Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 44

Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 44
Sigurður Þorvaldsson ræðir við einn af viðskiptavinum Símabankans. Hann gæti verið að óska eftir rcikninýsyfirliti, stöðu á greiðslukorti eða ávísanareikningi eða biðja Sigurð um að sjá um greiðslur fyrir sig. Símabankinn býður þægindi ímabanki Landsbanka íslands er sniðinn að er- lendri fyrirmynd, að sögn Ástu Malmquist, for- stöðumanns hans. „Símabankar eru mjög vinsælir, bæði í Bretlandi og á Norðurlöndunum, og þá sérstaklega hjá ungu, menntuðu fólki, sem hefur mikið að gera og er upptekið. Erlendar kannanir sýna að það eru frekar karlar en konur í góðum stöðum og með háar tekjur sem nota símabankana. Hér á landi virðist Símabankinn ætla að ná til miklu stærri hóps, bæði ungs fólks og þeirra sem eldri eru, og þá ef til vill ekki síst vegna þess að hann býður ekki aðeins fullkomna þjónustu heldur líka hærri vexti en almennt gerist á ávísanareikningum.” Símabankinn er ætlaður einstaklingum en ekki fýrirtækjum. I honum getur fólk átt öll sín viðskipti: Borgað reikninga, tekið lán, fengið ráðgjöf, útgjaldadreifíngu, reglubund- inn sparnað, greiðslukort, debetkort, ávís- anahefti og hvaðeina sem bankar bjóða al- mennt upp á - allt í gegnum síma, bréfasíma, tölvupóst eða með því að ræða við starfs- mennina á Internetinu. „Allt stefnir í að sjón- varp, tölva, sími og bréfasími fari í eitt tæki og áður en langt um líður sitji fólk fyrir fram- an sjónvarpið og fletti upp á stöðu banka- reikninga sinna,” segir Ásta. MEIRI ÞJONUSTA - LENGRI OPNUNARTÍMI Símabankinn veitir meiri þjónustu en aðrir bankar þar sem hann er opinn frá klukkan 08:00 á morgnana til klukk- an 19:00 á kvöldin. Þar starfa, auk Ástu, þrír þrautreyndir bankamenn sem sinna viðskiptvinum. Fólk hringir í bank- ann eða hefur samband með öðrum hætti og reynslan sýn- ir að viðskiptavinurinn tengist einum starfsmanni fremur en öðrum og fær á þann hátt mjög persónulega þjónustu. Til þess að styrkja enn betur þetta samband eru myndir af starfsmönnum á nafnspjöldum þeirra, sem send eru viðskiptavinum bankans. Með tilkomu þessa nýja bankaforms njóta menn allrar þjónustu hefðbundins banka en losna við biðraðir, akstur eða hlaup sem tengjast því að fara í banka en geta síðan haft samband við bankann hvaðan sem er - hér- lendis eða erlendis. Með einu símtali er hægt að fá lán, yfirdráttarheimild, stöðu og yfirlit ávísanareikninga eða greiðslukorta, biðja um millifærslur eða láta greiða fyrir sig Ásta Malmquist, forstöðumaður Símabankans. 44
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.