Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 6

Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 6
 RITSTJORNARGREIN AÐEINS HÁLF SAGAN SÖGÐ! Forráðamenn Landsbanka fslands hafa varið kaup bankans á helmingnum í Vátryggingafélagi íslands, VÍS, með þeim rökum að bankinn sé orðinn verðmeiri og að auðveldara verði að selja hann til einkaaðila á næstu árum. Með öðrum orðum; að ríkið muni fá stórum meira í sinn hlut þegar upp verði staðið. Hér er ekki nema hálf sagan sögð. Eftir stendur sú spuming hverjum eigi að selja bankann á næstu ámm — hvaða fjár- festar vilji kaupa bankann á uppsprengdu verði vegna kaupanna á VÍS? Reynslan £if einkavæðingu ríkisfyrir- tækja á fslandi er ekki með þeim hætti að fjárfestar bíði í löngum röðum eftir að fá að kaupa. Frekar em dæmi um hið gagn- stæða, að ríkið hafi orðið að aðstoða kaup- endur. Þegar Lyfjaverslun ríkisins var til dæmis einkavædd var kaupendum boðið vaxtalaust lán af hálfu ríkisins, þeir fengu skattaafslátt af kaupunum líkt og aðrir, auk þess sem sölugengi bréfanna var fremur lágt. Þegar öllu er á botninn hvolft má spyrja sig hver hafi borgað hverjum í einkavæðingu Lyfjaverslun- arinnar?!! Það er ekki að ástæðulausu sem núverandi ríkis- stjóm hefur sett einkavæðingu sem markmið. Þar er fylgt þeirri meginstefnu að það sé ekki hlutverk ríkisins að vera í atvinnustarfsemi heldur einstaklinga og félaga — og að meginhlutverk ríkisins sé að setja lög og reglur, skapa réttu umgjörðina í efnahagslífinu. Rökin gegn atvinnurekstri ríkisins em þau að rekstur ríkisfyrir- tækja þyki óhagkvæmari en einkafyrirtækja og hætta sé á að flokkspólitískir hagsmunir ráði frekar ríkjum. Jafnframt þykir óréttlátt að ríkið keppi við einkafyrir- tæki á frjálsum markaði — hvað þá að bankar keppi við viðskiptavini sína í gegnum dótturfyrirtæki sín. Með kaupum Landsbankans á helmingnum í Vátrygg- ingafélagi íslands, VÍS, er ríkið að seilast lengra inn á fjármálamarkaðinn en áður! Það er óvéfengt!! Það er þvert á stefnu ríkisstjórnarinnar - hvort sem kaupin em einhvers konar biðleikur, leikinn til að gera bank- ann auðveldari í sölu síðar!! Spyrja má sig hvort ekki hefði verið betra að selja bankann strax og láta nýja eigendur hans sjá um að gera hann verðmeiri! Það má líka spyrja sig að því hvort áratuga löng reynsla af pólitískt skipuðum bankastjór- um og bankaráðsmönnum ríkisbankanna — sem em augljóslega tengdir hagsmun- um flokkanna — sé svo góð að þeir séu líklegri til afreka en áhugasamir fjárfest- ar í viðskiptalífinu. Hvað þá að þeir rífi upp rekstur á banka í þeim eina tilgangi að hann verði auðseljanlegri og þeir missi vinnuna!! Vel kann að vera að erlendir fjárfestar horfi frekar með glampa í augum á Lands- bankann eftir að hann hefur seilst inn á tryggingamarkaðinn í gegnum VÍS — og að þeir vilji frekar kaupa hlut í banka sem sé með öll spil á hendi í fjármálaþjónustu. En erlendir fjárfestar kaupa ekki á hvaða verði sem er. Og enn hafa erlendir fjárfestar ekki staðið í biðröðum eftir að fjárfesta hér á iandi, meðal annars vegna skattalegrar óhagkvæmni. Raunar hefur orðið að tæla þá flesta hingað til lands með gylliboðum - afsláttartilboðum. Varla verða þeir fyrirferðarmiklir kaupendur hlutabréfa á uppsprengdu verði. Raunvemleg verðmæti Landsbanka íslands verða aldrei ljós fyrr en að sölu hans lokinni — þegar verðmæt- in verða leyst úr læðingi. Til þess þarf kaupendur á markaði. Þangað til verða sögur bankaráðsmanna af stórkostlegri verðmætaaukningu aðeins reiknings- kúnstir. Þangað til hefur aðeins hálf sagan verið sögð!! Jón G. Hauksson ISSN 1017-3544 Stofnuð 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumái — 58. árgangur RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Jón G.Hauksson — AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir — LJÓSMYNDARI: Geir Ólafsson - ÚTGEFANDI: Talnakönnun hf. - SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Borgartún 23, 105 Reykjavík, súni 561-7575, fax 561-8646 - RITSTJÓRN: Sími 561-7575. - AUGLÝSINGAR: Súni 561-7575 - ÁSKRIFTARVERÐ: 2.895 kr. fyrir 1.-5. tbl. -10% lægra áskriftarverð ef greitt er með kreditkorti. LAUSASÖLUVERÐ: 699 kr. DREIFING í bókaverslanir og sölutuma á Stór-Reykjavíkursvæðinu annast fyrirtækið Sala og dreifing, súni GSM 89-23334. SETNING, GRAFÍK, TÖLVUUMBROT, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentsmiðjan Grafík hf. - LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. — ÖU réttindi áskilin varðandi efni og myndir. 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.