Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Síða 70

Frjáls verslun - 01.09.1995, Síða 70
FOLK Birgir var síðasti neminn í Siglufjarðarprentsmiðju. Hann stofnaði eigin auglýsingastofu og síðan Merkismenn. BIRGIRINGIMARSSON, MERKISMÖNNUM já Merkismönnum eru hannaðar auglýs- ingar og prentað á fatnað, bfla, skilti og raunar hvað sem er. Nýlega vorum við t.d. að prenta auglýs- ingu á spegla og við prent- um á seguldúka og límmiða, — segir Birgir Ingimars- son, framkæmdastjóri Merkismanna. Birgir er 39 ára. Hann lærði prentiðn í Siglufjarðar- prentsmiðju, sem einkum er þekkt fyrir að prenta Tarzan bækurnar, og lauk þar námi 1979 en Birgir var síðasti neminn sem lærði í prentsmiðjunni. „1980 hóf ég störf hjá Auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar og sá um sam- skipti við prentsmiðjur. Eg hélt áfram hjá GBB - Aug- lýsingaþjónustunni þegar fyrirtækin sameinuðust en 1986 stofnaði ég eigið fyrir- TEXTI: ELÍSABET ÞORGEIRSDÓTTIR tæki í kjallara í Breiðholti og starfrækti það í fjögur ár. Það hét Birgir - teiknistofa og á tímabili hafði ég tvo menn í vinnu. Ég hannaði m.a. allt auglýsingaefni fyrir Lottóið og sá um það til skamms tíma,“ segir Birgir. SKILTIFALLIINN í HEILDARMYND 1990 keypti Birgir fyrir- tækið Skilti hf. í Kópavogi og sameinaði auglýsinga- stofuna og skiltagerðina. 1992 komu svo eigendur fyrirtækisins Tækniprent til samstarfs við hann og sam- an stofnuðu þeir Merkis- menn í Skeifunni. „Nú eru 13 manns í vinnu hjá okkur. Við rekum graf- íska hönnunardeild þar sem hægt er að fá almenna þjón- ustu auglýsingastofu. Aug- lýsingateiknarar okkar taka MYNDIR: BRAGI Þ. JÓSEFSSON einnig þátt í hönnun skilta og merkja. Þegar beðið er um skilti á hús tökum við mynd af húsinu og leggjum áherslu á að skiltið falli inn í heildar- myndina. Prentun á ýmiss konar fatnað er stór þáttur í starfseminni. Við prentum t.d. á um 40 þúsund boli á ári, bæði eftir óskum við- skiptavina og erum einnig í samstarfi við þekkta texta- gerðarmenn. Þeir búa til gamansamar setningar sem við prentum á bolina og höf- um verið í samstarfi við verslun í Kringlunni með sölu á þeim.“ FIMLEIKAR 0G JEPPAFERÐIR Eiginkona Birgis er Birna Dís Benediktsdóttir, starfs- maður á endurskoðunar- skrifstofu. Þau eiga 11 ára son og Birgir á tvö uppkom- in fósturbörn. „Vinnan tekur mikið af tíma mínum og mér gefst ekki mikill frítími," segir Birgir aðspurður um lífið fyrir utan vinnuna. „Ég spila fótbolta með vinnufélögun- um einu sinni í viku, tvisvar í viku fer ég á æfingar hjá Old Boys flokki í fimleikadeild Ármanns, og svo fer ég á skíði í Bláfjöll. Á sumrin hef ég gaman af að ferðast um fjöll á jeppanum mínum og fer í Kerlingarfjöll á hverju sumri. Skíðaáhugann fékk ég heima á Siglufirði og þangað fer ég á hverju sumri en þar á ég foreldra og bræður. Ég kalla það stund- um að fara í pflagrímsferð til Mekka norðursins. Undan- farið hef ég farið á Síldaræv- intýrið um verslunarmanna- helgina og hefur það verið einstaklega ánægjulegt," segir Birgir að lokum. 70

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.