Frjáls verslun - 01.09.1995, Side 66
LIFSSTILL
Kristján Gíslason, framkvæmdastjóri Radíómiðunar, fyrirtækis sem rekur
umfangsmikil viðskipti með GSM-síma.
Kristján Gíslason, hjá Raáíómiðun:
FELLUR UNDIR
HEFÐBUNDNAR
KURTEISISVENJUR
□ yrst eftir að ég fékk GSM-
súna slökkti ég ekki á honum
fyrir fundi. En fljótlega sá ég
að það voru mistök og nú slekk ég
undantekningarlaust á símanum fyrir
fundi. Óvænt hringing á fundum getur
haft miklar truflun í för með sér og
menn hljóta að fmna hve óvinsæl slík
uppákoma er,“ segir Kristján Gísla-
son, framkvæmdastjóri Radíómiðun-
ar, fyrirtækis sem rekur umfangs-
mikil viðskipti með GSM-síma.
Kristján segir að GSM-símamir
hafi óhemju truflandi áhrif gæti menn
ekki að sér. Þannig geti ræðumaður á
fundi alveg tapað athygli áheyrenda
fari sími óvænt að hringja. Menn
verði að læra að slökkva á símunum
við ákveðnar kringumstæður. Þar
eru veitingahús ekki undanskilin.
„Umgengni við GSM-símann á hik-
laust að falla undir hefbundnar kurt-
eisisvenjur. Það er ekkert annað en
dónaskapur að fara skyndilega að tala
í síma þegar búið er að undirbúa og
taka frá tíma til funda. Menn geta þá
ekki verið uppteknir með öðrum aðila
úti í bæ,“ segir Kristján. Hann bætir
við að hann sjái ekki ástæðu til að
setja ákveðnar reglur varðandi GSM-
símana, menn hljóti að gera sér grein
fyrir þessum óskrifuðu kurteisisregl-
um. Hins vegar geti nýjabrumið blind-
að menn um stund.
Kristján segist hvorki hafa upplifað
það hér á landi né erlendis að menn
innleiði fundi með því að banna notkun
GSM-síma. En hann hefur hins vegar
rekist á algert bann við GSM-símum.
„Sum veitingahús í Evrópu banna
notkun símanna í sölum sínum. Þar
þykir afskaplega dónalegt að taka upp
síma við borðið. Þurfi menn nauðsyn-
lega að tala í síma fara þeir afsíðis."
Kristján bendir á að séu menn alveg
ómissandi séu talhólfin kjörin lausn.
Síðan geri ný tækni, sem Póstur og
sími tekur í notkun um áramót, mönn-
um kleift að vera alltaf í sambandi við
umheiminn. Sú tækni nefnist SMS
sem stendur fyrir Short Message
Service eða Stuttskilaboðaþjónstu.
Um er að ræða talhólf fyrir stutt skila-
boð. Notandinn fær skilaboð í sím-
tækið sitt sem segir honum hve mörg
skilaboð séu í talhólfinu og getur hann
þá hringt í það.
66