Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 22
FORSIÐUEFNI
□
að hefur vakið athygli hvað Opin kerfi hafa fiárfest
mikið í öðrum tölvufyrirtækjum á undanförnum
misserum, meðal annars keypt meirihlutann í
Skýrr hf. Ymsum finnst sem útþensla fyrirtækisins sé of
mikil og að það færist of mikið í fang.
„Ég tel ekki svo vera. Við færum ekki út í þessar fjárfest-
ingar nema við teldum þær arðbærar og styrkja Opin kerfi.
Stefna Opinna kerfa skiptist í þijú svið.
Eitt þeirra er að fyrirtækið sé fjárfestir á
sviði upplýsingatækni. Þar þurfa tvö
skilyrði að vera uppfyllt. I fyrsta lagi að
fjárfest sé í fyrirtækjum sem tengjast
starfsemi okkar og þarf sú fjárfesting að
skila hagnaði. I öðru lagi er æskilegt að
ijárfestingin stuðli að útbreiðslu búnað-
ar frá okkur. Fjárfestingar okkar á und-
anförnum misserum eru því samkvæmt
skilgreindri stefnu okkar.
Um það hvort fjárfestingar Opinna
kerfa séu svo miklar að fyrirtækið sé
byqað að drottna yfir markaðnum - þá
vísa ég því til föðurhúsanna. Samkeppn-
in er afar hörð á tölvumarkaðnum, ekki
síst á milli fjögurra stærstu fyrirtækj-
anna; Tæknivals, Nýherja, EJS og Op-
inna kerfa. Við erum bæði með minni
veltu og færri starfsmenn en keppinaut-
ar okkar. Opin kerfi eru með um 35
starfsmenn, Nýheiji og EJS (Einar J.
Skúlason) eru með í kringum 130 starfs-
menn ogTæknival er með yfir 200 starfsmenn. Opin kerfi eru
því með mun færri starfsmenn en helstu keppinautarnir. Við
getum í besta falli reiknað okkur upp í kringum 130 starfs-
menn út frá eignarhlut okkar í öðrum félögum.”
- Þú vísar í stefhu Opinna kerfa. Hver er hún?
„Stefna Opinna kerfa er þríþætt. í fyrsta lagi að reka öfl-
uga heildsölu og dreifingu á hágæðabúnaði, aðallega Hew-
lett Packard vörum. Endursöluaðilar okkar eru nú yfir 50
talsins út um allt land. í öðru lagi að reka öfluga söludeild
sem sinnir fyrst og fremst stofnunum og stærri fyrirtækjum,
þ.e. hlutverk hennar er fyrst og fremst að selja og þjónusta
stærri kerfi. Undirstaðan undir báðar þessar deildir er öflug
þjónustudeild en við höfum ætíð lagt mikla áherslu á þjón-
ustuþáttinn. Þetta er kjarninn í stefnunni. Þetta eru Opin
kerfi!
1 þriðja lagi eru svo Opin kerfi ijárfestir á sviði upplýsinga-
tækni, eins og við höfum áður vikið að. Það, sem við getum
gefið fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni, fyrir utan íjárhags-
legan styrk, er miðlun þekkingar á sviði rekstrar, ekki síst í
sölu, bókhaldi og þjónustu.”
- Víkjum að kaupum ykkar á Skýrr hf. þar sem þið keypt-
uð 51% hlut á 161 milljón króna og buðuð hærra verð en
aðrir. A hvað ætíið þið að leggja áherslu hjá Skýrr?
„Skýrr eru öflugt fyrirtæki á sviði upplýsingatækni. Þar
starfa um 120 manns og áætluð velta þessa árs er um 900 millj-
ónir króna. Þegar hefur orðið mikill viðsnúningur á fyrirtæk-
inu. Það tapaði 70 milljónum allt árið í fyrra en hagnaður
fyrstu sex mánuði þessa árs var um 23 milljónir króna. Það
FÆRIST ÞIÐ 0F MIKIÐ í FANG?
M
í W
. V " $
% \ ' j Xx:')
„Þessar fjárfestingar styrkja Opin
kerfi.“
þýr mikið í þessu fyrirtæki. Þarna er umfangsmikil þekking
fyrir hendi og fyrirtækið þjónar traustum hópi viðskiptavina.
Tekjur Skýrr koma frá sölu á hugbúnaði - eins og Aggresso
- vinnu við breytingar á hugbúnaði, keyrslu stórverkefna fyrir
ríkisstofnanir og stórfyrirtæki - og síðast en ekki síst sjáum
við stóraukna möguleika á því að leigja út tölvur og tölvukerfi
til fyrirtækja og sjá um rekstur þeirra.
Um helmingur starfsmanna Skýrr
vinnur að gerð hugbúnaðar, bæði fyrir
ríki og borg. Það er engin ástæða til að
ætla annað en þessi hugþúnaðardeild
geti líka unnið fyrir einkageirann - núna
þegar fyrirtækið hefur tækifæri til að
keppa á því sviði. Þar munu þekking og
reynsla starfsmanna nýtast vel, enda eru
mörg af stærstu tölvukerfum landsins
hönnuð af Skýrr.”
- Þú minnist á útíeigu tölva og tölvu-
kerfa. Flest stór tölvufyrirtæki eru að
setja þetta í stefnu sína. Hvernig munu
Skýrr standa að þessu?
„Hjá Skýrr er þegar fyrir hendi öflug
rekstrar- og þjónustudeild sem rekur
tölvukerfi fyrir ýmsa aðila. Fyrirtækið
býður því nú þegar þessa þjónustu. En
þessi útleiga getur verið í formi móður-
tölvu sem staðsett er hjá Skýrr en hún
getur líka verið í formi tölvukerfa sem
eru úti hjá notendum. Mörg fyrirtæki
líta svo á að kostnaðurinn við einkatölvu-
netin (PC-netin), sem þau kaupa, sé of hár og að of mikil vinna
fari í það að halda utan um þau, jafnvel þurfi að ráða til þess
sérstakan starfsmann sem sinni engu öðru. I þeim efnum er
talað um einn starfsmann á 20 til 30 einkatölvur. Auk þess
koma hlutir eins og afritataka, öryggismál og svo framvegis.
Þarna held ég að Skýrr geti sótt fram, til dæmis boðið við-
skiptavinum að Skýrr ættu allan búnaðinn - og leigðu fyrir-
tækjum hann i heilu lagi. Jafnframt tryggðu Skýrr alla þjón-
ustu, stöðugan aðgang að búnaðinum, reglubundna upp-
færslu í nýjustu vélar, afritatöku, eftirlit allan sólarhringinn, sjö
daga vikunnar, og svo framvegis. Með neteftirlitstölvu, sem
Skýrr tengdu við tölvunetið, sæist til dæmis hvort einhver
reyndi að bijótast inn í kerfið í viðkomandi fyrirtæki.”
-1 stefnu ykkar segir að fjárfestingar Opinna kerfa verði
að skila arði - og æskilegt sé að þær útbreiði tölvur og bún-
að frá Opnum kerfúm. Samiýmast þessi markmið? Má ekki
skilja þetta sem svo að Skýrr séu of bundnar af ykkur í kaup-
um á tölvubúnaði í stað þess að geta boðið þau kaup út?
„Ég tel það ekki endilega þurfa að vera. Hewlett Packard
er núna orðið annað stærsta tölvufyrirtæki í heimi og leiðandi
á mörgum sviðum tölvubúnaðar. Það er engin tilviljun. Þá telj-
um við að Hewlett Packard sé mest selda einstaka tölvumerk-
ið hérlendis og það sé heldur engin tilviljun. Opin kerfi eru því
fyllilega samkeppnisfær - og rúmlega það - við önnur tölvufyr-
irtæki. Ég tel að viðskipti við Opin kerfi muni því frekar bæta
hag Skýrr en hið gagnstæða. Hins vegar finnst mér - í ljósi
þess að Opin kerfi eru meirihlutaeigandi í Skýrr - að fyrirtæk-
ið eigi, að öðru jöfnu, að eiga viðskipti við Opin kerfi. Ég segi
22