Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1997, Síða 48

Frjáls verslun - 01.02.1997, Síða 48
----------« „X einhver táknrænasti bill i Segja má að gamla goða „bjalla efurveriðíeigufjölskyld- söguHeklu. Ekki sistþessi, R-24, FV.myndir: Geir Ólafsson. unnar í áratugi. Húsnæði Heklu við Laugaveginn Þykir einkar glæsilegt - jafnvel einurn of. Glæsilegur skúlptúrinn blasir við þegar inn er komið. 1989 var Davíð Oddsson kosinn vara- formaður Sjálfstæðisflokksins. Samkvæmt lögmálum stjörnu- spekinnar er Sigfús fæddur í merki Vogarinnar. Vogarfólk er sagt glað- lynt og jafnlynt, unnendur fagurra lista og rómantískt. Vogarfólk vill hafa frið og jafnvægi yfir hlutunum og býður af sér góðan þokka. Sé gengið um Heklu með þetta í huga sést greinilega að þar stjómar fagurkeri. Smekkvísi, snyrtimennska og ögun einkenna fyrirtækið sem hefur fengið umhverfisverðlaun Iðnlánasjóðs. Heklusystkinin rekja ættir sínar annars vegar norður í Húnaþing en hins vegar austur í Berufjörð. Faðir þeirra, og stofnandi Heklu, var Sigfús Berg- mann Bjamason. Hann fæddist 1913 í Núpsdals- tungu í Miðfirði í Húnaþingi, sonur Bjama Bjömssonar og Margrétar Sigfúsdóttur, sem bjuggu víða á þess- um slóðum, m.a. á Svertingsstöðum. Þetta var ein grein þess sem kallað er Bergmannsætt í Húnaþingi en um hana segir Páll Kolka í bók sinni Föð- urtún að margir af þeirri ætt hafi verið marglyndari en títt er í Húnaþingi, miklir búmenn og kvenskörungar. Sigfús hleypti heimdraganum bráð- ungur, yfirgaf sveitina og haslaði sér völl í verslun og viðskiptum. Hann lést, langt um aldur fram, árið 1967. Segja má að Heklusystkinin haldi vissum tengslum við heimaslóðir föð- ur sfns, en Þingeyrar, eitt helsta höf- uðból og hlunnindajörð sýslunnar, að fomu og nýju, er nú í eigu Ingimundar Sigfússonar. Sigfús eignaðist jörðina fyrir hálfri öld og nú er hún einkaeign Ingimundar, en Ingimundur á jafn- framt Sigríðarstaði. Eiginkona Sigfúsar eldri og bak- hjarl var Rannveig Ingimundardóttir, fædd 1912 á Karlsstöðum í Berufirði, dáin í Reykjavík 1986. Foreldrar Rannveigar vom Ingimundur Sveins- son úr Mýrdal og Anna María Lúð- víksdóttir sem fædd var í Hammers- minni á Djúpavogi. Þessi ættkvísl hefur breiðst víða um land og er merkileg og sérstæð. Langafi Önnu Maríu og langalangalangafi Sigfúsar var nefnilega Hans Jónatan verslunar- stjóri hjá 0mm og Wulff á Djúpavogi 1818-1827. Hans þessi var þeldökkur, sonur Simmelmanns, landsstjóra á Þrælaeyjum í Karíbahafinu, og svartrar ambáttar hans ónefndrar. Hann átti að minnsta kosti tvö böm á íslandi sem frá er kominn mikill ætt- bogi. Kynblendingar eru fátíðir í ætt- um íslendinga og sú saga var mjög þrálát að Davíð Oddsson forsætisráð- herra væri meðal afkomenda hans, en það er rangt. Sigfús Ragnar, „bflakóngurinn brosmildi“, ólst upp á Víðimel 66 í Reykjavík þar sem foreldrar hans reistu sér heimili. Hann er kvæntur Guðrúnu Norberg sem er leikskóla- kennari að mennt. Guðrún fæddist 14. aprfl 1942 á ísafirði og er dóttir Aðalsteins Norberg verkfræðings og Ásu Margrétar Bemdsen frá Skaga- strönd. Sigfús og Guðrún hófu bú- skap saman á Seltjamamesi en fluttu fljótlega á Ægisíðu 76 og þar fæddust fyrstu bömin. Árið 1974 fluttu þau í stórt og glæsilegt hús á Starhaga 6 þar sem þau hafa lengst af búið. Ná- granni þeirra á aðra hönd hefur verið Kjartan Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Sjálfstæð- isflokksins, en hinum megin kollegi Sigfúsar, Guðmundur Gíslason í B&L. Nú hefur húsið á Starhaganum verið selt Pétri Bjömssyni viðskipta- jöfri sem oft er kenndur við Hull. Sig- fús og Guðrún hafa aftur flutt út á Nes, nú á Miðbraut 31 í göngufæri við elsta soninn. Sigfús og Guðrún eiga sex böm saman. Þau em Sigfús Bjami, mark- aðs- og sölustjóri hjá íslandsflugi, f. 1968, Margrét Ása f. 1971, Rannveig f. 1975, Guðrún Helga f. 1980, Ingi- mundur Sverrir f. 1981 og Stefán Þór f. 1984. Auk þess ólu þau upp son CLAPTON í BÍLNUM Tónlist skipar talsverðan sess í lífi Sigfúsar og þeir eru ófáir sem hafa notið þess að hlusta á t.d. Supertramp eða Clapton í bílnum hjá forstjóranum. 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.