnugreinum sem eiga möguleika á því að styrkja stoðir íslensks efnahagslífs og koma til með að skapa gjaldeyristekj- ur í framtíðinni. Þar er af nógu að taka en víst gæti stuðningur hins opinbera í mörgum tilfellum ráðið úrslitum um hvort ætlunarverk takast eða ekki. Best af öllu er ef atvinnugreinarnar geta staðið á eigin fótum og að afskipti hins opinbera séu sem allra minnst. Að menn séu látnir í friði með það sem þeir eru að gera. En aðstoð, t.d. við markaðsöflun erlend- is, og fyrirgreiðsla meðan verið er að koma sér af stað er þó meira en réttlætanleg, hún getur verið nauðsyn- leg. Nýr búvörusamningur staðfestir að ekki sé neinnar stefnubreytingar að vænta. Hann staðfestir líka að hagsmunagæsla sé svo mikil að þjóðarhagur sé látinn víkja. En kannski er það versta af öllu samt það að hagsmunir bændanna sjálfra eru settir til hliðar. Ein- hvern veginn finnst manni að það sem er að gerast nú mótist af því að fyrirhafnarminnst sé að gera ekkert. „Það lafir á meðan ég lifi“. Framtíðin á síðan að borga brúsann og ráða fram úr málum. 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.