Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 50
rómuð. Þangað sækir Sig-
fús mjög mikið og vaxandi í
seinni tíð. Hann hefur lagt
gríðarlega vinnu í að gera
þennan stað að miklum
sælureit. Áhugi hans á
skógrækt hefur vaxið með
árunum og sér þess mikinn
stað í nágrenni bústaðarins.
Fjölskyldan dvelur langtím-
um saman að Snæfoksstöð-
um á sumrin og þaðan sækir
Sigfús vinnu.
Skemmtileg mynd af Sigfúsi að handleika stýribún-
aðinn á gamalli Caterpillar vél í sýningarsal fyrir-
tækisins. FV-mynd: Geir Ólafsson.
Það er sagt um Sigfús að áhugamál
hans utan vinnunnar sé fjölskyldan og
áhugamálið utan fjölskyldunnar sé
vinnan. Hannfer ekkiílaxveiði, spilar
ekki golf, leggur ekki stund á brids og
er þannig dáh'tið óhefðbundinn for-
stjóri að mörgu leyti. Hann stundar
ekki reglulega líkamsrækt en hefur
gert nokkrar atrennur í þeim efnum.
Segja má að hann þyki meiri sprett-
hlaupari en langhlaupari hvað líkams-
ræktina varðar en þrátt fyrir það seg-
ir þjálfari Sigfúsar að hann sé með
ótrúlega mikið úthald og í góðu formi.
Sigfús reykir ekki en finnst gaman að
lyfta glasi með félögum sínum og þyk-
ir hann veitull. Tónlist skipar tals-
verðan sess í lífi Sigfúsar og þeir eru
ófáir sem hafa notið þess að hlusta á
t.d. Supertramp eða Clapton í bílnum
hjá forstjóranum.
SAFNAR FORNBÍLUM
Enn er ótalið eitt áhugamál Sigfús-
ar sem fellur vel að ímynd hans sem
bílainnflytjanda. Eins og kannski má
búast við af manni í hans starfsgrein
er hann með mikla bíladellu og fylgist
vel með því nýjasta í þeim efiium.
Hann hefur einnig gaman af að eiga
gamla og faOega bfla. Þá hefur hann
keypt í Bandaríkjunum, flutt þá hing-
að heim, gert þá upp og segja þeir
sem til þekkja að bílarnir séu í óað-
finnanlegu ástandi. Sigfús á þijá til
fjóra fombfla, einn Oldsmobfle 1955,
en sá tengist æskuminningum því fað-
ir Sigfúsar átti bfl af þeirri árgerð.
Hann á einnig CadiOac 1964 og Buick
Riviera 1967, en þessir bflar em frá
þeim tíma er Sigfús var við nám í
Bandaríkjunum. Bflaáhuganum deifir
Sigfús meðal annars með góðvini sín-
um, Gísla Guðmundssyni íB&L. Þeir
grúska í þessu saman og fara svo í
sunnudagsbfltúrinn á glansandi fínum
fombflum. Fjölskylda Sigfúsar, vinir
hans og starfsfólk Heklu, notar svo
þessa eðalvagna við hátíðleg tæki-
færi.
SKAPMIKILL OG HARÐSNUINNI
VIÐSKIPTUM
Margir segja að erfitt sé að kynnast
Sigfúsi náið. Menn segja að sá glað-
beitti skrápur, sem hann snýr að
flestum ef ekki öflum, sé ekki hinn
raunverulegi Sigfús. Þættir í skap-
gerð þess Sigfúsar, sem ekki aflir fá
að sjá, em helstir gríðarleg metnað-
argimi og rík löngun til að stjóma; að
hafa yfirsýn yfir sitt starfsumhverfi og
fullkomna stjóm á því jafnvel í
smæstu atriðum ef á þarf að halda.
Stjómunarstfll Sigfúsar ber, samt
sem áður, merki þess að hann ber
mikið traust til sinna starfsmanna.
Hans nánustu samstarfsmenn hafa í
raun mjög fijálsar hendur en Sigfús
vill vera upplýstur um gang einstakra
mála innan fyrirtækisins. Starfsfólk
hans og viðskiptavinir eiga mjög
greiðan aðgang að Sigfúsi, hvort sem
er að hitta hann á skrifstofunni eða
með því að hringja. Segja má að þama
sé annað einkenni á stjómandanum
Sigfúsi; hann vill vera í góðu sambandi
við sitt fólk og gildir þá einu hvort um
er að ræða starfsmenn eða viðskipta-
vini. Það er ljóst að persónueinkenni
og stjómunarstfll Sigfúsar komu vel í
Ijós og nýttust vel þegar þau Heklu-
systkinin tókust á um yfirráð í fyrir-
tækinu. Þó að yngri systkinin þrjú
hefðu ámm saman notið leiðsagnar
Ingimundar, og að samstarf þeirra
hafi verið gott, voru þeir Ingimundur
og Sigfús fremiu ólíkir. Samstarf
þeima Sverris og Sigfúsar hefur alltaf
verið mjög gott, enda eiga
þeir betur skap saman.
SIGFÚS KOM Á ÓVART
Það er óhætt að segja að
staða Sigfúsar hefur breyst
mjög mikið á síðustu ámm.
Ámm saman var hann sá af
Heklubræðmm sem var oft
áberandi í samkvæmislífinu,
sló stundum um sig og var
að sumra áliti svarti sauður-
inn í hópnum. Þegar tekist
var á um yfirráðin í fyrirtækinu sótti
Sigfús það mjög fast að ná taki á
stjómartaumunum og hafði sigur.
Sigfús kom þannig mörgum á óvart.
Þeir, sem þekkja Sigfús mjög vel,
segja að hann sé í raun mjög skapmik-
ill undir niðri en að hann hafi mjög gott
taumhald á skapinu. Hann geti orðið
mjög reiður ef honum finnist fram hjá
sér gengið og eins ef menn standi
uppi í hárinu á honum að óþörfu.
Sennilega er þó ekkert sem reitir
hann eins til reiði og það ef menn
standa ekki við sitt eða em óheiðar-
legir. Við þannig kringumstæður læt-
ur hann oft vaða og segir mönnum til
syndanna.
Sigfús hleypir fáum mjög nálægt
sér en á nokkra nána vini. Það em
einkum Jón Birgir Jónsson og Birgir
Rafnjónsson, svilarhans, ogSverrir,
bróðir hans, sem eiga trúnað hans.
Gísli Guðmundsson, forstjóri B&L,
er einnig vinur og félagi Sigfúsar. Þeir
Gísli og Sigfús skemmta sér oft sam-
an og fer einkar vel á með þeim þó að
þeir séu keppinautar í viðskiptum. Til
þessa vinahóps telst einnig Júfíus Víf-
ill Ingvarsson, forstjóri Bflheima og
Ingvars Helgasonar hf. Hann og Sig-
fús unnu náið saman á vettvangi Bfl-
greinasambandsins þar sem Sigfús
var formaður 1991 til 1994 og urðu
þeir miklir vinir. Enn er ótafínn góður
nágranni Sigfúsar úr Grímsnesinu en
það er Páll Jónsson tannlæknir á Sel-
fossi. Á milli þeirra er afskaplega gott
og traust samband og báðir láta sér
mjög annt um „heimili“ sín í Gríms-
nesinu.
Þannig sýnir nærmyndin af Sigfúsi í
Heklu okkur fífsglaðan framkvæmda-
mann og grallara, samviskusaman
fjölskyldumann og eitilharðan við-
skiptajaxl.
50