Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 66

Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 66
LIFSSTILL Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar, fyrirtækis sem rekur umfangsmikil viðskipti með GSM-síma. Kristján Gíslason, hjá Raáíómiðun: FELLUR UNDIR HEFÐBUNDNAR KURTEISISVENJUR □ yrst eftir að ég fékk GSM- súna slökkti ég ekki á honum fyrir fundi. En fljótlega sá ég að það voru mistök og nú slekk ég undantekningarlaust á símanum fyrir fundi. Óvænt hringing á fundum getur haft miklar truflun í för með sér og menn hljóta að fmna hve óvinsæl slík uppákoma er,“ segir Kristján Gísla- son, framkvæmdastjóri Radíómiðun- ar, fyrirtækis sem rekur umfangs- mikil viðskipti með GSM-síma. Kristján segir að GSM-símamir hafi óhemju truflandi áhrif gæti menn ekki að sér. Þannig geti ræðumaður á fundi alveg tapað athygli áheyrenda fari sími óvænt að hringja. Menn verði að læra að slökkva á símunum við ákveðnar kringumstæður. Þar eru veitingahús ekki undanskilin. „Umgengni við GSM-símann á hik- laust að falla undir hefbundnar kurt- eisisvenjur. Það er ekkert annað en dónaskapur að fara skyndilega að tala í síma þegar búið er að undirbúa og taka frá tíma til funda. Menn geta þá ekki verið uppteknir með öðrum aðila úti í bæ,“ segir Kristján. Hann bætir við að hann sjái ekki ástæðu til að setja ákveðnar reglur varðandi GSM- símana, menn hljóti að gera sér grein fyrir þessum óskrifuðu kurteisisregl- um. Hins vegar geti nýjabrumið blind- að menn um stund. Kristján segist hvorki hafa upplifað það hér á landi né erlendis að menn innleiði fundi með því að banna notkun GSM-síma. En hann hefur hins vegar rekist á algert bann við GSM-símum. „Sum veitingahús í Evrópu banna notkun símanna í sölum sínum. Þar þykir afskaplega dónalegt að taka upp síma við borðið. Þurfi menn nauðsyn- lega að tala í síma fara þeir afsíðis." Kristján bendir á að séu menn alveg ómissandi séu talhólfin kjörin lausn. Síðan geri ný tækni, sem Póstur og sími tekur í notkun um áramót, mönn- um kleift að vera alltaf í sambandi við umheiminn. Sú tækni nefnist SMS sem stendur fyrir Short Message Service eða Stuttskilaboðaþjónstu. Um er að ræða talhólf fyrir stutt skila- boð. Notandinn fær skilaboð í sím- tækið sitt sem segir honum hve mörg skilaboð séu í talhólfinu og getur hann þá hringt í það. 66
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.