Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 21

Frjáls verslun - 01.09.1995, Blaðsíða 21
„NEI, ÞVÍ MIÐUR“ Harðfylgi þeirra frænda er löngu þekkt og um það eru til margar sögur. Þegar fréttamaður Sjónvarps spurði hvort þeir slægjust aldrei þá svaraði Kristján Vilhelmsson að bragði: „Nei, þvímiður.“ kæmu heim, að minnsta kosti ekki Finnbogi, sem fór fyrir þessu máli fyrir Samherja, enda kom það í hans Úut að stýra DFFU eftir að kaupin voru gerð. EN ÞÁ BIRTIST KJELL Þegar október gekk í garð í Cux- haven og laufin lituðu gangstéttir og garða töldu þeir bræður og frændur að málið væri í höfn en þá birtist Kjell. Kjell Inge Rokke er 36 ára norsk þjóðsagnapersóna í heimi alþjóðaút- gerðar. Hann og samsteypa hans, Resource Group International, eiga 21 risastóran verksmiðjutogara og út- hafsveiðiskip og samsteypan veltir 45 milljörðum íslenskra króna á hverju ári. Alls veiða skip RGI um 800 þús- und tonn árlega um þessar mundir en umsvifin eru í örum vexti. Kjell Inge Rpkke hafði nokkur tromp uppi í erminni sem einkum voru, að sögn, 7-8 milljarðar sem hann vildi gjaman fjárfesta fyrir, t.d. í Deutsche Fischfang Union. Að baki hans grillir í óhemju fjársterka hlut- hafa í Bandaríkjunum, sem gjarnan vildu komast í frekari matvælafram- leiðslu, og að auki studdu heimamenn Rpkke við bakið á honum því norski sjóðurinn SND (Statens Nærings Fond) var tilbúinn til þess að styrkja hann með 50 milljónum norskra króna sem er ígildi um 500 milljóna ís- lenskra, gagngert til þess að leggja í DFFU púkkið. SND er nokkurs kon- ar norskt ígildi Byggðastofnunar og hefur dælt peningum í norska útgerð og fiskvinnslu undanfarin ár. Kjell Inge birtist skyndilega í Cuxhaven og sat fundi með öllum helstu málsaðilum nema auðvitað Samheijamönnum. Hann var tilbúinn til þess að ganga að öllum þeim skil- yrðum sem íslendingarnir voru búnir að semja um og gera enn betur. Hann dinglaði framan í Þjóðverjana gulrót- um á borð við hugsanlega skipasmíð- ar í Cuxhaven, meiri peningum en íslendingarnir buðu og sitthverju fleiru. NÚVAR ÚRVÖNDUAÐRÁÐA Samheijamönnum var að sjálf- sögðu ljóst að talið í krónum og aurum var hér við ofurefli að etja. Það var vitað að fleiri aðilar en Rokke fylgdust grannt með samningaviðræðunum og biðu kurteislega eftir að röðin kæmi að þeim ef ekki gengi saman með DFFU og Samheija. EKKERT UPPB0Ð TAKK Sagt er að fyrstu viðbrögð Sam- herjamanna hafi verið að ákveða stríðstaktíkina sem fólst fyrst og fremst í því að gera samningsaðilum það ljóst að þótt annar aðili væri kom- inn í spilið myndu þeir ekki hvika frá þeim hugmyndum sem unnið hafði verið eftir allan tímann. Þeir myndu ekki taka í mál að láta þessar viðræð- ur snúast upp í keppni á uppboðs- markaði þar sem menn rembdust við að yfirbjóða hver annan. Slíkt yrði engum til góðs til lengri tíma litið, hvorki kaupendum né seljendum. ALGJÖR ÞRILLER Barátta Samheijamanna snerist því fyrst og fremst um það að sann- færa viðsemjendur sína um að þeir væru verðir þess trausts sem þegar var búið að byggja upp. Það var því í rauninni fyrst og fremst sálfræði- ÞANNIG YIRKAR TÖLVAN Þantiig virkar tölvan er skemmtileg leið til að kynnast tölvunni og framar öllum í sinni röð. Alfred Poor, PC Magazine Sláandi. ..fræðandi.. .auðskilin. L.R. Shannon, The New York Times Hnökralaus samsetning texta og mynda gera flókna eðlisfræði einkatölvunnar eins sjálfsagða og þyngdarlögmálið. Bók og geisladiskurí 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.