Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 30
MARKAÐSMAL
ÚR ÞREMUR AUGLÝSINGUM FYRIR PROCTER & GAMBLE
Úr þremur sjónvarpsauglýsingum um hreinsilögin Mr. Proper sem Saga Film framleiddi fyrir þýsku aug-
lýsingastofuna Grey Diisseldorf sem vinnur fyrir Procter & Gamble í Þýskalandi. Leikarar í auglýsingun-
um eru íslenskir. Þarna var Saga Film ekki lengur undirverktaki útlendinga, heldur aðalverktaki.
nefndi ég þá og þar á meðal þann
leikstjóra sem ég vissi að væri á óska-
listanum ytra. Viðbrögðin létu ekki á
sér standa og ég var samstundis boð-
aður á fund í Þýskalandi, fund sem
haldinn var daginn eftir. Ég svaraði
vitaskuld játandi, pakkaði niður og
flaug til Þýskalands. Þessi ferð gerði
það að verkum að stofan fékk áhuga á
Saga Film og endaði að lokum með því
að við vorum beðnir um að framleiða
3 sjónvarpsauglýsingar um hreinsi-
lögin Mr. Proper.
ÞÝSKT SJÓNVARPSEFNI
FRAMLEITT Á ÍSLANDI
Þetta verkefni gekk vel, að sögn
Péturs, og eins víst að framhald verði
á vinnu fyrir þessa auglýsingastofu og
jafnvel fleiri, því orðspor Saga Film
hefur borist hratt út og fleiri þýskar
auglýsingastofur hafa óskað eftir til-
boðum í auglýsingagerð frá Saga
Film. Engu að síður segir Pétur að
fyrirtækið sé varla komið á byrjunar-
reitinn hvað varðar markaðssetningu
ytra. „Það er ljóst að mikil og kostn-
aðarsöm vinna er framundan hjá okk-
ur. Þessi viðbrögð segja okkur ekk-
ert annað en að við séum í umræðunni
og framtíðin ein getur skorið úr um
hvert framhaldið verður.“
Ef ef rétt er haldið á spöðunum
getur opnast stór markaður fyrir
þetta litla íslenska fyrirtæki og þegar
er farið að vinna að markaðssetningu
Saga Film í Þýskalandi. „Við höfum
falið þýsku kynningarfyrirtæki að sjá
um okkar mál ytra og þeir aðilar vinna
fagmannlega úr málunum. Þeir leggja
ofurkapp á að kynna okkur og nýta
sér vel það orð sem þegar fer af fyrir-
tækinu. Vinnubrögð þessa fyrirtækis
eru nokkuð önnur en við eigum að
venjast. Þeir vilja ljúka markaðssetn-
ingunni á okkur og skapa eftirspurn
áður en við förum að vinna verulega
úr þeim eftirspurnum sem berast, því
þeirra áhersla er á gæði okkar og eí
áætlun þeirra gengur upp eigum við í
framtíðinni að velja milli verkefna
frekar en grípa fegins hendi allt sem
býðst.“
En Saga Film herjar á fleiri víg-
stöðvar í Þýskalandi. Pétur segir að
nú þegar sé búið að gera samstarfs-
samning við stórt, þýskt fyrirtæki
sem framleiðir dagskrárefni fyrir
þýskar sjónvarpsstöðvar, sjónvarps-
myndir og kvikmyndir. Hluthafi í því
fyrirtæki en NDF, stærsti einstaki
framleiðandi sjónvarpsefnis í Þýska-
landi. „Markmiðið með þeim samn-
ingi er að fá hingað til lands fram-
leiðslu á sjónvarpsauglýsingum fyrir
Þýskalandsmarkað. Ef það tekst og
rétt er á spilunum haldið, ætti fram-
tíðin að vera nokkuð björt fyrir Saga
Film. Við verðum að hafa það hugfast
að ekkert er gefið í þessum heimi og
enn getur brugðið til beggja vona í
þessum efnum, en við reynum!“
30