Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 40

Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 40
HAGFRÆÐIOG STJÓRNMÁL þar með framhald þess stjórnarsamstarfs sem ella hefði án efa haldið áfram. Það varð til þess að ég hóf viðræður við Davíð Oddsson um stjórnarsamstarf. Það hafa margir álasað mér íyrir að hafa tekið þessa ákvörð- un - og samið um það á tveimur dögum að mynda Viðeyjar- stjórnina. En svar mitt við því er mjög einfalt; ég átti engra ann- arra kosta völ. Undir engum kringumstæðum hefði ég viljað bera ábyrgð á því að stefha EES-samningnum í hættu - og Is- lendingar höfðu engin efni á því. Sá samningur er, ásamt samn- ingnum um inngöngu okkar í NATO og baráttunni fyrir út- færslu landhelginnar, stærsta og þýðingarmesta ákvörðun sem tekin hefúr verið á lýðveldistímanum. Eg bið Guð að hjálpa okk- ur ef EES-samningsins nyti ekki við, þá værum við illa stödd. Eg átti engan annan kost - og það er ekki við mig að sakast. Myndun Viðeyjarstjórnarinnar tafði hins vegar nauðsynlega þróun í flokkakerfinu - ferli sem núna er hins vegar komið af stað. En hitt er rétt að heimilisböl er alltaf verst og það er ævin- lega þyngra en tárum taki, eins og Brynjólfúr biskup sagði forð- um. Klofhingur Jóhönnu var heimilisböl af því tagi. Það var bæði bráðræði og feigðarflan - eins og fljótlega kom á daginn. Það olli bæði pólitískum sársauka og sló öll spil úr hendi minni til að eiga frumkvæði að myndun ríkisstjórnar vorið 1995. Eftir það var síðan ekkert annað að gera en að bíta á jaxlinn, taka á honum stóra sínum, og reyna að bæta fýrir þessi mistök. Það höfum við gert á þessu kjörtímabili.” - En var það ekld pólitískur afleikur hjá þér að setja aðild- ina að Evrópusambandinu á oddinn í síðustu kosningabar- áttu? Má ekki segja að þú hafir þar með málað Alþýðuflokk- inn út í hom, bæði gagnvart Sjálfstæðisflokknum og öðrum flokkum? „Þetta eru orðaleppar sem duga ekki sem skýringar - þótt sumir hafi búið þessar skýringar til eftir á. Eg hef enga trú á að stjórnarsamstarf Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefði hald- ið áfram þótt við hefðum ekki sett Evrópumálin á oddinn. Astæðan er einfaldlega sú að ágreiningsmálin á milli þessara flokka voru orðin svo stór- og það hafði reynt svo á þau í stjórn- arsamstarfinu, eins og í málum tengdum landbúnaði, utanríkis- viðskiptum og sjávarútvegi - en þar viljum við koma á veiði- leyfagjaldi. Agreiningurinn var því alls ekki bara í Evrópumál- um. Oánægjan í mínum eigin flokki með samstarfið við Sjálf- stæðisflokkinn var mjög vaxandi. Það er því ástæðulaust fyrir mig að erfa það við Davíð Oddsson að upp úr þessu samstarfi slitnaði. Pólitiskur ágreiningur er þess eðlis. Svo geta menn haft aðrar skoðanir á þvf með hvaða hætti það gerðisL Það, sem útilokaði hins vegar að Alþýðuflokkurinn gæti haft eitthvert frumkvæði að stjórnarmyndun, var einfaldlega að við töpuðum kosningunum, misstum fylgi vegna klofnings Jóhönnu. Þar með hlaut frumkvæðið að færast frá okkur til einhverra annarra.” - Er þetta sameiginlega firamboð ekki frekar óskhyggja en raunsæi? Vantar ekki enn fylgi við þessa hug- mynd og ertu viss um að umræddir flokkar gangi óklofnir fram í þessum efhum, eins og tíl dæmis Alþýðubandalagið og Samtök um kvennalista? „Það liggur fyrir að Alþýðuflokkurinn er heill og óskiptur í þessum málum. Við þingmenn Þjóðvaka er enginn ágreiningur. Það liggur sömuleiðis fyrir að hópur innan Kvennalistans, eink- um yngri konurnar, eru sammála okkur um þetta og ég er bjartsýnn á að við þær takist samstarf - þótt það verði ef til vill ekki við Kvennalistann í heild. Hjá yfirgnæfandi meirihluta kjósenda Alþýðubandalagsins er fylgi við sameiginlegt fram- boð. Og á landsfundi Alþýðubandalagsins á dögunum gerðust þeir sögulegu atburðir að forystumenn í verkalýðshreyfing- unni og yngri kynslóðarinnar í Alþýðubandalaginu - ásamt með sveitarstjórnarfulltrúunum - hafa tekið höndum saman um að bera þetta fram. Þeir, sem standa í andófinu; í nafni fortíðarinn- ar, hafa tapað þessum leik. Það er söguleg stund þegar forystu- menn í verkalýðsarmi Alþýðubandalagsins taka frumkvæði í þessum málum. Það bendir til þess að þeir hafi lært sína lexíu og skilningurinn hafi aukist á nauðsyn þess að efla stjórnmála- flokk, sem á að gæta almannahagsmuna - en út á það gengur jafnaðarmennskan. Sá skilningur hefur dýpkað hjá þeim í stjórnarandstöðu við núverandi ríkisstjórn. Það er ekki lengur vafi á því í mínum huga að þegar gengið verður til kosninga vor- ið ‘99 verður það undir merkjum sameiginlegs framboðs jafnað- armanna og félagshyggjufólks.” - Telur þú að það verði Ingibjörg Sólrún Gísladóttír borg- arstjóri sem verði foringi hins sameiginlega framboðs en þú hefur mælt opinberlega með henni í þetta hlutverk vegna ár- angurs hennar með R-listann? „Eg hef sagt það áður, og sú skoðun mín er óbreytt, að hún hafi ákveðið forskot í þeim efnum. Hún er sigurvegarí! Hún vann það pólitfska afrek að vinna eitt helsta valdavígi Sjálfstæð- isflokksins úr höndum þeirra, þ.e. Reykjavíkurborg. Ef hún endurtekur þann leik næsta vor er staða hennar gríðarlega sterk.” - En ef Ingibjörg Sólrún tapar slagnum um borgina við Sjálfstæðisflokldnn undir forystu Árna Sigfússonar? „Þá verður staða hennar ekki eins sterk - og hugsanlega kemur þá eitthvert annað foringjaefni til sögunnar. En það á margt eftir að gerast á næsta ári - eða þar til þetta verður ákveð- ið næsta haust, haustið ‘98.1 millitíðinni kemst reynsla á sam- eiginlegt framboð jafnaðarmanna um land allt í kosningum til sveitastjórna næsta vor. A þeim tíma kunna einhverjir að sanna hæfni sína með þeim hætti að eftir verði tekið.” - Nú, þegar þú ert að yfirgefa stjórnmálin, hvað finnst þér þá helst vera að í íslenskri pólitík? „Eg orðaði það þannig í vandlega undirbúnu erindi, sem ég flutti um daginn, að mér hefði smám saman orðið það æ betur ljóst, bæði af íhugun um stjórnmálasögu á þessarí öld - og kannski enn frekar af eigin reynslu sem formaður í stjórnmálaflokki og ráðherra í þremur ríkisstjórnum í átta ár - að sérkenni íslensks stjórnarfars eru óhemju sterk ítök fámenns en fjár- LEIÐUR Á HINU PÓLITÍSKA UPPVASKI Ég vildi ekki dæma mig til lífstíðar í hið pólitíska uppvask. Vegna þess að þrátt fyr- ir allt er „líf eftir þetta líf, sveinki,” eins og sagt var forðum. Mín ákvörðun var einfald- lega sú að kominn væri tími til að aðrir spreyttu sig. 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.