Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 48

Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 48
----------« „X einhver táknrænasti bill i Segja má að gamla goða „bjalla efurveriðíeigufjölskyld- söguHeklu. Ekki sistþessi, R-24, FV.myndir: Geir Ólafsson. unnar í áratugi. Húsnæði Heklu við Laugaveginn Þykir einkar glæsilegt - jafnvel einurn of. Glæsilegur skúlptúrinn blasir við þegar inn er komið. 1989 var Davíð Oddsson kosinn vara- formaður Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt lögmálum stjörnu- spekinnar er Sigfús fæddur í merki Vogarinnar. Vogarfólk er sagt glað- lynt og jafnlynt, unnendur fagurra lista og rómantískt. Vogarfólk vill hafa frið og jafnvægi yfir hlutunum og býður af sér góðan þokka. Sé gengið um Heklu með þetta í huga sést greinilega að þar stjómar fagurkeri. Smekkvísi, snyrtimennska og ögun einkenna fyrirtækið sem hefur fengið umhverfisverðlaun Iðnlánasjóðs. Heklusystkinin rekja ættir sínar annars vegar norður í Húnaþing en hins vegar austur í Berufjörð. Faðir þeirra, og stofnandi Heklu, var Sigfús Berg- mann Bjamason. Hann fæddist 1913 í Núpsdals- tungu í Miðfirði í Húnaþingi, sonur Bjama Bjömssonar og Margrétar Sigfúsdóttur, sem bjuggu víða á þess- um slóðum, m.a. á Svertingsstöðum. Þetta var ein grein þess sem kallað er Bergmannsætt í Húnaþingi en um hana segir Páll Kolka í bók sinni Föð- urtún að margir af þeirri ætt hafi verið marglyndari en títt er í Húnaþingi, miklir búmenn og kvenskörungar. Sigfús hleypti heimdraganum bráð- ungur, yfirgaf sveitina og haslaði sér völl í verslun og viðskiptum. Hann lést, langt um aldur fram, árið 1967. Segja má að Heklusystkinin haldi vissum tengslum við heimaslóðir föð- ur sfns, en Þingeyrar, eitt helsta höf- uðból og hlunnindajörð sýslunnar, að fomu og nýju, er nú í eigu Ingimundar Sigfússonar. Sigfús eignaðist jörðina fyrir hálfri öld og nú er hún einkaeign Ingimundar, en Ingimundur á jafn- framt Sigríðarstaði. Eiginkona Sigfúsar eldri og bak- hjarl var Rannveig Ingimundardóttir, fædd 1912 á Karlsstöðum í Berufirði, dáin í Reykjavík 1986. Foreldrar Rannveigar vom Ingimundur Sveins- son úr Mýrdal og Anna María Lúð- víksdóttir sem fædd var í Hammers- minni á Djúpavogi. Þessi ættkvísl hefur breiðst víða um land og er merkileg og sérstæð. Langafi Önnu Maríu og langalangalangafi Sigfúsar var nefnilega Hans Jónatan verslunar- stjóri hjá 0mm og Wulff á Djúpavogi 1818-1827. Hans þessi var þeldökkur, sonur Simmelmanns, landsstjóra á Þrælaeyjum í Karíbahafinu, og svartrar ambáttar hans ónefndrar. Hann átti að minnsta kosti tvö böm á íslandi sem frá er kominn mikill ætt- bogi. Kynblendingar eru fátíðir í ætt- um íslendinga og sú saga var mjög þrálát að Davíð Oddsson forsætisráð- herra væri meðal afkomenda hans, en það er rangt. Sigfús Ragnar, „bflakóngurinn brosmildi“, ólst upp á Víðimel 66 í Reykjavík þar sem foreldrar hans reistu sér heimili. Hann er kvæntur Guðrúnu Norberg sem er leikskóla- kennari að mennt. Guðrún fæddist 14. aprfl 1942 á ísafirði og er dóttir Aðalsteins Norberg verkfræðings og Ásu Margrétar Bemdsen frá Skaga- strönd. Sigfús og Guðrún hófu bú- skap saman á Seltjamamesi en fluttu fljótlega á Ægisíðu 76 og þar fæddust fyrstu bömin. Árið 1974 fluttu þau í stórt og glæsilegt hús á Starhaga 6 þar sem þau hafa lengst af búið. Ná- granni þeirra á aðra hönd hefur verið Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, en hinum megin kollegi Sigfúsar, Guðmundur Gíslason í B&L. Nú hefur húsið á Starhaganum verið selt Pétri Bjömssyni viðskipta- jöfri sem oft er kenndur við Hull. Sig- fús og Guðrún hafa aftur flutt út á Nes, nú á Miðbraut 31 í göngufæri við elsta soninn. Sigfús og Guðrún eiga sex böm saman. Þau em Sigfús Bjami, mark- aðs- og sölustjóri hjá íslandsflugi, f. 1968, Margrét Ása f. 1971, Rannveig f. 1975, Guðrún Helga f. 1980, Ingi- mundur Sverrir f. 1981 og Stefán Þór f. 1984. Auk þess ólu þau upp son CLAPTON í BÍLNUM Tónlist skipar talsverðan sess í lífi Sigfúsar og þeir eru ófáir sem hafa notið þess að hlusta á t.d. Supertramp eða Clapton í bílnum hjá forstjóranum. 48

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.