Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 39

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 39
VAR KOMINN! Jón Baldvin Hannibalsson tekur viö / embætti sendiherra Islands í Bandaríkj- unum um áramótin. Hann er her í ítar- legu viðtali viö Frjálsa verslun um viö- skiptalífiö, brottförsína úrpólitík, 30 ára stríö kratanna, árin sem ráöherra, mestu vonbrigöin, eftirminnilegustu stjórnmálamennina, Evrópusambandiö, embættismannakerfiö, sjálfan sig sem stjórnanda - ogpaö aö veröa undirmaöur Davíös og Halldórs! HAGFRÆÐIOG STJÓRNMÁL kreppuáranna. Það er enn við lýði - þótt það hafi að vísu löngu dagað uppi; það er ónýtt. Það á aðeins eftir að kasta því á haug- ana. Þetta hefur verið okkar þrjátíu ára stríð og því miður hef- ur okkur ekki orðið mjög ágengt. Það eina, sem mér varð ágengt í þessu stríði, var að koma útílutningsbótunum fyrir kattarnef - sem, einar og sér, voru vitlausasta formið á misnotk- un á almannafé á Islandi. GATT-samningarnir eru hins vegar upphafið að endalokum þessa kerfis. Það kostaði mikinn tíma og fyrirhöfn að koma þeim á - en núverandi ríkisstjórn eyði- lagði framkvæmdina þannig að þetta gengur grátlega seint. En um þetta snýst okkar stríð; það snýst um gæslu almannahags- muna gegn sérhagsmunum. Sú gæsla er raunar meginhlut- verk jafnaðarmannaflokka í pólitík á okkar tímum.” - Þær ríkisstjórnir, sem þú sast í, þurftu lengst af að fást við verulegan samdrátt í efiiahagslífinu. Ertu sáttur við hvernig til tókst í þeirri baráttu? „Stjórnartími okkar frá ‘88 til ‘94 var samfellt samdráttar- og kreppuskeið. Kreppan stafaði af bresti fiskistofna vegna of- veiði. Við bættist svo að það efnahagskerfi, sem við tókum við, var helsjúkt. Yfirleitt hafa krepputimabil endað með stór- um gengisfellingum og kollsteypum. Okkur tókst hins vegar að koma íslensku efnahagslífi út úr þessu tímabili - og ís- lensku þjóðfélagi - betur á sig komnu en það hafði verið áður. Okkur tókst að koma verðbólgunni niður í eins stafs tölu. Það tókst að ná raunhæfri gengisskráningu sem tryggði sam- keppnishæfni atvinnuvega. Við hikuðum ekki við að létta sköttum af fyrirtækjum í baráttunni gegn atvinnuleysi. Og það var alveg ljóst að stríðið var unnið þegar umskiptin urðu til hins betra árið ‘94. Þá hafði mikil hagræðing í atvinnulífinu átt sér stað og fyrirtækin voru vel undir það búin að nýta bætt skilyrði í uppsveiflunni. Eftir stendur hins vegar að þegar góðærið byrjaði hefði þurft að taka nokkur atriði úr arfleifð kreppuáranna til gagn- gerar uppstokkunar. Á kreppuárunum vorum við að jafiia út byrðum. Þá var gengið mjög langt í að tekjutengja allar bætur laun- og lifeyrisþega svo þær gengju ekki yfir allan tekjuskal- ann. I góðærinu, þegar innstæða er orðin fyrir bættum launum, sitjum við hins vegar uppi með tekjutengingar og skattakerfi sem mjög er gengið úr skorðum. Það þýðir að umsamdar launahækkanir í góðærinu staldra stutt við í launaumslaginu; þær eru teknar til baka inn í ríkissjóð í formi skertra bóta eða hárra jaðarskatta. Það verður til þess að barnafjölskyldur - sem eru skuldugar - sitja eftir við skarðan hlut. Við erum læst inni í láglaunagildru. Á þessu hefur ekki verið tekið. Það þarf breytt úrræði við breyttar aðstæður.” - Hver eru mestu vonbrigði þín í pólitík? Var það klofhing- ur Alþýðuflokksins undir þinni stjórn sem varð til þess að Jóhanna Sigurðardóttir stofnaði Þjóðvaka? „Það er sjálfsagt af mörgu að taka. Það er eiginlega pólitískt harmsefni að þannig skuli hafa háttað til eftir kosningarnar ‘91 að samstarfsflokkar okkar í ríkisstjórn Steingríms Hermanns- sonar, þ.e. Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag, sem höfðu að mörgu leyti tekið út nokkurn þroska í því stjórnarsamstarfi, skyldu hafa háð kosningabaráttuna fyrst og fremst gegn EES- samningnum - og það þrátt fyrir þann atbeina sem þeir áttu að undirbúningi samningsins á stjórnartímanum. Þeir útilokuðu 39

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.