Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 69

Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 69
ERLENDIR FRÉTTAMOLAR Bjartir tímar hjá Club Med Kjamorkutilraunir Frakka í Kyrrahafi hafa kostað franska fyrirtækið í ferða- iðnaði, Club Med, eina milljón dollara á mánuði, þar sem reiðir Japanir og Ástralir hafa forðast dvalarstað fyrir- tækisins í Pólýnesíu í Kyrrahafi. Og ekki er sagan öll því loka þurfti einnig dvalarstað þeirra í ísrael í eitt ár eftir árásir hermdarverkamanna og öðrum á karabísku eyjunni St. Martin vegna fellibyls. Þrátt fyrir lítinn hagnað um árabil hefur tekist að ná tökum á óheyrilegum kostnaði hjá fyrirtækinu og þetta 1,8 milljarða doll- ara fyrirtæki hefur getað staðið undir áföllum sem þessum. Á uppgjörsári, sem lauk í október, er talið að hagnaður hafi aukist um 87% frá fyrra ári. Serge Trigano forstjóri getur brosað breitt, en ekki er þó talið að fjárfestar geri slíkt hið sama, því að þeir kvarta yfir að arðgreiðslur séu aðeins 4%. Næstum tvöföldun hagnaðar á milli ára hjá Club Med. Kazarian notar Alnetið til að komast yfir arðvænleg fyrirtæki. ALNETIÐ NOTAÐ VIÐ YFIRTÖKU FYRIRTÆKIS Paul B. Kazarian hyggst yfirtaka fyrirtæki í hátækniiðnaði, sem talið er að sé a.m.k 1 milljarða dollara virði, en lætur ekki uppi hvaða fyrirtæki þetta er. Hann notar Alnetið sem nýtt vopn í baráttunni og það gæti verið í fyrsta sinn sem það er notað til slíkra hluta. Frá heimasíðu sinni á Alnetinu ætlar Kazarian að senda skilaboð og póst til hluthafa, stjómarmanna og starfsmanna fyrirtækja, sem hann sækist eftir, til að fá þá á sitt band. „Þetta er lýðræði, tjáningarfrelsi og vald til að koma skoðun á framfæri,“ segir hann. Parker Quillen hjá Qu- ilcap Corp. í New York telur að slík notkun á Alnetinu brjóti í bága við reglur um innherjaviðskipti. Fór í rútuferð í stað fjallgöngu GE Capital Services Inc. er banda- rískt fyrirtæki sem látið hefur að sér kveða í fjármálaþjónustu og fjárfest- ingum í seinni tíð. Á sl. 10 ámm hefur það fest sig í sessi sem arðbærasta fyrirtækið í greininni í Bandaríkjun- um. í ár hefur það eignast fyrirtæki í Evrópu að verðmæti 3 milljarðar doll- ara og fyrirtækið hefur möguleika á að veita ódýrustu fjármálaþjónustu álfunnar. Keppinautar eins og Barc- lays Mercantile Business Finance Ltd. í Bretlandi munu ekki sitja auð- um höndum og forstjóri þess, Tom Clark, telur að Deutsche Bank og TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSSON Gary C. Wendt, forstjóri GE Cap- ital, fór í rútuferð um Mið-Evrópu í stað fjallgöngu í sumarleyfinu til að kynnast umhverfi vænlegra fjárfestinga þar. Société Générale í Frakklandi séu meira áhyggjuefni í samkeppninni, en viðurkennir þó að GE Capital verði ógnun. Reiknað er með að hagnaður GE Capital af fjármálaþjónustu við viðskiptavini í Evrópu verði 100 millj- ónir dollarar í ár og Craig W. Fanning, sérfræðingur hjá Dean Witter Reyn- olds Inc., telur að þriðjungur 315 milljóna dollara hækkunar tekna hjá fyrirtækinu ’95, þ.e.a.s. upp í 2,4 milljarða dollara komi erlendis frá og þá aðallega frá Evrópu. 69
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.