Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 34

Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 34
MARKAÐSMAL Asía er rísandi efnahagsveldi. En það þarf þrautseigju til að vinna þar markaði. □ undanförnum árum hafa stjómmálamenn jafnt sem fyrirtæki á Vestur- löndum litið til austurs og horft á hagvaxtarundrið í Suðaustur-As- íu öfundaraugum. Fyrirtæki hafa séð fyrir sér gríðarlegan mark- að, enda búa um 60% mannkyns í Asíu. Löndin í Suðaustur-Asíu höfðu Japan sem fyrirmynd, enda var eitt helsta efnahags- veldi heims byggt þar upp á fá- einum áratugum. Formúlan virð- ist ætla að virka í löndum eins og Singapore og Hong Kong. Efna- hagsundrið, Suður Kórea, siglir hægt og örugglega að því að verða eitt mesta efnahagsveldi heims, svo gera einnig lönd eins og Taiwan, Malasía og Tailand. Framangreind lönd nálg- ast nú óðfluga lífskjör eins og þau ger- ast best á Vesturlöndum. Löndin, sem upptalin eru hér að framan, eru tiltölulega lokuð fyrir inn- flutningi í dag og þarf ekki annað en að minnast á viðskiptadeilur Bandaríkj- anna og Japan til þess sýna það for- dæmi sem önnur Suðaustur-Asíu ríki hafa. Flest beita þau innflutningstoll- um til að vemda innanlandsiðnaðinn fyrir samkeppni. Menn vonast samt sem áður til að markaðir þessara landa opnist frekar í framtíðinni í kjöl- far tilurðar Alþjóðaviðskiptastofnun- arinnar WTO og GATT samningsins. VAXANDIRISI Ekki er hægt að §alla um Suða- ustur-Asíu án þess að minnast á fjöl- mennasta ríki veraldar, Kína. Þar búa um 1.200 milljónir manna eða fimmtungur mannkyns pg því um einn stærsta neytendamarkað vera- ldarinnar að ræða, jafnvel þó að landinu væri skipt í mörg markaðs- svæði. Efnahagsumbætumar, sem Deng Xiaoping, leiðtogi kínverska kommúnistaflokksins, hóf fyrir 16 árum gerðu erlendum fjárfestum kleift að hasla sér þar völl, enda hef- ur Kína verið staðnað alla þessa öld þrátt fyrir ýmsar tilraunir ráða- manna þar í þá átt að stofna ríki allsnægta. Vafasamt verður að telj- ast að umbótaþróunin verði stöðvuð þar sem innri breyting hefur átt sér stað í Kína, bæði hvað varðar minnkun kvaða á bændur og aukið frelsi þeirra til að selja hluta afurða sinna á markaði, og síðast enn ekki síst hin mikla þörf kínverskra yfir- valda tO að bæta lífskjör þegna sinna. Hagvöxtur í Kína hefur verið um 10% á ári undanfarin ár og þá verður að taka tillit til þess að sá hagvöxtur er að meginhluta borinn uppi af fýlkj- unum meðfram suðurströnd Kína norður til Shanghai. Þar hefur átt sér stað gífurleg uppbygging, enda er er- lend fjárfesting á því svæði sú mesta í heiminum ef Bandaríkin em undan- FRÉTTASKÝRING eftir Magnús Árna Skúlason Höfundur greinar, Magnús Árni Skúla- son, er að ljúka meistaragráðu í hag- fræði frá Háskóla Islands. skilin. Þó að margt gangi vel í Kína er margt óunnið á efna- hagssviðinu. Þar má nefna breyt- ingar á skattkerfi, fjármála- og bankakerfi en erfiðasta verkefnið er að endurskipuleggja iðnaðar- samsteypur í ríkiseigu. Talið er nauðsynlegt að segja upp þrjátíu milljónum manna af þeim eitt hundrað milljónum manna sem vinna í iðnaðinum til að rekstrar- afkoma hans verði viðunandi. Margir stjórnmálaskýrendur telja að kínversk stjómvöld muni í lengstu lög fresta þeirri ákvörð- un þar sem margir óttast uppþot í stærstu iðnaðarborgum Kína ef af þessu yrði. „ÞAÐKVAÐVERA FALLEGT í KÍNA...“ íslendingar hafa ekki farið varhluta af áhuga íslenskra ráðamanna og for- svarsmanna fyrirtækja á viðskiptum við Kína og nú í sumar fór utanríkis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, fyrir viðskiptanefnd fyrirtækja í opinbera heimsókn til Kína. Kínverjar hafa einnig komið hingað til lands til að greiða fyrir viðskiptum ríkjanna. Það má svo sem segja að ekki veiti af að auka útflutning Islendinga til Kína þar sem útflutningur hefur verið með minnsta móti. Útflutningur héðan til Kína nam einungis tveimur milljónum króna árið 1991 en allt árið í fyrra nam hann tæpum 28 milljónum króna og hafði rúmlega þrefaldast frá árinu 1993. Útflutningur til Kína nam einungis 0,065% af heildarút- flutningi landsmanna árið 1994 en svo virðist sem hann fari vaxandi. Vöruskiptajöfnuður íslands við Kína er íslendingum verulega óhagstæð- ur. Innflutningur kínverskra vara til íslands nam á árinu 1994 1.357 mill- jónum króna og er hlutdeild kín- veskra vara í heildarinnflutningi landsmanna um 1,3%. Hlutdeild Kínverja í heildainnflutningnum hef- ur reyndar farið vaxandi undanfarin ár. AÐRAR FREISTINGAR Það kemur því ef til vill mörgum spánskt fyrir sjónir að ráðamenn þjóðarinnar hafa rokið upp til handa og fóta til að verja viðskiptahags- 34
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.