Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 33

Frjáls verslun - 01.07.1997, Síða 33
Af háum tekjum þarf að greiða mikla skatta. Af 708 þúsund meðaltekjum forstjóra þarf að greiða í kringum 280 þúsund í skatta. Rauntekjur þeirra eru þvi 428 þúsund krónur. Oekjur 67 þekktra forstjóra voru að jafnaði um 708 þús- und krónur á mánuði á síðasta ári, samkvæmt árlegri tekjukönnun Frjálsrar verslunar. Tekjur þeirra hækkuðu um tæp 2% frá árinu 1995 umfram launavísitölu. Þótt meðal- tekjur þeirra hafi verið um 708 þús- und var um hemlingur þeirra með tekjur á bilinu frá 400 til 800 þúsund. Yfir þriðjungur forstjóranna í úrtak- inu var með yfir 800 þúsund í tekjur á mánuði. Flestir forstjóranna eru svonefndir atvinnustjórnendur - þeir eru í vinnu hjá öðrum og eiga ekki meirihluta í þeim fyrirtækjum sem þeir stjórna. í tekjukönnun Fijálsrar verslunar eru tekjur manna skoðaðar. Þær þurfa ekki endilega að endurspegla föst laun viðkomandi. Munurinn get- ur falist í söluhagnaði af eignum, eignatekjum, launum fyrir tímabund- in nefndarstörf, setu í stjórnum og þess háttar. Oftar en ekki hljóta þó tekjurnar að endurspegla laun manna. Tekjukönnun Fijálsrar verslunar náði að þessu sinni til 20 starfsstétta. Af þeim lækkuðu 11 í rauntekjum á milli ára en 9 hækkuðu - þar af 5 starfsstéttir um meira en 5%. Al- Stjórnendur peningastofhana stökkva hæst i könnuninni að þessu sinni; reyn- ast með hæstar meðaltekjur einstakra hópa, eða 728 þúsund í tekjur á mán- uði. Breytingar á tekjum hópa á árínu 1995 Almennir tannlæknar og listamenn auka tekjur sínar mest í könnuninni en lyf- salar og lögfræðingar nánast hrynja í tekjum. 33

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.