Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 19

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 19
EFAFYRIRTÆKJANNA a<j ARMAL er afar lífleg á milli verðbréfafyrirtœkjanna - og hefursjaldan verið harðari. þeirra til sögunnar. ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, BÚNAÐARBANKANUM VERÐBRÉFUM orsteinn Þorsteinsson, 49 ára, er framkværadastjóri Búnaðarbankans Verð- bréfa. Það er sérstakt verðbréfa- og ijárstýringarsvið innan bankans og var sett á laggirnar fyrir rúmu ári. Þorsteinn starfaði áður hjá Nor- ræna ijárfestingarbankanum, NIB, í Helsinki í um tiu ár - síðast sem yfirmaður íjármálasviðs sem er ein áhrifamesta staðan innan bankans. Þorsteinn hefur því yfirgripsmikla reynslu á sviði fjár- mála. Búnaðarbankinn stofnaði Búnaðarbankann Verðbréf eftír að hafa selt hlut sinn í Kaupþingi tíl Sparisjóðanna. Þorsteinn lauk prófi frá Verslunarháskólanum (Handels- hojskolen) í Kaupmannahöfn árið 1972. Næstu þijú árin var hann starfsmaður hjá 3M A/S í Kaupmannahöfn er hann kom heim tíl Islands og hóf störf sem rekstrarráðgjafi hjá Hagvangi. Þaðan hélt hann norður í land. Hann var bæjarstjóri á Sauðárkróki á árunum 1978 tíl 1982 er hann var ráðinn framkvæmdastjóri Steinullarverk- smiðjunnar. Þvi starfi gegndi hann tíl ársins 1986 er hann hóf störf hjá NIB í Finnlandi. Eiginkona Þorsteins er Þórdís Viktorsdóttir. TRYGGVITRYGGVASON, KAUPÞINGI NORÐURLANDS ryggvi Tryggva- son, 26 ára, er framkvæmda- stjóri Kaupþings Norður- lands á Akureyri. Hann tók við því starfi í byrj- un febrúar síðastlið- inn. Tryggvi var um tíma hjá VÍB í Reykjavík áður en hann hélt norður tíl Akureyrar - til Kaupþings Norðurlands. Tryggvi er raun- ar Akureyringur í húð og hár - sonur Tryggva Gíslasonar, skóla- meistara á Akureyri. Tryggvi er yngstur framkvæmdastjóranna átta sem hér eru kynntír tíl sögunnar. Tryggvi tók stúdentspróf í Danmörku en nam viðskiptaffæði við Háskóla Islands. Þar útskrifaðist hann vorið 1995. Um haustíð hélt hann í framhaldsnám til Skotlands. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í ijármálum frá Strathclyde í Glasgow vorið 1996. Eiginkona Tryggva er Guðný Maríanna Þorsteinsdóttír og eiga þau eina dóttur. JAFET OLAFSSON, VERDBRÉFA- STOFUNNI afet Olafsson, 46 ára, er fram- kvæmdastjóri Verðbréfastofunnar. Fyrir- tækið tók tíl starfa fyrir rúmu ári og var Jafet einn aðalhvatamað- urinn að stoihun þess. Jafet var áður framkvæmdastjóri Islenska útvarpsfélagsins, Stöðvar 2. Hann hefur víðtæka reynslu á fj ármálamark að n u m en árið 1988 varð hann útíbússtjóri Iðnaðarbankans í Lækjargötu og síðar Islandsbanka á sama stað. Aður starfaði hann meðal annars hjá Þróunarfélagi íslands. Jafet er viðskiptafræðingur að mennt og útskrifaðist frá Há- skóla Islands 1977. Auk þess að hafa verið áberandi í viðskiptalíf- inu um árabil hefur Jafet látíð mjög tíl sín taka á sviði félagsmála. Hann er formaður Badmintonsambands íslands og sat í stjórn badmintondeildar Vals á árunum 1975 tíl 1985. Eiginkona Jafets er Hildur Hermóðsdóttir ritstjóri og eiga þau þijú börn. GUNNAR HELGI HÁLFDANARSON, LANDSBRÉFUM unnar Helgi Hálfdanarson, 46 ára, er framkvæmda- stjóri Landsbréfa. Hann hefur langa reynslu af verðbréfa- viðskiptum en árið 1980 var hann ráðinn framkvæmdastjóri Fjárfestingarfélags íslands. Þegar Landsbankinn stofhaði dótturfélag sitt, Landsbréf, árið 1989 var hann ráðinn forstjóri þess. Gunnar er einn kunnastí maðurinn hér á landi í verðbréfaviðskiptum eftír að hafa verið í eld- línunni á því sviði í um sextán ár. Hann hefur setið í ýmsum nefnd- um, tilnefndur af opinberum aðilum. Gunnar varð viðskiptafræðingur frá Háskóla íslands 1976. Á ár- unum 1981 til 1983 fékk hann leyfi frá störfum sem framkvæmda- stjóri Fjárfestingarfélagsins og hélt í framhaldsnám tíl Kanada. Hann útskrifaðist með meistaragráðu í rekstrarhagfræði, með jár- mál sem sérgrein, frá McMaster University í Hamilton, Ontario í Kanada, vorið 1983. Eiginkona Gunnars er Gunnhildur Lýðsdóttír og eiga þau þrjú börn. 19

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.