Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 21

Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 21
BTiármál hins vegar verið duglegri að hreyfa mig á markaðnum, kaupa og selja, og því tvö- til þrefaldað það fjármagn sem við höf- um með hefðbundinni innkomu." Hefurðu fullt frelsi frá stjórn sjóðs- ins? „Eg hef fullt frelsi frá hendi stjórnar til að stýra ijárfestingum. Tvisvar til þris- var á ári geri ég stjórn grein fyrir því hvað ég hef gert. Stjórnarmenn geta gert athugasemdir en hingað til hef ég engar athugasemdir fengið. Eftir því sem ég kemst næst í samtölum við aðra stjórnendur lífeyrissjóða er ég líklega frelsiskóngur. Eftir því sem fleiri þurfa að taka ákvarðanir og jafnvel heilu stjórnarfundirnir verða athafnir á mark- aðnum hægari. Það gengur ekki að þurfa að bíða ákvörðunar fjölda manna ef góð færi koma upp. Það er betra að hafa full völd og standa og falla með ákvörðunum." Hvað með kostnað á bak við viðsldptin? „Verðbréfafyrirtækin taka um 1-2% í þóknun og því verður að taka þann kostnað inn í reiknings- dæmið. Maður gerir enga breytingu ef maður kemst að því að kostnaðurinn er of hátt hlutfall. Síðan er það stefna að leita inn á þau svæði heimsins sem gefa besta ávöxtun hverju sinni, hvort sem er í Japan eða Bandaríkjunum. Eg elti bara góð svæði og er óhræddur við að færa mig til á markaðnuin." Tekurðu mikla áhættu eða hefurðu áhættumörk? „Eg tel mig vera með mikla áhættu- dreifingu vegna íjölbreytileika eigna- safnsins. Það er markaðsáhætta í bréfun- um því markaðir sveiflast. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar svo mikla biðlund og því Eignasamsetning Hlifar ■ Islensk skuldabréf 40% ■ íslensk hlutabréf 15% □ Erlend hlutabréf 20% ■ Erlend skuldabréf 5% ■ Veröbréfasjóöir 20% þurfum ekki að losa eignir fyrr en árið 2020 eða þar um bil. Við getum því beðið af okkur allar sveiflur, hvort sem er í gjaldeyri eða gengi einstakra bréfa. Fall á markaðnum í lík- ingu við það sem varð er- lendis um daginn og hér heima í sumar er nokkuð sem alltaf getur komið upp og við vitum um. Við erum ekkert viðkvæmir fyrir slíku. Eins og jarðskjálfti; maður veit að hann kemur en ekki hvenær.“ Hvernig er samsetning eigna lífeyr- issjóðsins? „Sjóðnum er núna skipt í íslensk skuldabréf, íslensk hlutabréf, erlend hlutabréf, erlend skuldabréf og verð- bréfasjóði. Samsetningin er breytileg frá einum tíma til annars. Það getur komið upp sú staða að hlutabréf standa í stað eða jafnvel lækka. Þá myndast allt aðrar forsendur og við myndum flytja þung- I ann t.d. yfir í skuldabréf. í Undanfarið höfum við flutt skuldabréf yfir í hlutabréf og verðbréfasjóði. Skulda- bréf eru öruggari en hlutabréf skila meiri ávöxtun í dag. Næsti stjórnarfundur mun síð- an taka ákvörðun um fjárfestingarstefnu næsta árs.“ Er sjóðurinn bundinn af ákveðnum íjárfestingum? „Það er liðin tíð. Áður voru 55% af ráð- stöfunarfé sjóðsins bundin í kaupum á húsnæðisbréfum ríkisins. Fram til árs- ins 1987 voru varla til markaðsbréf, ein- göngu lán til sjóðsfélaga og skyldukaup af ríkinu. Það var ekkert hægt að hreyfa sig meira en það.“ Seturðu einhverja ávöxtunarkröfu? Q: 2s™-.c:sSSas~: veriiun náði á dOgunum .kcmma SZZs *UltH 173% i,- £££irr' u,lu fimm ánn. , c*nu »fnnf ávtta „nf'Vfyfy" ve^lunar nv(,. „Nei, bara að vinna eins vel úr markaðsaðstæðum og hægt er hveiju sinni.“ Sinnirðu framvirkum samningum? „Hingað til hef ég ekki gert neitt af slíku. Framvirkir samningar eru til að tryggja sig fyrir einhverjum markaðs- breytingum. Það getur líka verið áhætta í því fólgin því þróunin getur verið í aðra átt en maður tryggir sig fyrir. Vegna þess að sjóðurinn er tiltölulega ungur og ekki verið að greiða nema þriðjung af því, sem inn kemur, er betra að nota bið- lundina." Nú ertu farinn að sjá samsetningu sjóðsfélaga næstu áratugi! „Nú er sjóðurinn á uppsöfnunarstigi en um 2010 til 2020 verður komið jafii- vægi á innborganir og útborganir. Svo vitum við ekki hvort þeim, sem borga inn í sjóðinn þegar fram líða stundir, ijölgar hugsanlega.“ Telurðu að frelsið, sem þú hefur, sé lykillinn að þessum árangri? „Að stórum hluta. Vegna þess að sú stefna, sem tekin var árið 1994, hefiir skilað árangri. Aðrir fóru sér mun hæg- ar. Á ráðstefnu á dögunum hjá VÍB kom fram hugmynd um stefnumótun framtíð- ar og hún var að meginstofni til eins og samsetning Hlífarsjóðsins er í dag. Lang- tímamarkmið annarra eru svipuð því sem við stundum í dag.“ 33 VERÐBREFASTOFAN Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 533-2060 21
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.