Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 36

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 36
Þessi mynd var tekin þegar írska kráin Limerick’s Bill var opnuð í Innsbruck. Þarna sitja eigendurnir allir samankomnir við eitt borð. Talið firá vinstri: Ed- ward Cammerlander, Patrick Keegan, Bjarni Ó. Guðmundsson, Wolfgang Ul- samer, Herbert Cammerlander og Björn Horgen. HÁTT BJÓRVERÐ EKKIGÓÐ LANDKYNNING Þegar Irland og Island áttust við í landsleik í knattspyrnu síðastliðið sum- ar fylltist Reykjavík af glöðum Irum. Bjarni í Dubliner fagnaði með þeim og dagana sem Irarnir voru hérna var bjór- inn á Dubliner seldur á hálfvirði. Irarn- ir troðfylltu húsið meðan það var opið og drukku svo mikinn bjór að erfitt er að trúa því - en á þremur dögum var selt svipað magn og lítil krá selur á einu ári. „Mér finnst hátt bjórverð ekki góð landkynning. Við hefðum sjálfsagt get- að haldið verðinu uppi og hagnast meira en við vildum halda veislu og gleðjast. Hitt er svo annað mál að við fengum mikla jákvæða umfjöllun i blöð- um og sjónvarpi erlendis fyrir þetta. Nú erum við að njóta ávaxtanna því flestir írskir ferðamenn, sem koma hingað með Samvinnuferðum-Landsýn, koma beint til okkar.“ Síðan má segja, reksturinn hafi verið samfelld sigurganga. Dubliner er ein vinsælasta krá borgarinnar og mark- visst er unnið að því að halda þeirri ímynd sem írskar krár eiga að hafa að mati Bjarna. Irskir starfsmenn, írskir tónlistarmenn og lífleg skemmtiatriði tryggja alltaf réttu stemninguna. Gerð- ar hafa verið tilraunir með leiksýningar á efri hæðinni og í vetur er meiningin að hafa þar menningardagskrár tengdar sögu Reykjavíkur. En það er margt sem er ólíkt með veitingarekstri á Islandi og annars staðar. „DON’T WORRY, BE HAPPY“ „Ég treysti yfirleitt alltaf fólki þangað til ég reyni það persónulega að öðru. Eitt aðalmarkmiðið með lífinu er að njóta þess og hafa ekki of miklar áhyggjur". ÍRSK BYLGJA Þessi bylgja, sem segja má að einkennist af því að litið er á krána eins og hverja aðra merkjavöru, hefur farið sigurför um heiminn undanfarin ár og er í stöðugri sókn. SLÓGUM ÍRUM VIÐ Hinir þyrstu íslendingar voru snöggir að setja met því aldrei hefur verið selt ann- að eins af Guinness á einum stað eins og á Dubliner í Hafnarstræti. Landinn lét sig ekki muna um að sigra írana í þeirra eigin íþrótt. „Yið Jjárfestum strax í upphafi í vönduðum tölvubúnaði til þess að fylgj- ast með innkaupum, birgðum og allri sölu. Þessi starfsgrein er þess eðlis að það er nauðsynlegt. Hitt er svo annað mál að Irarnir, sem komu hingað fyrst til að vinna á barnum, höfðu aldrei séð annað eins kerfi. Þeim fannst líka óskaplega einkennilegt að það skyldi vera hægt að borga með alls konar kortum á barnum.“ ÍRSKAR KRÁR UM ALLAN HEIM En ævintýrinu er ekki alveg lokið. Það er reyndar bara rétt að byrja. Fé- lagarnir þrír úr Roundtable voru harla ánægðir með sinn hlut og höfðu reynd- ar fengið til samstarfs við sig Pétur Pétursson sem þeir kynntust þegar verið var að leita að húsnæði í Hafnar- stræti. „Pétur er nokkurs konar lukkutröll í okkar samstarfi. Ef hann er með, þá gengur allt vel.“ Um þessar mundir er talið að það séu einhvers staðar á bilinu 4000-6000 írskar krár í heiminum. 300 eru í Þýskalandi og 250 á Ítalíu en í Banda- ríkjunum skipta þær þúsundum, enda þar búsettir fleiri írar en á írlandi. Þess ber að geta að í Dublin einni eru 1500 krár þannig að Irar geta vel við unað. Þessi bylgja, sem segja má að ein- kennist af því að litið er á krána eins og hveija aðra merkjavöru, hefur farið sig- urför um heiminn undanfarin ár og er í stöðugri sókn. Félagarnir þrír fengu ábendingu frá írlandi um að þeir ættu að sýna snilli sína í kráarrekstri annars staðar en á Islandi og nokkrir staðir í Evópu, eins og t.d. Grikkland, Tékk- land og fleiri, voru skoðaðir með þetta í huga. A endanum var fyrsta írska kráin í Austurríki, Limerick’s Bill, opnuð í Innsbruck í lok ársins 1996 með mikilli viðhöfn og við miklar vinsældir æ síðan. „Við létum kanna markaðinn í Aust- urríki og það kom í ljós að í Innsbruck, sem er rúmlega 100 þúsund íbúa borg, er drukkinn jafn mikill bjór og í Vínar- borg. Auk þess fannst okkur kostur að vera aðeins 100 kílómetra frá þýsku landamærunum." Bjarni segir að austurrískar reglu- gerðir og skrilræði hafi gert þeim lífið dálítið leitt og í ljós hafi komið að ís- land sé ekki það versta i þeim efnum. Það varð mjög farsælt að félagarnir 36

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.