Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 8
Halldór Gunnarsson er einn af tæknimönnum Skýrr.
í stjórnstöð Skýrr þar sem fylgst er með tölvunetum. Á myndinni eru Stein-
dór Ivarsson (nær) og Marinó Kristínsson.
fylgjast með tæknibreytingum og vanda-
málum sem geta komið upp og hvort
starfsmenn fyrirtækjanna búi ef til vill ekki
fyrir nægri þekkingu á sviði tölvumálanna.
Skýrr hf. bjóða lausn á þessu með sér-
stakri rekstrarþjónustu sem felst í vöktun,
afritataka og geymsla afrita og ennfremur
verkstjórn, bilanagreining, rýmdaráætlun
og rekstur netkerfa.
„Skýrr hf. hafa um áratuga skeið ann-
ast allan móðurtölvurekstur fyrir stofnanir
á borð við Ríkisskattstjóra, Ríkisbókhald,
Reykvíkurborg.Tryggingastofnun ríkisins
og Hagstofuna, svo nokkur dæmi séu tek-
in," segir Þorsteinn Garðarsson, markaðs-
stjóri Skýrr. „Skýrr geta tekið að sér að sjá
um allan rekstur tölvukerfis stofunarinnar
eða fyrirtækisins, bæði hugbúnað og vél-
búnað. Þetta getur verið samrekstur, þar
sem hluti rekstrarins er hjá okkur og hluti
hjá viðskiptavininum sjálfum, eða þetta
getur verið meira í formi tækjavörslu."
REKSTRARÞJÓNUSTA SKÝRR
Tölvuumhverfið í dag getur verið
þrennskonar: Móðurtölvuumhverfi, dreift
umhverfi og netumhverfi en það er einmitt
á því sviði sem nú verður lögð áhersla á að
bjóða fram rekstrarþjónustu Skýrr.
Fyrsti liður rekstrarþjónustunnar er
vöktun á miðlurum, skráarmiðlurum og
gagnasöfnum. Vöktunin fer fram hjá Skýrr
í gegnum tölvubúnaðinn. Þar sést ef eitt-
hvað fer úrskeiðis. Komi eitthvað afbrigði-
legt í Ijós eru viðbrögðin fólgin í að sendur
er tölvupóstur, send boð í stafa- eða talna-
borðstæki eða að hringt er frá stjórnstöð
Skýrr í ákveðinn ábyrgðaraðila innan við-
komandi fyrirtækis.
FV-myndir: Geir Ólafsson.
enn varpa stundum fram þeirri
spurningu hvort tölvukerfi eða
tölvumál fyrirtækjanna séu farin
að fjötra þau. Hvort ekki sé lengur tími til
að einbeita sér sem skyldi að starfseminni
sjálfri vegna þess mikla tíma sem fer í að
Annar liður rekstrarþjónustunnar er af-
ritataka. Stöðugt er verið að hvetja menn
til afritatöku, enda hafa margir verið illa
NÝR KOSTUR í TÖLVUM
8