Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 72

Frjáls verslun - 01.02.1997, Blaðsíða 72
MARKAÐSMÁL volgar veltutölur síðasta árs sem Fijáls verslun hefur aflað sér. Samkvæmt þessu er staðan á markaðnum sú að Hag- kaup er stærst með 31% hlut en Bónus fylgir fast á eftir með 21%. Saman ráða þessar keðjur því um 52% af markaðnum. Nóatún sækir fast á Bónusveldið með 15% hlutdeild og 10- 11 keðjan hefur nú 7% af markaðnum og þar á eftir kemur Fjarðarkaup með 5%. Þessar fimm stærstu keðjur ráða því yfir 79% af markaðnum. Raunar má segja að hlutdeildin sé meiri sé 11-11 keðjunni bætt við en Nóatún á helminginn í henni á móti Kaupfélagi Arnesinga. Samkvæmt veltutölum hefur Nóa- tún tekið á rás í þessari samkeppni með þvi að auka veltu sína úr 2.7 millj- örðum 1995 í 3,5 milljarða 1996. Bón- us jók veltu sína úr 4.3 milljörðum í 4.7. Velta 10-11 keðjunnar jókst úr 1.3 milljörðum 1995 í 1.7 milljarð 1996. Heildarvelta Hagkaups árið 1995 var 10.3 milljarðar en jókst í 10.7 árið 1996. Af því er matvörusala á höfuð- borgarsvæði 7.2 milljarðar árið 1996 en alls 8.3 á landinu öllu og jókst velta Hagkaups í matvöru um 7% milli ára. Sé veltuaukning í matvöru borin saman í prósentum kemur í ljós að Nóatún eykur veltu sína um 30%, 10-11 bætir við sig 31%, Bónus 9%, Hagkaup 7% og Fjarðarkaup stendur í stað. BÆTTU BÁÐIR VH) SIG STÓRRIVERSLUN Nóatún hefur aukið hlut sinn um 3% á mark- aðnum, 10-11 um 1%, Bónus um 2% og Hagkaup um 1%. Fjarðarkaup hafa samkvæmt þessu hvorki tapað né aukið hlut sinn heldur standa í stað. Við þennan samanburð er rétt að hafa í huga að haust- ið 1995 bættu bæði Nóatún og Hagkaup við sig einni stórri verslun hvor keðja. Nóatún tók við Austurveri við Háaleitisbraut í september en í október sama ár tók Hagkaup við rekstrinum við Garðatorg í Garðabæ. Arið 1996 var því fyrsta heila árið sem þessar verslanir voru í rekstri hjá nýjum eigendum. Verslanirnar við Garðatorg og í Austurveri eru álíka stórar og líklegt að þær velti 400-500 milljónum á ári. ÍTÖK KÁ í REYKJAVÍK Enn er ótalið að Nóatún og Kaupfélag Arnes- inga eiga saman að jöfnu verslunarkeðjuna 11-11 sem rek- ur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Keðja þessi velti um 700 milljónum árið 1996 og er því með 3% hlutdeild af markaðnum. KaupfélagÁrnesinga á þannig ítök í verslun á höfuðborgarsvæðinu en er mjög öflugt á Suðurlandi og nær ennfremur til sín viðskiptum tugþúsunda sumarbú- staðaeigenda af höfuðborgarsvæðinu yfir sumarið. Rétt er að taka fram að hér er einungis verið að horfa á höfuðborgarsvæðið og því er öll velta Hagkaups í matvöru ekki tekin með í reikninginn en Hagkaup rekur verslanir á mmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmm Akureyri og í Njarðvík. Bónus lítur á allt landið sem sitt markaðssvæði og býður fólki upp á að versla gegnum tölvu og einnig með heíðbundnum hætti gegn póstkröfu. Þannig ná áhrif þessara verslana langt út fyrir höfuð- borgarsvæðið en Nóatún og 10-11 eru aðeins með verslanir innan þess. Það sem er athyglisvert í þessu mati er að að Nóatún skuli sækja svo að Bónus og Hagkaup sem raun ber vitni.. BUBBISYNGUR UM HAGKAUP Annað, sem hefur verið áberandi á síðasta ári og tengist þeirri hörðu baráttu sem fram fer á degi hverjum um hylli neytenda er hvernig matvöruverslanir auglýsa. A síðasta ári komu veglegri sjónvarpsauglýsingar en áður hafa sést frá matvöruverslunum.. Bæði Bónus, Hagkaup og 10-11 hafa nýtt sjónvarpið með leiknum og íburðarmeiri auglýs- ingum þó Jóhannes í Bónus segði á sínum tíma að þar á bæ ætti ekki að bruðla með peninga í auglýsingar. Hagkaup vakti einnig athygli með því að fá Bubba Morthens til að syngja búðinni lof í hugnæmu lagi Valgeirs Guðjónssonar tónskálds. BÓNUS 0G HAGKAUP BYRJUÐU EINS Bónus byriaði á nokkrum tugum fermetra í Skútuvogi og hefur frá upphafi skilgreint sig sem afsláttarverslun sem leggur áherslu á lægstu verð en minna vöruúrval en margir aðrir. Slíkar keðjur eru vel þekktar er- lendis og hefur Bónus einkum sótt iýrirmyndir til Evrópu t.d. Aldi í Þýskalandi. ímynd Hag- kaups var um langt árabil svipuð. Hagkaup hóf feril sinn í gamalli hlöðu við Miklatorg. Það er löng leið frá fyrstu versluninni á Miklatorgi inn í Kringlu en hin síðari ár hefur verið lögð meiri áhersla á glæsilegar búðir, vöruval og þjónustu. Hagkaup er ekki lengur skilyrðislaust ódýrast. Segja má að Nóatún og 10-11 reyni að höfða til beggja hópa en báðar munu líta á Hagkaup sem sinn helsta samkeppnisaðila og sækja að þeirra sviði fremur en að keppa við Bónus í verðstríðinu. KEÐJURNAR TAKA YFIR MARKAÐINN Þegar kastljósinu er beint að matvörumark- aðnum kemur í ljós að baráttan um brauðið, hið daglega brauð þjóðarinnar, er hörð og ljóst að Hagkaup og Bónus hafa saman meira en helm- ing markaðarins á höfuðborgarsvæð- inu. Aðrar keðjur sækja að þeirra hlut úárír og vekur mikil sókn Nóatúns sérstaka markaðshlutdeild athygli. Matvörumarkaðurinn ein- '95 '9 ■ 1 '6 ; kennist stöðugt meira af fákeppni. Sú 27% L mynd verður enn skýrari en í fyrstu 21% sýnist þegar haft er í huga hvernig einstakar keðjur tengjast með eignar- aðild eins og Hagkaup og Bónus og Nóatún og vcrslunin 11-11. - * 72
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.