Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Qupperneq 79

Frjáls verslun - 01.02.1997, Qupperneq 79
FASTEIGNASALA keypti í félagi við Róbert G. Róberts- son og Ingvar Þórðarson. Að gefnum þessum forsendum er óhætt að reikna með að húsnæði fyrir tæpan milljarð hafi verið selt við Laugaveginn á síðasta ári ef fermetr- arnir 10 þúsund hafa farið á sama meðalverði og ætlað er að Laugaveg- ur 16 hafi selst á. PENINGAR ÚR SJÁVARÚTVEGI FESTIR í STEINSTEYPU Jón Guðmundsson fasteignasali, sem rekur Fasteignamarkaðinn á Óð- insgötu, er talinn helsti sérfræðingur þeirrar stéttar í Laugaveginum og ná- grenni og hans fyrirtæki mun hafa annast söluna á að minnsta kosti helmingi þeirra fasteigna við Lauga- veginn sem skiptu um eigendur. Jón sagði í samtali við Frjálsa verslun að söluverð á hverjum fermetra í versl- unarhúsnæði í Kringlunni gæti mest farið í 280-300 þúsund sem er nærri tvöfalt hæsta verð á Laugaveginum. Jón sagði að í öðrum hverfum væri verð á verslunarplássi miklu lægra. Hann taldi að fá mætti fermetrann í Múlunum á u.þ.b. 75 þúsund og trú- lega kringum 40 þúsund á Hverfisgöt- unni. Jón sagði ennfremur að síð- asta ár hefði verið með þeim líf- legri í sölu á atvinnuhúsnæði um langt skeið og eftirspurn eftir því færi vaxandi. Að hans mati er farið að vanta atvinnuhúsnæði á markað í Reykjavík en það munu vera nokkur umskipti frá því fyrir fáum árum þegar framboð á því var talsvert umfram eftirspum. Þeir, sem festa fé sitt í hús- næði við Laugaveginn, gera það vegna þess að þeir telja það arð- bæra fjárfestingu sem eigi eftir að skila arði á komandi árum. Kunnugir segja að bróðurpartur- inn af því íjármagni, sem notað var til að kaupa húsnæði við Laugaveginn í fyrra eða 70-80% þess, hafi verið ættað úr sjávar- útvegi og segja að Hákon Magn- ússon og hans fjölskylda séu dæmigerðir kaupendur úr hópi útgerðaraðila sem nú vilji hafa sitt á þurru í bókstaflegri merk- ingu þeirra orða. LEIGA í SAMRÆMIVIÐ KAUPVERÐ Margir þeirra, sem íjárfesta með þessum hætti, standa ekki sjálfir í rekstri heldur leigja húsnæðið út. Samkvæmt upplýsingum blaðsins er leiguverð á fermetra í góðu plássi við Laugaveginn um 1000-1500 krónur eða 10% kaupverðsins. Samsvarandi verð í Kringlunni getur því verið 3.000 krónur, 750 krónur fyrir fer- metra á góðum stað í Múlahverfi og við Suðurlandsbraut og svo framveg- is. Þetta þýðir að verslun á 75 fer- metrum, sem er það allra minnsta sem hægt er að komast af með getur verið að greiða 112.500 í leigu á mán- uði við Laugaveg, 225 þúsund í Kringlunni og svo framvegis. Þetta á auðvitað fyrst og fremst við um jarðhæðir en leiga á skrifstofuhús- næði við Laugaveginn uppi á efri hæðum er ekki nálægt því svona há. Þannig mun Dyrhólmi vera með sam- tals um 300 fermetra á jarðhæð í leigu við Laugaveginn og tekjur af því geta numið 300-450 þúsund krónum á mánuði. Þá er ótalið skrifstofuhús- næði í eigu Dyrhólma en samtals mun eign hans við Laugaveg mun vera 2000 fermetrar. VISA STÆRST í MJÓDDINNI Að sögn Gústafs Baldvinssonar hjá Framfarafélaginu í Mjódd hefur verið mikil uppsveifla þar um slóðir frá því á seinasta ári. Mikil eftirspum er eftir verslunar- og atvinnuhúsnæði á svæðinu og dæmi um að pláss, sem staðið höfðu auð lengi, vom rifin út í lok ársins. Framfarafélagið er hags- munasamtök kaupmanna og eigenda í Mjódd og eru um 70 aðilar sem em þátttakendur í félaginu. Kjarninn á svæðinu eru húsnæðið við Alfabakka þar sem yfirbyggð göngugata myndar hjarta verslunarsvæðisins. Lang- flestir kaupmenn á svæðinu leigja húsnæðið af eigendunum en stærsti eigandi húsnæðisins við göngugötuna er Visa ísland eftir að þeir keyptu viðbótarhúsnæði af Metró um ára- mótin. Aðrir stórir eigendur em Ótt- ar Halldórsson í ísflex, sem á t.d. plássið þar sem Kaupgarður var áður, Gissur og Pálmi verktakar eru stórir eigendur og það sama má segja um Bridgesambandið og Læknasetrið sf. Meðal nýrra eigenda á svæðinu má nefna saumastofuna Sólina og Keiluna hf. sem keyptu saman hæð við Þönglabakka 1 af Landsbankanum. Gústaf Baldvinsson sagði að varla liði sá dagur að ekki væri hringt og spurt eftir húsnæði til sölu eða leigu í Mjóddinni og létu við- skiptavinir í veðri vaka að þeir myndu greiða það verð sem sett væri upp. Samkvæmt bestu heimildum blaðsins er hæsta leiga á fer- metra í verslunarhúsnæði á góð- um stað í Mjódd 1.000-1.500 krónur. Þetta verð lækkar strax þegar komið er upp á aðra hæð niður í 600-750 krónur á fer- metra. Nýlegt dæmi um verð á húsnæði í Mjódd var þegar nokk- uð stórt, óinnréttað húsnæði var selt á 44 þúsund krónur fermetr- inn. Af þessu má ráða að hvort sem um er að ræða sölu eða leigu er lítill verðmunur á Mjóddinni og Laugaveginum. Kringlan er á toppnum, Laugavegurinn í öðru sæti ásamt Mjódd en í þriðja sæti sýnast vera Múlahverfið og Fen- in. DÆMI UM SELDAR EIGNIR 1. Húsið við Laugaveg 16, þar sem Lauga- vegsapótek er. 2. Jarðhæðin við Laugaveg 13 - í Kristjáns Siggeirssonar-húsinu. 3. Um 1.734 fermetrar við Laugaveg 103. 4. Hluti af Laugavegi 20b, húsi Náttúru- lækningafélagsins. 5. Hluti af Laugavegi 97. 6. Hluti af Laugavegi 81. 7. Jón Ólafsson, Skífunni, keypti húsnæð- ið við Laugaveg 86. 8. Jón Sigurjónsson gullsmiður keypti húsnæði við Laugaveg 53. 9. Húsnæði við Laugaveg 47 og Laugaveg 66. 10. Húsnæðið við Laugaveg 71. 11. Hafnarstræti 1 til 3. 12. Fjármálaráðuneyti keypti hlut Dags- brúnar, 683 fermetra, Lindargötu 9. 13. ísafoldarhúsin við Vegamótastíg 4. 79
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.