Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 34

Frjáls verslun - 01.02.1997, Side 34
VIÐTAL Herragarðurinn hefur verið frá fyrsta degi og gengið vel. Garðar segist hafa séð fram á að fyrirtækið myndi dafna og vaxa með þeim ungu mönnum sem kaupa af honum og því fundist tilvalið að selja. Annan þeirra, Sigurjón Þór, þekkti hann vel eftir að Sigurjón hafði unnið í Herragarðinum um tíma. „Ég kenndi honum allt sem hann kann,“ segir Garðar. FERÐAGARPUR Á FJÖLLUM í 30 ÁR Garðar er maður margra áhuga- mála sem hann hefur gefið sér mis- jafnlega mikinn tíma til að sinna með- fram vinnu sinni. Hann hefur mjög gaman af því að ferðast að hefur gert meira af því en margur annar og með öðrum hætti. ef ég væri 25 árum yngri þá væri ég sjálfsagt með þeim í leiðangrinum á Everest." Garðar hefur ferðast mikið á hest- um um ísland og riðið með góðum hópi ferðafélaga um Lönguijörur, yfir Kjöl, um Mývatnsöræfi og víðar. Þetta eru ferðir sem reyna mikið á þrek og þol og taka 10-12 daga. En á hann hesta? „Nei, það er varla hægt að segja það. Ég hef verið svo önnum kafinn að Einar Bollason, vinur minn, hefur séð um að útvega mér hross í þessar ferðir. Ég á einn hest en hann er hjá Einari, samkvæmt umtali og hann hirðir um hann. Þetta er ágætt fyrir- komulag. Svona hestaferðir eru dá- samlegur ferðamáti sem við hjónin höfum bæði notið.“ „Þeim finnst þetta töff. Margir segja að þeir dáist að þessari ákvörð- un, að ég skyldi þora að selja og þetta er hlutur sem marga á mínum aldri langar til að gera. Að ná að njóta lífs- ins meðan þú ert enn í fullu fjöri. “ Fjalla- og ferðamaðurinn Garðar heldur sér í formi með því að synda á hverjum degi en auk þess tekur hann skorpur í leikfimi og líkamsrækt og æfir þá í Gym 80. „Það er nauðsynlegt að hreyfa sig reglulega og þegar ég var í vondu skapi þá sögðu strákamir í búðinni mér stundum að nú skyldi ég drífa mig í leikfimi svo ég kæmist í gott skap. Ég kom alltaf brosandi til baka.“ KAFLASKIPTI í LÍFINU En hvenær var nú besti tíminn á EKKI AFTUR ÚT í REKSTUR „Ég ætla sannarlega ekki að fara út í rekstur af neinu tagi. Þeim kafla í lífi mínu er lokið. Ég hef verið beðinn um ráðgjöf um ýmislegt sem varðar verslunarrekstur og sitthvað fleira og býst við að sinna því eitthvað. Mér gæti líka dottið í hug að fara í skóla.“ Garðar er vanur og harðsnúinn fjallamaður sem hefur ferðast um há- lendi íslands í meira en 30 ár, bæði sumar og vetur, og starfaði á sínum yngri ámm mikið innan Flugbjörgun- arsveitarinnar. Hann hefur klifið fjöll, skíðað jökla og verið skálavörður á Hrafntinnuskeri. í júlí í sumar verða 30 ár síðan hann gekk, hann ásamt sex félögum sínum úr sveitinni, yfir endilangan Vatnajökul á skíðum. „A þessum ámm voru slíkar ferðir óþekktar, þetta var sú fyrsta á þess- ari öld og margir töldu þetta mikið flan. En við leystum verkefnið og komum allir heim aftur.“ FÆRIÁ EVEREST EF ÉG VÆRIYNGRI Garðar er síður en svo hættur að ganga á erfið fjöll því hann fór fyrir fáum árum til Nepal og Burma og tókst á við náttúruna í þeirri paradís íjallamanna sem þar er. Hann var í Nepal um svipað leyti og þremenning- amir, sem í vor ætla að verða fyrstir íslendinga til að klífa Everest, vom að fást við Cho Oyu og settu þar með hæðarmet íslenskra fjallgöngumanna. „Þetta eru menn að mínu skapi og Garðar segir alveg ömggt að hann muni ferðast meira á næstunni því hann eigi margar ferðir ófamar, bæði innanlands og utan. Hann hefur átt sumarbústað austur í Grímsnesi í 30 ár þar sem hann stundar skógrækt. „Þetta er mikill unaðsreitur og nú erum við farin að fella tré þar í skógar- lundinum." SJÁLFSTÆÐIR ATVINNUREKENDUR SPILA EKKIG0LF í því skyni að forvitnast um hefð- bundin áhugamál sem líklegt er að Garðar snúi sér að er freistandi að spyrja hann út í golf og laxveiðar? „Sjálfstæðir atvinnurekendur hafa ekki tíma til að spila golf. Svo einfalt er það og ég hef aldrei spilað golf. Hvað varðar laxveiðina þá fékk ég mig fullsaddan af þeim góða fiski þegar ég átti hlut í laxeldisstöð með Eyjólfi Konráð heitnum, vini mínum. Það var ágætt en mér er sama þó að ég sjái aldrei lax framar." Þannig er Garðar. Dálítið óútreikn- anlegur. Fæstir hefðu búist við að hann settist í helgan stein. Hvað finnst félögunum? þessum 25 ámm sem Garðar hefur stundað sjálfstæðan atvinnurekstur? „Það var alger sprenging í rekstr- inum síðustu tvö árin áður en við opn- uðum í Kringlunni og fyrstu þijú árin eftir að við fórum þangað. Mjög góð ár.“ Sú spuming, sem flestir hljóta að spyrja sig og spyrja reyndar Garðar þegar þeir hitta hann, er: Og hvað ætlar þú nú að fara að gera? 54 ár er ekki hefðbundinn eftirlaunaaldur og því eðlilegt að spyrja? „Síðan ég hætti hef ég fengið fjölda fyrirspurna og nokkuð tilboð um vinnu. Ég ætla sannarlega ekki að fara út í rekstur af neinu tagi. Þeim kafla í lífi mínu er lokið. Ég hef verið beðinn um ráðgjöf um ýmislegt sem varðar verslunarrekstur og sitthvað fleira og býst við að sinna því eitt- hvað. Mér gæti líka dottið í hug að fara í skóla. En það er svo margt sem ég á eftir að gera, margt sem mig langar til að gera. Bömin em flogin úr hreiðrinu og við hjónin nánast ein. Við sjáum fram á frjálsari tíma, getum verið meira saman og notið lífsins.“ 34

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.