Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 38
ir til að endurtaka það frá reit eitt. Ef
svarið er játandi dæma þeir sig til
lífstíðar í hið pólitíska uppvask.
Hitt svarið er að kominn sé tími til
að aðrir, nýir, óþreyttir menn
spreyti sig - vegna þess að þrátt
fyrir allt er „h'f eftir þetta líf,
sveinki!” eins og sagt var forð-
um. Mín ákvörðun var einfald-
lega sú að kominn væri tími
til að aðrir spreyttu sig!”
Einn svipmesti stjórnmálamaður síðasta áratugar, Jón Baldvin Hannibals-
son, kveður senn stjórnmálin er hann tekur við embætti sendiherra Islands
í Bandaríkjunum um áramótin. Hér er hann ásamt eiginkonu sinni, Bryndísi
Schram, í hóii sem stuðningsmenn hans héldu honum nýlega.
ú segist hætta í pólitík vegna þess að þú sért orðinn
leiður á hinu pólitiska uppvaski. Engu að síður hef-
ur þú marglýst því yfir að þú sér ástríðupólitíkus.
Kemur þetta heim og saman?
„Við sem vinnum eldhússtörfin - sjáum um uppvaskið - vit-
um að uppvask er nauðsynlegt starf en ekkert mjög spennandi.
Það sem þrúgar mann mest í því er endurtekningin - það er
alltaf verið að vaska upp sömu diskana. Yfirstandandi pólitík á
íslandi er slétt og felld á yfirborðinu - átakalítíl; lognmolla. En
það kraumar undir, líkt og það kraumar víða undir jarðskorp-
unni á Islandi. Islensk pólitík er nú á geijunarskeiði, það er tími
uppstokkunar og endurnýjunar - vonandi kynslóðaskipta ein-
nig. Þetta eru samt óorðnir hlutír. Eg er búinn að vera lengi í
pólitík og formennskutími minn í Alþýðu-
ílokknum var mikill átakatími, fyrst í stjórnar-
andstöðu og síðar í ríkisstjórn. Það var tekist
á. Það hafa verið mörg stór mál. En eftir langt
starf í pólitík kemur að því að menn horfi
fram á við og spyrji sig hvort þeir séu tilbún-
- Þegar þú horfir yfir þitt
pólitíska svið hver telur þú
þá vera þín helstu afrek í
pólitík?
„Blaðamaður, sem hefði fylgst eitthvað
með mínum pólitíska ferli, hefði sennilega
strax nefnt EES og Eystrasalt, þ.e. stuðn-
ing okkar við frelsisbaráttu Eystrasalts-
þjóðanna. Það er kannski annarra að
dæma um hvernig mér hefur tíltekist - en
ég veit hver viðleitni mín var öll þessi ár.
Eg var gjarnan í þeirri stöðu að berjast
við ofurefli - ég var yfirleitt að beijast við
kerfi sem var fastheldið á óbreytt ástand
og á vörslu sérhagsmuna. Og ef við
spyrjum um árangur okkar jafnaðar-
manna í ríkisstjórn á átta ára tímabili
myndi ég nota þessi orð: Okkur varð
nokkuð ágengt í baráttu okkar fyrir því
að opna íslenskt þjóðfélag og að auka
frelsi, bæði frelsi tíl athafna og valfrelsi
einstaklinga. Við afnámum einokun - til
dæmis í útílutningi; gáfum hann fijálsan.
Við áttum frumkvæði að setningu sam-
keppnislaga. Við áttum stóran hlut í því
að kveða niður verðbólgu; að festa í sessi
almennar leikreglur og reyna að draga
þar með úr forréttindum hinna fáu og auka frelsi hinna mörgu
og smáu. Þetta eru dæmi um viðleitni til að taka upp önnur og
betri vinnubrögð en áður tíðkuðust Við höfum barist fyrir
auknu fijálsræði neytenda, fyrir aukinni samkeppni, gegn ein-
okunarmyndun og fákeppni á íslenskum mörkuðum. Loks vil
ég nefna að árið 1979 áttum við frumkvæði að miklum björgun-
arleiðangri sem á þeim tíma fólst í verðtryggingu íjárskuldbind-
inga.
Verðtryggingin var ákaflega þýðingarmikil framkvæmd á
sínum tíma - þótt nú, þegar orrustan hefur unnist, sé kominn
tími til að hverfa frá hugsunarhætti verðtryggingar tíl að sýna í
verki trúna á að íslendingar getí haldið stöðugleika í efnahags-
málum.”
- Alþýðuflokkurinn hefur um árabil
barist harðast allra flokka gegn landbúnað-
arkerfinu? Hversu ágengt varð ykkur í
þeirri baráttu?
„Landbúnaðarkerfið er dæmigert íslenskt
ríkisforsjárkerfi sem á rætur að rekja til
TEXTI: Jón G. Hauksson.
MYNDIR: Geir Ólafsson.
38