Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 28
Gunnar Felixsson, forstjóri Trygg-
ingamiðstöðvarinnar. Fyrirtækið hef-
ur náð góðum árangri undir hans
stjórn - og sóst er eftir hlutabréfum í
fyrirtækinu.
Sigurður Einarsson, útgerðarmaður í
Vestmannaeyjum, og helsti eigandi
Tryggingamiðstöðvarinnar, getur
unað glaður við sitt. Avöxtun hluta-
bréfa í Tryggingamiðstöðinni er um
110% frá áramótum - og er það met
á markaðnum.
/
Verðbréfaþing Islands:
BESTA ÁVÖXTUN
HLUTABRÉFA
□ eir, sem keyptu hlutabréf í
Tryggingamiðstöðinni, SR-
mjöli, íslandsbanka, Marel,
Sjóvá-Almennum eða Pharmaco í des-
ember í fyrra til að nýta sér skatta-
afsláttinn, geta unað hag sínum vel.
Hlutabréf í þessum fyrirtækjum hafa
ávaxtast best á þessu ári! Trygginga-
miðstöðin og Sjóvá-Almennar eru á
Opna tilboðsmarkaðnum en hin á
Verðbréfaþingi Islands. Avöxtun hluta-
bréfa í Tryggingamiðstöðinni á þessu
ári hefur verið ævintýri líkust og nem-
Hlutabréfavísitala Verdbréfaþings
Jan Feb. Mars
ur hún um 110% frá áramótum og
ávöxtun bréfa í SR-mjöli nemur um
92%. Búið er að taka tillit til arð-
greiðslna og útgáfu jöfnunarbréfa.
Það vekur athygli að sami maðurinn
gegnir stjórnarformennsku í þremur af
þessum sex fyrirtækjum; Benedikt
Sveinsson. Hann er stjórnarformaður í
SR-mjöli, Sjóvá-Almennum og Marel.
Ánægjulegt ár fyrir Benedikt - og ár-
angurinn vissulega góður. Sömuleiðis
getur Sigurður Einarsson, útgerðar-
maður í Vestmannaeyjum, glaðst yfir
góðum árangri
Tryggingamið-
stöðvarinnar. Sig-
urður er stærsti eig-
andinn og á um
þriðjung í fyrirtæk-
inu í gegnum fyrir-
tæki sín Fram hf. og
Isfélag Vestmanna-
eyja hf. Sömuleiðis
er þessi árangur
TEXTI: JON G. HAUKSSON
28
^Bármál
skrautljöður í hatt Gunnars Felbcsson-
ar forstjóra fyrirtækisins. Markaðs-
verðmæti Tryggingamiðstöðvarinnar
er núna um 3,7 milljarðar króna.
Markaðsverðmæti Eimskips er
hæst allra fyrirtækja á Verðbréfaþingi
og mátu fjárfestar fyrirtækið á tæpa 18
milljarða í endaðan nóvember. Islands-
banki og Samheiji eru í öðru og þriðja
sæti. Olíufélagið er fjórða verðmætasta
fyrirtækið á Verðbréfaþingi - metið á
tæpa 7,5 milljarða króna.
Hlutabréfavísitala Verðbréfaþings
náði hámarki í maí sl. en síðan hefur
hún mjakast niður á við vegna
lækkunnar á gengi hlutabréfa í mörg-
um fyrirtækjum. Ástæðan er fyrst og
fremst sú að hagnaður margra fyrir-
tækja á þessu ári verður ívið minni en í
fyrra - sennilega mest vegna almennra
Á Verðbréfaþingi hefur besta ávöxtun
hlutabréfa verið í SR-mjöli á árinu en
í Tryggingamiðstöðinni á Opna tíl-
boðsmarkaðnum.
launahækkana. Hlutabréfavísitalan var
í rúmum 2.200 stigum i byrjun ársins
en fór síðan í um 3.100 stig í maí og hef-
ur að undanförnu verið í rúmum 2.500
stigum. En desember er genginn í
garð; líflegasti mánuður ársins í sölu
hlutabréfa. Það er sá tími sem flestir
kaupa vegna skattaafsláttarins.
Fyrirtækjum hefur ijölgað á Verð-
bréfaþingi íslands á árinu. í síðustu
viku bættust þar við þekkt fyrirtæki
eins og Islenskar sjávarafurðir og Hrað-
frystihús Eskifjarðar. Áður höfðu Ný-
herji og Samvinnusjóður íslands verið
skráð á þingið. S!1