Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 72

Frjáls verslun - 01.02.1997, Page 72
MARKAÐSMÁL volgar veltutölur síðasta árs sem Fijáls verslun hefur aflað sér. Samkvæmt þessu er staðan á markaðnum sú að Hag- kaup er stærst með 31% hlut en Bónus fylgir fast á eftir með 21%. Saman ráða þessar keðjur því um 52% af markaðnum. Nóatún sækir fast á Bónusveldið með 15% hlutdeild og 10- 11 keðjan hefur nú 7% af markaðnum og þar á eftir kemur Fjarðarkaup með 5%. Þessar fimm stærstu keðjur ráða því yfir 79% af markaðnum. Raunar má segja að hlutdeildin sé meiri sé 11-11 keðjunni bætt við en Nóatún á helminginn í henni á móti Kaupfélagi Arnesinga. Samkvæmt veltutölum hefur Nóa- tún tekið á rás í þessari samkeppni með þvi að auka veltu sína úr 2.7 millj- örðum 1995 í 3,5 milljarða 1996. Bón- us jók veltu sína úr 4.3 milljörðum í 4.7. Velta 10-11 keðjunnar jókst úr 1.3 milljörðum 1995 í 1.7 milljarð 1996. Heildarvelta Hagkaups árið 1995 var 10.3 milljarðar en jókst í 10.7 árið 1996. Af því er matvörusala á höfuð- borgarsvæði 7.2 milljarðar árið 1996 en alls 8.3 á landinu öllu og jókst velta Hagkaups í matvöru um 7% milli ára. Sé veltuaukning í matvöru borin saman í prósentum kemur í ljós að Nóatún eykur veltu sína um 30%, 10-11 bætir við sig 31%, Bónus 9%, Hagkaup 7% og Fjarðarkaup stendur í stað. BÆTTU BÁÐIR VH) SIG STÓRRIVERSLUN Nóatún hefur aukið hlut sinn um 3% á mark- aðnum, 10-11 um 1%, Bónus um 2% og Hagkaup um 1%. Fjarðarkaup hafa samkvæmt þessu hvorki tapað né aukið hlut sinn heldur standa í stað. Við þennan samanburð er rétt að hafa í huga að haust- ið 1995 bættu bæði Nóatún og Hagkaup við sig einni stórri verslun hvor keðja. Nóatún tók við Austurveri við Háaleitisbraut í september en í október sama ár tók Hagkaup við rekstrinum við Garðatorg í Garðabæ. Arið 1996 var því fyrsta heila árið sem þessar verslanir voru í rekstri hjá nýjum eigendum. Verslanirnar við Garðatorg og í Austurveri eru álíka stórar og líklegt að þær velti 400-500 milljónum á ári. ÍTÖK KÁ í REYKJAVÍK Enn er ótalið að Nóatún og Kaupfélag Arnes- inga eiga saman að jöfnu verslunarkeðjuna 11-11 sem rek- ur fimm verslanir á höfuðborgarsvæðinu. Keðja þessi velti um 700 milljónum árið 1996 og er því með 3% hlutdeild af markaðnum. KaupfélagÁrnesinga á þannig ítök í verslun á höfuðborgarsvæðinu en er mjög öflugt á Suðurlandi og nær ennfremur til sín viðskiptum tugþúsunda sumarbú- staðaeigenda af höfuðborgarsvæðinu yfir sumarið. Rétt er að taka fram að hér er einungis verið að horfa á höfuðborgarsvæðið og því er öll velta Hagkaups í matvöru ekki tekin með í reikninginn en Hagkaup rekur verslanir á mmmmmmmmmmmmmmmmtmmmmmmmmmmmmm Akureyri og í Njarðvík. Bónus lítur á allt landið sem sitt markaðssvæði og býður fólki upp á að versla gegnum tölvu og einnig með heíðbundnum hætti gegn póstkröfu. Þannig ná áhrif þessara verslana langt út fyrir höfuð- borgarsvæðið en Nóatún og 10-11 eru aðeins með verslanir innan þess. Það sem er athyglisvert í þessu mati er að að Nóatún skuli sækja svo að Bónus og Hagkaup sem raun ber vitni.. BUBBISYNGUR UM HAGKAUP Annað, sem hefur verið áberandi á síðasta ári og tengist þeirri hörðu baráttu sem fram fer á degi hverjum um hylli neytenda er hvernig matvöruverslanir auglýsa. A síðasta ári komu veglegri sjónvarpsauglýsingar en áður hafa sést frá matvöruverslunum.. Bæði Bónus, Hagkaup og 10-11 hafa nýtt sjónvarpið með leiknum og íburðarmeiri auglýs- ingum þó Jóhannes í Bónus segði á sínum tíma að þar á bæ ætti ekki að bruðla með peninga í auglýsingar. Hagkaup vakti einnig athygli með því að fá Bubba Morthens til að syngja búðinni lof í hugnæmu lagi Valgeirs Guðjónssonar tónskálds. BÓNUS 0G HAGKAUP BYRJUÐU EINS Bónus byriaði á nokkrum tugum fermetra í Skútuvogi og hefur frá upphafi skilgreint sig sem afsláttarverslun sem leggur áherslu á lægstu verð en minna vöruúrval en margir aðrir. Slíkar keðjur eru vel þekktar er- lendis og hefur Bónus einkum sótt iýrirmyndir til Evrópu t.d. Aldi í Þýskalandi. ímynd Hag- kaups var um langt árabil svipuð. Hagkaup hóf feril sinn í gamalli hlöðu við Miklatorg. Það er löng leið frá fyrstu versluninni á Miklatorgi inn í Kringlu en hin síðari ár hefur verið lögð meiri áhersla á glæsilegar búðir, vöruval og þjónustu. Hagkaup er ekki lengur skilyrðislaust ódýrast. Segja má að Nóatún og 10-11 reyni að höfða til beggja hópa en báðar munu líta á Hagkaup sem sinn helsta samkeppnisaðila og sækja að þeirra sviði fremur en að keppa við Bónus í verðstríðinu. KEÐJURNAR TAKA YFIR MARKAÐINN Þegar kastljósinu er beint að matvörumark- aðnum kemur í ljós að baráttan um brauðið, hið daglega brauð þjóðarinnar, er hörð og ljóst að Hagkaup og Bónus hafa saman meira en helm- ing markaðarins á höfuðborgarsvæð- inu. Aðrar keðjur sækja að þeirra hlut úárír og vekur mikil sókn Nóatúns sérstaka markaðshlutdeild athygli. Matvörumarkaðurinn ein- '95 '9 ■ 1 '6 ; kennist stöðugt meira af fákeppni. Sú 27% L mynd verður enn skýrari en í fyrstu 21% sýnist þegar haft er í huga hvernig einstakar keðjur tengjast með eignar- aðild eins og Hagkaup og Bónus og Nóatún og vcrslunin 11-11. - * 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.