Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Page 31

Frjáls verslun - 01.07.1997, Page 31
Þjónusta fyrirtækisins við stærri fyrir- tæki og sveitarfélög vegur hvað þyngst í starfseminni. Þar er um alhliða þjónustu á sviði fjármögnunar, eignastýringar og verðbréfamiðlunar að ræða. Þjónustan fel- ur í sér að aðstoða við útgáfu hlutabréfa, skuldabréfa, víxla og hvers kyns markaðs- verðbréfa, auk sölu bréfanna. Kaupþing Noröurlands hefur séð um útboð og skrán- ingu sex þeirra níu norðlensku fyrirtækja sem skráð eru á Verðbréfaþingi íslands. HLUTABRÉFASJÓÐIR Félagið rekur tvo hlutabréfasjóði, Hlutabréfasjóð Norðurlands og Sjávarút- vegssjóð íslands. Báðir sjóðirnir mæta mjög vel þörfum hins breiða hóps fjárfesta sem eru þátttakendur á markaði í dag. Gildir það jafnt um einstaklinga eða lögað- ila, þá sem kjósa öryggi og hina sem eru áhættusæknari. Kaup á hlutabréfum í báð- um sjóðunum veitir rétt til skattaafsláttar. Hlutabréfasjóður Norðurlands hf. fjár- festir frá 40 til 70% eigna sinna í hluta- bréfum, en afganginn í traustum skulda- bréfum. Hefur það stuðlað að jafnri og góðri ávöxtun sjóðsins, sem verður 6 ára í nóvember. Aðall sjóðsins er öryggi en hann hefur sýnt hvað bestan árangur allra sjóða í gegnum hæðir og lægðir á hluta- bréfamarkaði. Á síðasta ári skilaði sjóður- inn hluthöfum um 48% ávöxtun en frá stofnun sjóðsins í nóvember 1990 hefur ársávöxtun verið 20% að meðaltali. Sjávarútvegssjóður íslands hf. var stofnaður í árslok 1996 og er fyrst og fremst farvegur fyrir þá sem vilja fjárfesta í sjávarútvegi og tengdum greinum. Eigna- dreifing sjóðsins er með þeim hætti að áhættunni er vel dreift og er leitast við að fjárfesta í arðbærum félögum á hverjum tíma. Sjóðurinn fjárfestir allt að 80% eigna sinna í innlendum og erlendum hlutabréf- um. Hér er kjörin leið að fjárfesta í undir- stöðuatvinnuvegum og ávaxta sitt pund. Sjóðurinn hefur sýnt 11% ávöxtun það Tryggvi Tryggvason framkvæmdastjóri. sem af er árinu sem samsvarar tæplega 17% ávöxtun á heilu ári. Auk þess, sem hér hefur verið nefnt, selur félagið bréf í verðbréfasjóðum Kaup- þings hf. Kaupþing Norðurlands er traust og framsækið fyrirtæki þar sem sveigjanleiki og persónuleg þjónusta eru f hávegum höfð. Félagið nýtur góðs af því að vera ekki stórt í sniðum, sem gerir það sveigjanlegt að þörfum viðskiptavina og markaðarins, en á sama tíma nýtur það stuðnings öfl- ugra bakhjarla. Auk áralangrar reynslu nýt- ur fyrirtækið krafta vel menntaðs starfs- fólks með fjölbreyttan bakgrunn, hér heima og erlendis. i i Sjóvarútvegssjó&ur Islands éá^KAUPÞING NOROURLANDS HF -Löggilt verðbréfafyrirtceki- Sími: 462 4700 • Fax: 461 1235 Á viðskiptagólfinu er fylgst með þró- un á verðbréfamarkaði. Hjá ráðgjöfum Kaupþings Norður- lands fá viðskiptavinir persónulega þjónustu. RIRTÆKI í ÖRUM VEXTI AUGLÝSINGAKYNNING 31

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.