Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 48
i
UFEYRISMAL
LÍFEYRISMÁL í BRENNIDEPLI
Athyglisverður dómur féll í undirrétti nýlega um að einyrkjar geti dregið iðgjöld í
lífeyrissjóði, hlut atvinnurekandans, frá skatti. Þetta er tímamótadómur.
Og eftir þennan dóm eru skilaboðin einföld: Nú er brýnt að sýna engan
trassaskap í lífeyrismálum. Ef þið eruð ekki í lífeyrissjóði gangið þá strax í einhvern
lífeyrissjóð og byrjið að spara fyrir ævikvöldið.
4.
5.
□ ómur er fallinn. — Þannig
hljómar auglýsing frá íslenska
lífeyrissjóðnum hjá Lands-
bréfum. Önnur verðbréfafyrirtæki,
sem reka löggilta og viðurkennda líf-
eyrissjóði, hafa einnig minnt á þennan
dóm í auglýsingum. Þessi athyglis-
verði dómur féll í undirrétti
nýlega og var um það að ein-
yrkjar gætu dregið iðgjöld,
hlut atvinnurekandans, í líf-
eyrissjóði frá skatti.
Þegar þetta er skrifað
liggur fyrir beiðni hjá
Hæstarétti um svokallað
áfrýjunarleyfi frá ríkislög-
manni þar sem upphæðin í
máli þess manns, sem vann
málið í undirrétti, gefur rík-
islögmanni ekki sjálfkrafa
leyfi til að hægt sé að áfrýja.
Væntanlega fær ríkislög-
maður þetta mál þó í gegn
þannig að dómnum verði
áfrýjað. Eftir að dómi hefur
verið áfrýjað til Hæstaréttar
gildir dómur undirréttar
ekki sem gildandi lög.
Eftir dóm undirréttar eru
lífeyrismál hins vegar í
brennidepli. Og skilaboðin
eru skýr: Nú er brýnt að
sýna engan trassaskap í líf-
eyrismálum. Gangið strax í
einhvem lífeyrissjóð og
byrjið að spara! Víkjum þá
sögunni almennt að lífeyris-
málum.
Skylduaðild launamanna
að einstökum lífeyrissjóðum
hefur oft verið gagnrýnd.
Hér má skjóta því inn í að
samkvæmt nýlegu sam-
komulagi ASÍ og VSÍ um
endurskoðun á lífeyrissjóða-
kerfinu er gert ráð fyrir því
að skylduaðild verði áfram
TEXTi: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGI Þ.
að einstökum sjóðum.' Þetta kom
fram á aðalfundi Sambands almennra
lífeyrissjóða, SAL, hinn 24. nóvemb-
er síðastliðinn.
Samkvæmt samkomulaginu hafa
ASÍ og VSÍ jafnframt komið sér sam-
an um nýjar og stórlega hertar reglur
TIL AÐ HAFA 9 LIF
Einyrkjar, 9 heilræði:
1. Gangið strax í lífeyrissjóð.
2. Látið ekki alhæfingar trufla ykkur. Fijálsir séreignarsjóðir
hafa sína kosti og sameignarsjóðir sömuleiðis. Staða
flestra sameignarsjóða hefur styrkst til muna á tímum
hárra raunvaxta á undanfömum árum og skertra réttinda.
3. Munið að eftirfarandi frjálsir lífeyrissjóðir verðbréfafyrir-
tækjanna em viðurkenndir sem lífeyrissjóðir af hinu opin-
bera: Frjálsi Iífeyrissjóðurinn hjá Skandia, ALVÍB hjá VÍB,
íslenski lífeyrissjóðurinn hjá Landsbréfum og Lífeyrissjóð-
urinn Eining hjá Kaupþingi.
Takið eftir að aldrei er hægt að ganga að eign í lífeyrissjóði
verði einstaklingar gjaldþrota.
Því yngri sem menn byija að greiða í frjálsan séreignar-
lífeyrissjóð þeim mun lengur vinna vextimir sína vinnu og
skila hærri upphæð við eftirlaunaaldurinn. Vaxtavextimir
verða miklir.
6. Sá, sem gengur í frjálsan séreignarsjóð, ætti að kaupa sér
nauðsynlegar líf- og slysatryggingar. í frjálsum séreignar-
sjóði, einum og sér, felst ekki sams konar trygging eins og
í samtryggingarsjóðunum. Enda bjóða frjálsu sjóðimir upp
á pakka; greidd iðgjöld fara í lífeyrisspamað og til kaupa á
nauðsynlegum tryggingum. Þær tryggingar em betri en
hjá samtryggingarsjóðunum.
Einyrkjar, sem em á miðjum aldri og aldrei hafa greitt í
neinn í lífeyrissjóð, ættu frekar að líta til sameignarsjóð-
anna vegna grunnlífeyris. Þeir vinna sér þar inn meiri
réttindi á kostnað yngra fólks í sjóðunum. Sömuleiðis fá
þeir lífeyri um aldur og ævi. Jafnframt ættu þeir að leggja
fyrir í frjálsan séreignarsjóð til að stjóma tekjuflæðinu á
eftirlaunaaldrinum; fá t.d. hærri greiðslur frá 67 ára til 75
ára en frá 75 til 85 ára.
Þeir, sem em í samtryggingarsjóðum, ættu að spyrja sig
að því hversu góð samtryggingin sé varðandi maka-,
bama-, og örorkulífeyri. Hversu mikinn makalífeyri fær til
dæmis kona, sem er fertug og missir maka sinn?
Gleymið ekki að tryggingarþörfin er mest þegar skuld-
setning er mikil, verið er að stofna fjölskyldu og kaupa sér
húsnæði. Ekki spara við ykkur í líf- og slysatryggum.
7.
8.
9.
um rekstur og uppbyggingu lífeyris-
sjóðanna. Nú eru tekin af öll tvímæli
um að eignir þurfi að duga fyrir skuld-
bindingum til þess að lífeyrissjóði sé
heimilt að taka við iðgjöldum.
Þá eru í samkomulaginu strangar
reglur um stjómarsetu í fyrirtækjum.
Gert er ráð fyrir að stjórnar-
formaður og framkvæmda-
stjóri lífeyrissjóðs sitji ekki í
stjómum atvinnufyrirtækja í
umboði sjóðsins. Það er
merk nýjung og tími kominn
til. Þá er athyglisvert að líf-
eyrissjóðum verður heimilt
að fjárfesta í ýmsum traust-
um skuldabréfum en hluta-
bréfaeign getur að hámarki
orðið 50% af eigin fé sjóðsins
og skulu a.m.k. 85% íjár-
muna, sem bundnir em í
hlutafé, vera í félögum
skráðum á Verðbréfaþingi
íslands. Einnig er heimilt að
fjárfesta í erlendum verð-
bréfum, enda séu þau skráð á
opinberum verðbréfaþing-
um. Ljóst er að 85% hluta-
fjárreglan um félög á Verð-
bréfaþingi íslands kemur í
veg fyrir að lífeyrissjóðir fari í
stórum mæli með ráðstöfun-
arfé sitt út fyrir landsteinana
og festi fé í erlendum hlutafé-
lögum.
En snúum okkur aftur að
einyrkjum, þeim sem eru í
vinnu hjá sjálfum sér, og
trassað hafa að greiða í líf-
eyrissjóð. Nú, þegar dómur
er fallinn, hljóta þeir að velta
því fyrir sér í hvaða lífeyris-
sjóð þeir eigi að greiða. Sam-
kvæmt lögum hafa þeir frjálst
val í þeim efnum þótt það
sama gildi ekki um flesta
launþega sem greiða í svo-
JÓSEFSSON
48