Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 5
EFNISYFIRLIT
HBMBBBBHHHHHHHHHBHHHi
5
6 Leiðari.
g Fréttir: Nýju viðskipta- og hagfræð-
ingatali tekið opnum örmum.
8 Fréttir: Nýr blaðamaður ráðinn á
Frjálsa verslun.
20 Forsíðuefni: Stríð Arna Samúels-
sonar í Sambíóunum og Jóns Olafs-
sonar í Skífunni. Veldi þeirra skar-
ast ótrúlega víða á afþreyingarmark-
aðnum og þeir eru duglegir að gera
atlögu að hvor öðrum.
28 Fatasala: Rætt við tvo unga herra
sem keyptu Herragarðinn af Garð-
ari Siggeirssyni. Þeir félagar blása
nú til sóknar!
33 Viðtal: Hvað ætlar Garðar Siggeirs-
son að gera nú þegar hann hefur
selt verslun sína - aðeins 54 ára?
„Mér gæti dottið í hug að fara í
skóla,” segir hann.
36 Ijfeyrismál: Hann sigraði kerfið!
Helgi G. Þórðarson verkfræðingur
hefur brotið ísinn íýrir þúsundir ein-
yrkja. Hann sigraði ríkið í Hæsta-
rétti - og geri aðrir betur!
40 Lifeyrismál: Níu heilræði til ein-
yrkja!
42 Kynning: Flughótel í Keflavík.
44 Kynning: Símabanki Landsbankans.
46 Nærmynd: Stórskemmtileg nær-
mynd af Sigfúsi Sigfússyni, forstjóra
Heklu. Sigfús er af sumum nefndur
brosmildi bílakóngurinn. En nánir
vinir hans segja að á bak við brosið
leynist afar metnaðargjarn og skap-
mikill stjórnandi.
52 Herferðin: Auglýsingarnar á Egils
Kristal hafa vakið athygli. Hvernig
er eiginlega að selja vatn á Islandi?
56 Hvalveiðar: Afar fróðleg grein eftir
Kristínu Olafsdóttur, nýútskrifaðan
stjórnmálafræðing, um umhverfis-
mál og umhverfissamtök. Er það
meira sem sameinar Islendinga og
Greenpeace en það sem sundrar
þeim?
62 Kynning: Hubúnaðarfyrirtækið
TOK
64 Fjármál: Stofnað hefur verið fyrir-
tæki utan um Islandsmeistarann í
golfi og hrint af stað hlutafjárútboði.
68 Markaðsmál: Stöðugt fleiri nota
einkabílnúmer til að auglýsa nöfn
fyrirtækja eða vara.
70 Markaðsmál: Uttekt á matvöru-
markaðnum á höfuðborgarsvæðinu.
Sagt frá markaðshlutdeild stóru
verslanakeðjanna.
73 Kynning: Peningamarkaðsreikn-
ingur sparisjóðanna.
76 Fasteignir: Aætlað er að fasteignir
fýrir um 1 milljarð hafi skipt um eig-
endur við Laugaveginn á síðasta ári.
80 Fólk.
ENGIN MISKUNN!
Árni Samúelsson í Sambíóunum og Jón Ólafsson í Skífunni eru
kóngarnir á afþreyingarmarkaðnum. Þeir elda saman grátt silfur og
sýna hvor öðrum enga miskunn þegar þeir gera atlögu að ríki hvors
annars. Arni er ótvirætt bíókóngurinn en Jón tónlistar- og sjón-
varpskóngurinn. Veldi þeirra skarast víða. Jón hefur gert harða at-
lögu að bíómyndamarkaði Arna með nokkrum árangri. Og Arni hef-
ur svarað hressilega fyrir sig og gert harða hríð að tónlistarmarkaði
Jóns ineð opnun Virgin Megastore verslunarinnar í Kringlunni.
Onnur slík verslun verður opnuð á næstunni við Laugaveginn. Þetta
eru harðir jaxlar sem setja svip sinn á viðskiptalífið.
Sjá forsíðuefni bls. 20 til 27.
ISLENSK
STJORNVOLDI
GREENPEACE?
Afar fróðleg og skemmtileg grein
eftir Kristínu Ólafsdóttur, nýiit-
skrifaðan stjórnmálafra'ðing, um
hvalveiðar og umhverfismál.
Kristín spyr einfaldlega hvort Is-
lendingar og umhverfissamtök,
eins og Greenpeace, eigi ekki
meira sameiginlegt en það sem
sundrar þeim? Ennfremur rekur
hún sögu Greenpeace í stuttu yf-
irliti. -*■