Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 70

Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 70
FOLK Birgir var síðasti neminn í Siglufjarðarprentsmiðju. Hann stofnaði eigin auglýsingastofu og síðan Merkismenn. BIRGIRINGIMARSSON, MERKISMÖNNUM já Merkismönnum eru hannaðar auglýs- ingar og prentað á fatnað, bfla, skilti og raunar hvað sem er. Nýlega vorum við t.d. að prenta auglýs- ingu á spegla og við prent- um á seguldúka og límmiða, — segir Birgir Ingimars- son, framkæmdastjóri Merkismanna. Birgir er 39 ára. Hann lærði prentiðn í Siglufjarðar- prentsmiðju, sem einkum er þekkt fyrir að prenta Tarzan bækurnar, og lauk þar námi 1979 en Birgir var síðasti neminn sem lærði í prentsmiðjunni. „1980 hóf ég störf hjá Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar og sá um sam- skipti við prentsmiðjur. Eg hélt áfram hjá GBB - Aug- lýsingaþjónustunni þegar fyrirtækin sameinuðust en 1986 stofnaði ég eigið fyrir- TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR tæki í kjallara í Breiðholti og starfrækti það í fjögur ár. Það hét Birgir - teiknistofa og á tímabili hafði ég tvo menn í vinnu. Ég hannaði m.a. allt auglýsingaefni fyrir Lottóið og sá um það til skamms tíma,“ segir Birgir. SKILTIFALLIINN í HEILDARMYND 1990 keypti Birgir fyrir- tækið Skilti hf. í Kópavogi og sameinaði auglýsinga- stofuna og skiltagerðina. 1992 komu svo eigendur fyrirtækisins Tækniprent til samstarfs við hann og sam- an stofnuðu þeir Merkis- menn í Skeifunni. „Nú eru 13 manns í vinnu hjá okkur. Við rekum graf- íska hönnunardeild þar sem hægt er að fá almenna þjón- ustu auglýsingastofu. Aug- lýsingateiknarar okkar taka MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON einnig þátt í hönnun skilta og merkja. Þegar beðið er um skilti á hús tökum við mynd af húsinu og leggjum áherslu á að skiltið falli inn í heildar- myndina. Prentun á ýmiss konar fatnað er stór þáttur í starfseminni. Við prentum t.d. á um 40 þúsund boli á ári, bæði eftir óskum við- skiptavina og erum einnig í samstarfi við þekkta texta- gerðarmenn. Þeir búa til gamansamar setningar sem við prentum á bolina og höf- um verið í samstarfi við verslun í Kringlunni með sölu á þeim.“ FIMLEIKAR 0G JEPPAFERÐIR Eiginkona Birgis er Birna Dís Benediktsdóttir, starfs- maður á endurskoðunar- skrifstofu. Þau eiga 11 ára son og Birgir á tvö uppkom- in fósturbörn. „Vinnan tekur mikið af tíma mínum og mér gefst ekki mikill frítími," segir Birgir aðspurður um lífið fyrir utan vinnuna. „Ég spila fótbolta með vinnufélögun- um einu sinni í viku, tvisvar í viku fer ég á æfingar hjá Old Boys flokki í fimleikadeild Ármanns, og svo fer ég á skíði í Bláfjöll. Á sumrin hef ég gaman af að ferðast um fjöll á jeppanum mínum og fer í Kerlingarfjöll á hverju sumri. Skíðaáhugann fékk ég heima á Siglufirði og þangað fer ég á hverju sumri en þar á ég foreldra og bræður. Ég kalla það stund- um að fara í pflagrímsferð til Mekka norðursins. Undan- farið hef ég farið á Síldaræv- intýrið um verslunarmanna- helgina og hefur það verið einstaklega ánægjulegt," segir Birgir að lokum. 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.