Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Qupperneq 48

Frjáls verslun - 01.09.1995, Qupperneq 48
i UFEYRISMAL LÍFEYRISMÁL í BRENNIDEPLI Athyglisverður dómur féll í undirrétti nýlega um að einyrkjar geti dregið iðgjöld í lífeyrissjóði, hlut atvinnurekandans, frá skatti. Þetta er tímamótadómur. Og eftir þennan dóm eru skilaboðin einföld: Nú er brýnt að sýna engan trassaskap í lífeyrismálum. Ef þið eruð ekki í lífeyrissjóði gangið þá strax í einhvern lífeyrissjóð og byrjið að spara fyrir ævikvöldið. 4. 5. □ ómur er fallinn. — Þannig hljómar auglýsing frá íslenska lífeyrissjóðnum hjá Lands- bréfum. Önnur verðbréfafyrirtæki, sem reka löggilta og viðurkennda líf- eyrissjóði, hafa einnig minnt á þennan dóm í auglýsingum. Þessi athyglis- verði dómur féll í undirrétti nýlega og var um það að ein- yrkjar gætu dregið iðgjöld, hlut atvinnurekandans, í líf- eyrissjóði frá skatti. Þegar þetta er skrifað liggur fyrir beiðni hjá Hæstarétti um svokallað áfrýjunarleyfi frá ríkislög- manni þar sem upphæðin í máli þess manns, sem vann málið í undirrétti, gefur rík- islögmanni ekki sjálfkrafa leyfi til að hægt sé að áfrýja. Væntanlega fær ríkislög- maður þetta mál þó í gegn þannig að dómnum verði áfrýjað. Eftir að dómi hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar gildir dómur undirréttar ekki sem gildandi lög. Eftir dóm undirréttar eru lífeyrismál hins vegar í brennidepli. Og skilaboðin eru skýr: Nú er brýnt að sýna engan trassaskap í líf- eyrismálum. Gangið strax í einhvem lífeyrissjóð og byrjið að spara! Víkjum þá sögunni almennt að lífeyris- málum. Skylduaðild launamanna að einstökum lífeyrissjóðum hefur oft verið gagnrýnd. Hér má skjóta því inn í að samkvæmt nýlegu sam- komulagi ASÍ og VSÍ um endurskoðun á lífeyrissjóða- kerfinu er gert ráð fyrir því að skylduaðild verði áfram TEXTi: JÓN G. HAUKSSON MYNDIR: BRAGI Þ. að einstökum sjóðum.' Þetta kom fram á aðalfundi Sambands almennra lífeyrissjóða, SAL, hinn 24. nóvemb- er síðastliðinn. Samkvæmt samkomulaginu hafa ASÍ og VSÍ jafnframt komið sér sam- an um nýjar og stórlega hertar reglur TIL AÐ HAFA 9 LIF Einyrkjar, 9 heilræði: 1. Gangið strax í lífeyrissjóð. 2. Látið ekki alhæfingar trufla ykkur. Fijálsir séreignarsjóðir hafa sína kosti og sameignarsjóðir sömuleiðis. Staða flestra sameignarsjóða hefur styrkst til muna á tímum hárra raunvaxta á undanfömum árum og skertra réttinda. 3. Munið að eftirfarandi frjálsir lífeyrissjóðir verðbréfafyrir- tækjanna em viðurkenndir sem lífeyrissjóðir af hinu opin- bera: Frjálsi Iífeyrissjóðurinn hjá Skandia, ALVÍB hjá VÍB, íslenski lífeyrissjóðurinn hjá Landsbréfum og Lífeyrissjóð- urinn Eining hjá Kaupþingi. Takið eftir að aldrei er hægt að ganga að eign í lífeyrissjóði verði einstaklingar gjaldþrota. Því yngri sem menn byija að greiða í frjálsan séreignar- lífeyrissjóð þeim mun lengur vinna vextimir sína vinnu og skila hærri upphæð við eftirlaunaaldurinn. Vaxtavextimir verða miklir. 6. Sá, sem gengur í frjálsan séreignarsjóð, ætti að kaupa sér nauðsynlegar líf- og slysatryggingar. í frjálsum séreignar- sjóði, einum og sér, felst ekki sams konar trygging eins og í samtryggingarsjóðunum. Enda bjóða frjálsu sjóðimir upp á pakka; greidd iðgjöld fara í lífeyrisspamað og til kaupa á nauðsynlegum tryggingum. Þær tryggingar em betri en hjá samtryggingarsjóðunum. Einyrkjar, sem em á miðjum aldri og aldrei hafa greitt í neinn í lífeyrissjóð, ættu frekar að líta til sameignarsjóð- anna vegna grunnlífeyris. Þeir vinna sér þar inn meiri réttindi á kostnað yngra fólks í sjóðunum. Sömuleiðis fá þeir lífeyri um aldur og ævi. Jafnframt ættu þeir að leggja fyrir í frjálsan séreignarsjóð til að stjóma tekjuflæðinu á eftirlaunaaldrinum; fá t.d. hærri greiðslur frá 67 ára til 75 ára en frá 75 til 85 ára. Þeir, sem em í samtryggingarsjóðum, ættu að spyrja sig að því hversu góð samtryggingin sé varðandi maka-, bama-, og örorkulífeyri. Hversu mikinn makalífeyri fær til dæmis kona, sem er fertug og missir maka sinn? Gleymið ekki að tryggingarþörfin er mest þegar skuld- setning er mikil, verið er að stofna fjölskyldu og kaupa sér húsnæði. Ekki spara við ykkur í líf- og slysatryggum. 7. 8. 9. um rekstur og uppbyggingu lífeyris- sjóðanna. Nú eru tekin af öll tvímæli um að eignir þurfi að duga fyrir skuld- bindingum til þess að lífeyrissjóði sé heimilt að taka við iðgjöldum. Þá eru í samkomulaginu strangar reglur um stjómarsetu í fyrirtækjum. Gert er ráð fyrir að stjórnar- formaður og framkvæmda- stjóri lífeyrissjóðs sitji ekki í stjómum atvinnufyrirtækja í umboði sjóðsins. Það er merk nýjung og tími kominn til. Þá er athyglisvert að líf- eyrissjóðum verður heimilt að fjárfesta í ýmsum traust- um skuldabréfum en hluta- bréfaeign getur að hámarki orðið 50% af eigin fé sjóðsins og skulu a.m.k. 85% íjár- muna, sem bundnir em í hlutafé, vera í félögum skráðum á Verðbréfaþingi íslands. Einnig er heimilt að fjárfesta í erlendum verð- bréfum, enda séu þau skráð á opinberum verðbréfaþing- um. Ljóst er að 85% hluta- fjárreglan um félög á Verð- bréfaþingi íslands kemur í veg fyrir að lífeyrissjóðir fari í stórum mæli með ráðstöfun- arfé sitt út fyrir landsteinana og festi fé í erlendum hlutafé- lögum. En snúum okkur aftur að einyrkjum, þeim sem eru í vinnu hjá sjálfum sér, og trassað hafa að greiða í líf- eyrissjóð. Nú, þegar dómur er fallinn, hljóta þeir að velta því fyrir sér í hvaða lífeyris- sjóð þeir eigi að greiða. Sam- kvæmt lögum hafa þeir frjálst val í þeim efnum þótt það sama gildi ekki um flesta launþega sem greiða í svo- JÓSEFSSON 48
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.