Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 25
FORSÍÐUEFNI
SKIPTING KÖKUNNAR Á MYNDBANDAMARKAÐI
Á sölumarkaði myndbanda hefur Ámi á milli 80 til 90%
markaðshlutdeild. Hann hagnaðist til dæmis ótrúlega á
myndinni Lion King, Konungi ljónanna, sem seldist í 26
þúsund eintökum. Á þessum markaði selst bamaefni lang-
mest meðan myndir fyrir fullorðna hreyfast sáralítið. Eng-
inn skákar Disney á þessu sviði. Erfiðara er að átta sig á
nákvæmri skiptingu leigumarkaðarins - sem fer í gegnum
myndbandaleigumar. Þar ber mönnum ekki saman um
stærðina og skiptinguna. Hin sterku umboð Samfilm fyrir
Warner Bros og Buena, skila Sam-veldinu líklega forystu,
eða 30-35% hlut af markaðnum. Skífan er ömgglega með
yfir 30% eftir 20th Century Fox samninginn og Háskóla-
bíó, sem er með umboð fyrir CIC, er líklegast með um
20%. Fyrirtækin Bergvík og Myndform eru síðan með
afganginn, eða um 15% af markaðnum. Myndform er í eigu
sömu aðila og reka Laugarásbíó og þijár myndbandaleig-
Helga Hilmarsdóttir, 39 ára, eiginkona Jóns Ólafsson-
ar, er nánasti samstarfsmaður maka síns. Hún er annar
helmingur Skífu-veldisins og hefur þótt reka verslanir
fyrirtækisins með miklum myndarbrag.
FV-mynd: Kristján E. Einarsson.
nokkrum öðrum. Jómfrúin er að stærstum hluta í eigu
Áma og Helga sem er framkvæmdastjóri hennar.
var myndbandaumboð Buena Vista (Disney) hjá Skífunni
gegnum danskan umboðsmann. Ámi tók það einnig til sín
svo nú þegar 20th Century Fox umboðið fer til Skífunnar
jafnast leikurinn á ný. Myndbandamarkaðurinn er tvenns
konar; leiga og sala myndbanda. Leigan fer fram í gegnum
myndbandaleigumar. Bæði Jón og Ámi selja myndbanda-
leigunum leiguréttinn að myndböndunum. Mesta gróskan
á myndbandamarkaðnum er hins vegar í sölu myndbanda.
Þá er myndband selt eins og bók - beint til fólks.
ur.
ENGIN MISKUNN!
Það, að vera umboðsaðili fyrir stórt kvikmyndafyrir-
tæki, þýðir annars vegar að annast dreifmgu mynda þess í
kvikmyndahús og hinsvegar að annast útgáfu myndbanda.
Skífan sýnir kvikmyndir sínar í Regnboganum, Stjömubíó,
Háskólabíó og Laugarásbíó eftir því sem tilefni gefast.
Sambíóin sýna yfirleitt þær myndir, sem þeir dreifa,
aðeins í sínum eigin bíóum en hafa nýverið tekið upp
samstarf við Stjömubíó. Kvikmyndir, sem Skífan dreifir,
eru aldrei sýndar í Sambíóunum. Þetta er einfalt: Engin
miskunn!
INNRÁS ÁRNA MEÐ VIRGIN MEGAST0RE
Virgin Megastore er í fermetmm talið stærsta verslun
landsins á sviði geisladiska, sölumyndbanda og tölvuleikja.
Verslunin flytur beint inn frá stærstu plötusölukeðju í
heimi og sem ber raunar sama nafn, Virgin Megastore.
Það er breski auðkýfingurinn Richard Branson sem er
aðaleigandi keðjunnar erlendis. Virgin Megastore í Kringl-
unni er í beinni samkeppni við verslanir Skífunnar. í apríl
verður opnuð önnur Virgin Megastore við Laugaveg 13
þar sem Habitat var áður til húsa. Skífan er skammt undan
á Laugavegi 20. Þannig gerir Árni atlögu að Jóni í sölu á
tónlist og leikjum fyrir tölvur.
JÓN ER KÓNGURINN í TÓNLIST 0G PLÖTUÚTGÁFU
Jón Ólafsson er ótvírætt kóngurinn í tónlist. Á þeim
markaði veitir Ámi honum litla samkeppni sem heitið
getur. Fyrirtæki Jóns, Skífan, er umsvifamikið í útgáfu en
hann á auk þess plötuútgáfuna Spor sem varð til þegar
fyrirtækið Steinar hf., sem veitti Jóni áður harða sam-
keppni, var komið íþrot. Jón, persónulega, gekk til fiðs við
Steinar Berg og stofnuðu þeir fyrirtækið Spor hf. Eina
fyrirtækið, sem veitir Jóni einhverja samkeppni í plötuút-
gáfu á íslandi, er Japis. Þar kemur Árni ekkert við sögu.
Þó má geta þess að Japis var hluthafi í Stöð 3 í gegnum
dótturfyrirtæki sitt, íslenska framleiðslu hf.
í sölu hljómplatna og tölvuleikja hefur Jón verið án
samkeppni frá Arna og rekið óáreittur þrjár verslanir Skíf-
unnar í Reykjavík. Þetta breyttist seint á síðasta ári. Árni
stofnaði þá hlutafélagið Jómfrúna, sem á og rekur Virgin
Megastore í Kringlunni, ásamt Helga Hermannssyni og
ÞEKKT UMB0Ð SKÍFUNNAR
Skífan hefur þó eftir sem áður sterka stöðu á smásölu-
markaðnum þar sem hún hefur umboð fyrir útgefendur
eins og BMG, Polygram, MCA, EMI, Island og Arista.
Skífan og Spor dreifa langstærstum hluta geisladiska sem
fluttir eru inn til íslands. Skífan hefur einnig einkaumboð á
íslandi fyrir hina þekktu leikjatölvu, Sony Playstation, en
Ólafur Jóhann Ólafsson, skáld og fyrrum Sony-maður, var
maðurinn á bak við þessa tölvu og bar ábyrgð á gerð
hennar og markaðssetningu fyrir Sony. Samkeppnin milli
þeirra félaga er nógu hörð til þess að lengi vel hafa menn
frá Virgin Megastore talið alla, sem koma með poka út úr
Skífunni í Kringlunni, og það sama hafa menn frá Skífunni
gert við Virgin. Þó að Virgin Megastore kaupi flest sitt efiii
beint að utan á fyrirtækið einnig viðskipti við Skífuna sem
hefur í stöku tilvikum getað boðið lægra verð en heildsalar
í Bretlandi.
25