Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 33

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 33
félag landsins keypti verðbréfafyrirtækið á síðasta ári. Meginástæða kaupa VÍS á Fjárvangi er sú stefna tryggingafélagsins að mæta sí- auknum kröfum um heildstæðari lausnir i fjármála- og tryggingaþjón- ustu. Meðal þess fyrsta, sem Fjárvangur og VÍS bjóða á þessu sviði, er Lífís fjárhagsvernd. Þetta er samsett þjónusta trygginga og sparnað- ar sem þróuð hefur verið í samvinnu við Landsbankann og Landsbréf. Þar býðst meðal annars Lífís söfnunarlíftrygging, sem sameinar kosti þúsund króna endurgreiðslu frá skattinum á næsta ári? Hjón fá einmitt þessa fjárhæð ef þau fullnýta skattfrádráttinn. Allir, sem greitt hafa tekjuskatt á árinu, eiga að geta nýtt þetta tækifæri - við bjóðum líka greiðslukjör við flestra hæfi!" Meðal annarra nýjunga hjá Fjárvangi er þjónusta sem nefnd hefur verið Verðbréfasöfn Fjárvangs. Söfnunum er ætlað að stíla inn á margbreytilegar þarfir viðskiptavinarins hvað sparnað áhrærir og það þegar ætlunin er að safna í ákveðinn tíma í ákveðnum tilgangi. Verð- GUR • HEFUR TÍMA FYRIR ÞIG in1’ FJÁRVANGUR LOGGIII VERÐBRÉFAFYRIHTÆKI Laugavegi 170-172 • 105 Reykjavík Sími 540 5060 • Fax 540 5061 • www.fjarvangur.is nrrn 1 reglubundins sparnaðar og líftryggingar. Slíkt sparnaðarform hefur notið mikilla vinsælda í nágrannalöndum okkar sem viðbótarstoð við almennan lífeyrissparnað. Auk þessarar nýju viðbótarlífeyrisþjónustu Fjárvangs er Frjálsi líf- eyrissjóðurinn, stærsti séreignasjóður landsins, í vörslu félagsins. Þúsundir íslendinga hafa valið sjóðinn til að ávaxta lífeyrissparnað sinn, enda hefur sjóðurinn sýnt framúrskarandi ávöxtun. Á árunum 1986 til 1996 var raunávöxtun sjóðsins 9,5% og eftir 6 fyrstu mánuði ársins var raunávöxtun 10,7% ÚRVAL VALKOSTA FYRIR ÓLÍKA HÓPA Björn Gunnlaugsson markaðsstjóri: „Okkar markmið er að bjóða breitt úrval valkosta í sparnaði fyrir ólíka aldurshópa með ólíkar þarfir hvað varðar tímalengd og binditíma. Þekking okkar hjálpar okkur til að nýta þau tækifæri sem gefast á markaðnum hver- ju sinni, enda mikil sérfræðiþekking samankomin hér á einum stað. Með þessu viljum við gera tímann að bandamanni viðskiptavina okkar." Hjá Fjárvangi býðst fjölbreytt úrval verðbréfa, svo sem hlutabréfasjóðir, innlendir og erlendir verðbréfa- sjóðir og verðbréfasöfn. Félagið hefur í dag um 10 milljarða í vörslu sinni. Þúsundir íslendinga hafa keypt hlutabréf í gegnum Fjárvang og í dag eru hátt í þrjú þús- und manns hluthafar í Almenna hlutabréfasjóðnum. Sjóðurinn er góður valkostur fyrir þá sem vilja dreifa áhættu vegna hlutabréfakaupa. Með þessu býðst örugg- ari leið til að nýta skattafslátt vegna fjárfestingar í ís- lensku atvinnulífi. „Það á enginn að láta fram hjá sér fara að nýta sér skatt afsláttinn á meðan hann er enn í boði. Hver vill ekki fá 64 bréfasöfnin eru ætluð misjöfnum þörfum fólks hvað varðar tfmalengd og markmið í sparnaði. Söfnin eru sex talsins og nefnast langtímasafnið, miðtímasafnið, skammtímasafnið, bílasafnið, ferðasafnið og afborgunar- safnið. Af þessu má sjá að flestir ættu að geta fundið eitthvað við hæfi hjá Fjárvangi þegar kemur að sparnaði. í boði eru valkostir allt frá skamm- tímaávöxtun til lífeyrissparnaðar. Starfsfólk Fjárvangs veitir nánari upp- lýsingar, en höfuðstöðvar Fjárvangs eru að Laugavegi 170 í Reykjavík. Einnig veita svæðisskrifstofur VÍS um land allt upplýsingar um þjónustuúr- val Fjárvangs. 33 Starfsmenn í ein- staklingsþjónustu. Sitjandi fremst eru frá vinstri Hrefna Sig- finnsdóttir og Rósa Helgadótt- ir en fyrir aftan eru Anna Heið- dal og Guðni Hafsteinsson. 33

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.