Frjáls verslun - 01.09.1995, Síða 69
ERLENDIR FRÉTTAMOLAR
Bjartir tímar
hjá Club Med
Kjamorkutilraunir Frakka í Kyrrahafi
hafa kostað franska fyrirtækið í ferða-
iðnaði, Club Med, eina milljón dollara
á mánuði, þar sem reiðir Japanir og
Ástralir hafa forðast dvalarstað fyrir-
tækisins í Pólýnesíu í Kyrrahafi. Og
ekki er sagan öll því loka þurfti einnig
dvalarstað þeirra í ísrael í eitt ár eftir
árásir hermdarverkamanna og öðrum
á karabísku eyjunni St. Martin vegna
fellibyls. Þrátt fyrir lítinn hagnað um
árabil hefur tekist að ná tökum á
óheyrilegum kostnaði hjá fyrirtækinu
og þetta 1,8 milljarða doll-
ara fyrirtæki hefur getað
staðið undir áföllum sem
þessum. Á uppgjörsári,
sem lauk í október, er talið
að hagnaður hafi aukist um
87% frá fyrra ári. Serge
Trigano forstjóri getur
brosað breitt, en ekki er
þó talið að fjárfestar geri
slíkt hið sama, því að þeir
kvarta yfir að arðgreiðslur
séu aðeins 4%.
Næstum tvöföldun hagnaðar á milli ára hjá
Club Med.
Kazarian notar Alnetið til að komast
yfir arðvænleg fyrirtæki.
ALNETIÐ NOTAÐ VIÐ
YFIRTÖKU FYRIRTÆKIS
Paul B. Kazarian hyggst yfirtaka
fyrirtæki í hátækniiðnaði, sem talið er
að sé a.m.k 1 milljarða dollara virði,
en lætur ekki uppi hvaða fyrirtæki
þetta er. Hann notar Alnetið sem nýtt
vopn í baráttunni og það gæti verið í
fyrsta sinn sem það er notað til slíkra
hluta. Frá heimasíðu sinni á Alnetinu
ætlar Kazarian að senda skilaboð og
póst til hluthafa, stjómarmanna og
starfsmanna fyrirtækja, sem hann
sækist eftir, til að fá þá á sitt band.
„Þetta er lýðræði, tjáningarfrelsi og
vald til að koma skoðun á framfæri,“
segir hann. Parker Quillen hjá Qu-
ilcap Corp. í New York telur að slík
notkun á Alnetinu brjóti í bága við
reglur um innherjaviðskipti.
Fór í rútuferð í stað fjallgöngu
GE Capital Services Inc. er banda-
rískt fyrirtæki sem látið hefur að sér
kveða í fjármálaþjónustu og fjárfest-
ingum í seinni tíð. Á sl. 10 ámm hefur
það fest sig í sessi sem arðbærasta
fyrirtækið í greininni í Bandaríkjun-
um. í ár hefur það eignast fyrirtæki í
Evrópu að verðmæti 3 milljarðar doll-
ara og fyrirtækið hefur möguleika á
að veita ódýrustu fjármálaþjónustu
álfunnar. Keppinautar eins og Barc-
lays Mercantile Business Finance
Ltd. í Bretlandi munu ekki sitja auð-
um höndum og forstjóri þess, Tom
Clark, telur að Deutsche Bank og
TEXTI: STEFÁN FRIÐGEIRSSON
Gary C. Wendt, forstjóri GE Cap-
ital, fór í rútuferð um Mið-Evrópu
í stað fjallgöngu í sumarleyfinu
til að kynnast umhverfi vænlegra
fjárfestinga þar.
Société Générale í Frakklandi séu
meira áhyggjuefni í samkeppninni, en
viðurkennir þó að GE Capital verði
ógnun. Reiknað er með að hagnaður
GE Capital af fjármálaþjónustu við
viðskiptavini í Evrópu verði 100 millj-
ónir dollarar í ár og Craig W. Fanning,
sérfræðingur hjá Dean Witter Reyn-
olds Inc., telur að þriðjungur 315
milljóna dollara hækkunar tekna hjá
fyrirtækinu ’95, þ.e.a.s. upp í 2,4
milljarða dollara komi erlendis frá og
þá aðallega frá Evrópu.
69