Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 79
FASTEIGNASALA
keypti í félagi við Róbert G. Róberts-
son og Ingvar Þórðarson.
Að gefnum þessum forsendum er
óhætt að reikna með að húsnæði fyrir
tæpan milljarð hafi verið selt við
Laugaveginn á síðasta ári ef fermetr-
arnir 10 þúsund hafa farið á sama
meðalverði og ætlað er að Laugaveg-
ur 16 hafi selst á.
PENINGAR ÚR SJÁVARÚTVEGI
FESTIR í STEINSTEYPU
Jón Guðmundsson fasteignasali,
sem rekur Fasteignamarkaðinn á Óð-
insgötu, er talinn helsti sérfræðingur
þeirrar stéttar í Laugaveginum og ná-
grenni og hans fyrirtæki mun hafa
annast söluna á að minnsta kosti
helmingi þeirra fasteigna við Lauga-
veginn sem skiptu um eigendur. Jón
sagði í samtali við Frjálsa verslun að
söluverð á hverjum fermetra í versl-
unarhúsnæði í Kringlunni gæti mest
farið í 280-300 þúsund sem er nærri
tvöfalt hæsta verð á Laugaveginum.
Jón sagði að í öðrum hverfum væri
verð á verslunarplássi miklu lægra.
Hann taldi að fá mætti fermetrann í
Múlunum á u.þ.b. 75 þúsund og trú-
lega kringum 40 þúsund á Hverfisgöt-
unni.
Jón sagði ennfremur að síð-
asta ár hefði verið með þeim líf-
legri í sölu á atvinnuhúsnæði um
langt skeið og eftirspurn eftir því
færi vaxandi. Að hans mati er
farið að vanta atvinnuhúsnæði á
markað í Reykjavík en það munu
vera nokkur umskipti frá því fyrir
fáum árum þegar framboð á því
var talsvert umfram eftirspum.
Þeir, sem festa fé sitt í hús-
næði við Laugaveginn, gera það
vegna þess að þeir telja það arð-
bæra fjárfestingu sem eigi eftir
að skila arði á komandi árum.
Kunnugir segja að bróðurpartur-
inn af því íjármagni, sem notað
var til að kaupa húsnæði við
Laugaveginn í fyrra eða 70-80%
þess, hafi verið ættað úr sjávar-
útvegi og segja að Hákon Magn-
ússon og hans fjölskylda séu
dæmigerðir kaupendur úr hópi
útgerðaraðila sem nú vilji hafa
sitt á þurru í bókstaflegri merk-
ingu þeirra orða.
LEIGA í SAMRÆMIVIÐ KAUPVERÐ
Margir þeirra, sem íjárfesta með
þessum hætti, standa ekki sjálfir í
rekstri heldur leigja húsnæðið út.
Samkvæmt upplýsingum blaðsins er
leiguverð á fermetra í góðu plássi við
Laugaveginn um 1000-1500 krónur
eða 10% kaupverðsins. Samsvarandi
verð í Kringlunni getur því verið
3.000 krónur, 750 krónur fyrir fer-
metra á góðum stað í Múlahverfi og
við Suðurlandsbraut og svo framveg-
is. Þetta þýðir að verslun á 75 fer-
metrum, sem er það allra minnsta
sem hægt er að komast af með getur
verið að greiða 112.500 í leigu á mán-
uði við Laugaveg, 225 þúsund í
Kringlunni og svo framvegis.
Þetta á auðvitað fyrst og fremst við
um jarðhæðir en leiga á skrifstofuhús-
næði við Laugaveginn uppi á efri
hæðum er ekki nálægt því svona há.
Þannig mun Dyrhólmi vera með sam-
tals um 300 fermetra á jarðhæð í leigu
við Laugaveginn og tekjur af því geta
numið 300-450 þúsund krónum á
mánuði. Þá er ótalið skrifstofuhús-
næði í eigu Dyrhólma en samtals mun
eign hans við Laugaveg mun vera
2000 fermetrar.
VISA STÆRST í MJÓDDINNI
Að sögn Gústafs Baldvinssonar hjá
Framfarafélaginu í Mjódd hefur verið
mikil uppsveifla þar um slóðir frá því á
seinasta ári. Mikil eftirspum er eftir
verslunar- og atvinnuhúsnæði á
svæðinu og dæmi um að pláss, sem
staðið höfðu auð lengi, vom rifin út í
lok ársins. Framfarafélagið er hags-
munasamtök kaupmanna og eigenda í
Mjódd og eru um 70 aðilar sem em
þátttakendur í félaginu. Kjarninn á
svæðinu eru húsnæðið við Alfabakka
þar sem yfirbyggð göngugata myndar
hjarta verslunarsvæðisins. Lang-
flestir kaupmenn á svæðinu leigja
húsnæðið af eigendunum en stærsti
eigandi húsnæðisins við göngugötuna
er Visa ísland eftir að þeir keyptu
viðbótarhúsnæði af Metró um ára-
mótin. Aðrir stórir eigendur em Ótt-
ar Halldórsson í ísflex, sem á t.d.
plássið þar sem Kaupgarður var áður,
Gissur og Pálmi verktakar eru stórir
eigendur og það sama má segja um
Bridgesambandið og Læknasetrið sf.
Meðal nýrra eigenda á svæðinu má
nefna saumastofuna Sólina og Keiluna
hf. sem keyptu saman hæð við
Þönglabakka 1 af Landsbankanum.
Gústaf Baldvinsson sagði að varla
liði sá dagur að ekki væri hringt
og spurt eftir húsnæði til sölu eða
leigu í Mjóddinni og létu við-
skiptavinir í veðri vaka að þeir
myndu greiða það verð sem sett
væri upp.
Samkvæmt bestu heimildum
blaðsins er hæsta leiga á fer-
metra í verslunarhúsnæði á góð-
um stað í Mjódd 1.000-1.500
krónur. Þetta verð lækkar strax
þegar komið er upp á aðra hæð
niður í 600-750 krónur á fer-
metra. Nýlegt dæmi um verð á
húsnæði í Mjódd var þegar nokk-
uð stórt, óinnréttað húsnæði var
selt á 44 þúsund krónur fermetr-
inn.
Af þessu má ráða að hvort
sem um er að ræða sölu eða leigu
er lítill verðmunur á Mjóddinni og
Laugaveginum. Kringlan er á
toppnum, Laugavegurinn í öðru
sæti ásamt Mjódd en í þriðja sæti
sýnast vera Múlahverfið og Fen-
in.
DÆMI UM
SELDAR EIGNIR
1. Húsið við Laugaveg 16, þar sem Lauga-
vegsapótek er.
2. Jarðhæðin við Laugaveg 13 - í Kristjáns
Siggeirssonar-húsinu.
3. Um 1.734 fermetrar við Laugaveg 103.
4. Hluti af Laugavegi 20b, húsi Náttúru-
lækningafélagsins.
5. Hluti af Laugavegi 97.
6. Hluti af Laugavegi 81.
7. Jón Ólafsson, Skífunni, keypti húsnæð-
ið við Laugaveg 86.
8. Jón Sigurjónsson gullsmiður keypti
húsnæði við Laugaveg 53.
9. Húsnæði við Laugaveg 47 og
Laugaveg 66.
10. Húsnæðið við Laugaveg 71.
11. Hafnarstræti 1 til 3.
12. Fjármálaráðuneyti keypti hlut Dags-
brúnar, 683 fermetra, Lindargötu 9.
13. ísafoldarhúsin við Vegamótastíg 4.
79