Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1995, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.09.1995, Qupperneq 30
MARKAÐSMAL ÚR ÞREMUR AUGLÝSINGUM FYRIR PROCTER & GAMBLE Úr þremur sjónvarpsauglýsingum um hreinsilögin Mr. Proper sem Saga Film framleiddi fyrir þýsku aug- lýsingastofuna Grey Diisseldorf sem vinnur fyrir Procter & Gamble í Þýskalandi. Leikarar í auglýsingun- um eru íslenskir. Þarna var Saga Film ekki lengur undirverktaki útlendinga, heldur aðalverktaki. nefndi ég þá og þar á meðal þann leikstjóra sem ég vissi að væri á óska- listanum ytra. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og ég var samstundis boð- aður á fund í Þýskalandi, fund sem haldinn var daginn eftir. Ég svaraði vitaskuld játandi, pakkaði niður og flaug til Þýskalands. Þessi ferð gerði það að verkum að stofan fékk áhuga á Saga Film og endaði að lokum með því að við vorum beðnir um að framleiða 3 sjónvarpsauglýsingar um hreinsi- lögin Mr. Proper. ÞÝSKT SJÓNVARPSEFNI FRAMLEITT Á ÍSLANDI Þetta verkefni gekk vel, að sögn Péturs, og eins víst að framhald verði á vinnu fyrir þessa auglýsingastofu og jafnvel fleiri, því orðspor Saga Film hefur borist hratt út og fleiri þýskar auglýsingastofur hafa óskað eftir til- boðum í auglýsingagerð frá Saga Film. Engu að síður segir Pétur að fyrirtækið sé varla komið á byrjunar- reitinn hvað varðar markaðssetningu ytra. „Það er ljóst að mikil og kostn- aðarsöm vinna er framundan hjá okk- ur. Þessi viðbrögð segja okkur ekk- ert annað en að við séum í umræðunni og framtíðin ein getur skorið úr um hvert framhaldið verður.“ Ef ef rétt er haldið á spöðunum getur opnast stór markaður fyrir þetta litla íslenska fyrirtæki og þegar er farið að vinna að markaðssetningu Saga Film í Þýskalandi. „Við höfum falið þýsku kynningarfyrirtæki að sjá um okkar mál ytra og þeir aðilar vinna fagmannlega úr málunum. Þeir leggja ofurkapp á að kynna okkur og nýta sér vel það orð sem þegar fer af fyrir- tækinu. Vinnubrögð þessa fyrirtækis eru nokkuð önnur en við eigum að venjast. Þeir vilja ljúka markaðssetn- ingunni á okkur og skapa eftirspurn áður en við förum að vinna verulega úr þeim eftirspurnum sem berast, því þeirra áhersla er á gæði okkar og eí áætlun þeirra gengur upp eigum við í framtíðinni að velja milli verkefna frekar en grípa fegins hendi allt sem býðst.“ En Saga Film herjar á fleiri víg- stöðvar í Þýskalandi. Pétur segir að nú þegar sé búið að gera samstarfs- samning við stórt, þýskt fyrirtæki sem framleiðir dagskrárefni fyrir þýskar sjónvarpsstöðvar, sjónvarps- myndir og kvikmyndir. Hluthafi í því fyrirtæki en NDF, stærsti einstaki framleiðandi sjónvarpsefnis í Þýska- landi. „Markmiðið með þeim samn- ingi er að fá hingað til lands fram- leiðslu á sjónvarpsauglýsingum fyrir Þýskalandsmarkað. Ef það tekst og rétt er á spilunum haldið, ætti fram- tíðin að vera nokkuð björt fyrir Saga Film. Við verðum að hafa það hugfast að ekkert er gefið í þessum heimi og enn getur brugðið til beggja vona í þessum efnum, en við reynum!“ 30
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.