Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 42

Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 42
HAGFRÆÐIOG STJÓRNMÁL hluta vanbúnum hreppsnefndar- mönnum í sveitarfélögum, þar sem 4% þjóðarinnar búa, þessi yfirráð - á meðan 96% þjóðarinnar eru ekki spurð.” - Þú segir að sérhagsmunirnir séu hluti af hagsögu okkar allt frá ár- inu 1937 og þrífist enn vel. En verð- ur nokkurn timann hægt að koma í veg fyrir völd sérhagsmunahópa gagnvart stjórnmálamönnum? „Mér hefur stundum verið hugsað til þess að við gætum tekið Eistland okkur til fyrirmyndar. Af Eystrasalts- þjóðunum hefur Eistum tekist best að byggja upp úr þeim rústum sem kommúnisminn skyldi eftir - byggja upp frá Ríkisforsjárkerfinu með stór- um staf. Þegar kerfið hrundi má segja að þessar þjóðir - og reyndar þjóðir Austur-Evrópu líka - hafi staðið upp úr rústunum með svipuðum hætti og þjóðir Vestur-Evrópu stóðu eftir siðari heimsstyrjöldina. Eistarnir sendu unga menn, og allt þeirra kerfi ein- kennist af ungum mönnum, út um allt til að læra. Þegar þetta lið kom saman réð heilbrigð skynsemi. Þeir settu saman kerfi sem sótti fyrirmyndir sín- ar víða að - sem skynsemin sagði að væri vænlegast tíl að tryggja samkeppni, koma í veg fyrir einokun og hringamynd- un, örva framtak og svo framvegis. I Eistlandi eru engir vernd- artollar, engir fjáröflunartollar, engar niðurgreiðslur, engir styrkir. Það er 12% flatur virðisaukaskattur á allt - án nokkurar undanþágu. Það er 27% einfaldur tekjuskattur - án undanþágu. Arangurinn hefur ekki látíð á sér standa. Eistar eru á hraðferð upp, með 6 til 7% hagvöxt á ári, og gjaldmiðillinn er bundinn við þýska markið og stendur allt af sér. Þeir eru á hraðferð. Breyt- ingarnar eru augljósar. Höfúðborgin Tallin var áður eins og tötrum klædd kona en hún er að verða að fegurðardís. Kraftur- inn víbrar. Eg er einfaldlega að segja að þarna sé land sem kom- ið er lengra á veg en við Islendingar i að losa sig undan höml- um fortíðar, fargi sérhagsmunanna og ríkisforsjárhyggju. Við höfum hins vegar baslað við þetta í hálfa öld. Eg færði þetta eitt sinn í tal við einn nánasta vin minn á þessum slóðum, Lennart Meri, forseta Eistlands. Hann sagði að stundum þyrftí heila heimsstyijöld tíl að koma vitínu fyrir fólk!” - Þú varst ráðherra í átta ár, þar af í fjórtán mánuði sem fjármálaráðherra. Eru völd fjármálaráöherra eins mikil og af er látið? „Fjármálaráðherra í samsteypustjórn, sem nýtur ekki óbrigðuls stuðnings forsætísráðherra, er í vonlausri stöðu. Eg hef áður sagt að hlutverk forsætísráðherra eigi að vera að liggja uppi í sófa og hugsa; í annan stað að vera talsmaður stjórnar- stefnunnar út á við; og í þriðja lagi að styðja fjármálaráðherrann skilyrðislaust! Ef þetta er ekki fyrir hendi þá eru hlutirnir ekki í lagi. Af minni stuttu reynslu sem fjár- málaráðherra í ríkisstjórn Þorsteins Pálssonar þá varð ég raunverulega valdalaus eftír um tíu mánaða setu, eða um vorið 1988. Þá hafði ég ekki lengur pólitískan stuðning frá forsæt- isráðherranum, Þorsteini Pálssyni, og Sjálfstæðisflokknum, þótt stjórnin sætí fjóra mánuði áfram, eða fram í miðjan september þetta ár. Enda var það svo að stjórnin, en hún var samsteypu- stjórn Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks, hafði þá misst lífslöngunina. Þessi stjórn hrintí þó ýmsu í framkvæmd. Hún keyrði í gegn skattkerfisbyltinguna frá árinu 1987 þegar staðgreiðslukerfi skatta var komið á, hún stokkaði upp tollakerfið, hún einfaldaði tekjuskattskerfið og hún samræmdi söluskatt, sem undan- fara virðisaukaskattsins, en honum var komið á árið 1988. Þótt stuðningur forsætísráðherra við fjármálaráðherra sé forsendan fyr- ir raunverulegum völdum hans hefur fjármálaráðherra auðvitað áhrif sem verkstjórnarmaður fjármála. Vissu- lega var það spor í rétta átt þegar tek- in voru upp rammafjárlög og fagráðu- neytin voru gerð ábyrg fyrir sínum út- gjöldum. Þetta hefúr létt álaginu á fjármálaráðherra, enda er Friðrik enn við hestaheilsu, að því er ég best veit, eftír sex ár sem fjármálaráðherra. Aður stóðu öll spjót á fjármálaráðherra. Með rammaOárlögunum eru deilurnar um útgjöld tíl fagráðu- neyta ekki lengur við fjármálaráðherra heldur viðkomandi fagráðherra. En engu að síður er það svo að eigi að koma hörð- um kerfisbreytingum í gegn, sem mæta andstöðu sérhags- munahópanna, verður vald fjármálaráðherra ekkert annað en það sem hann fær frá forsætisráðherra - og formönnum stjórn- arflokka - til að brjóta á bak aftur fyrirgreiðslupotarana í þing- ílokkunum!” - Eg minnist þess að sem fjármálaráðherra lýstir þú því yfir á blaðamannafundi að ráðherrabíll þinn ætti að verða franskur Citroen braggi. Þú stóðst aldrei við þessa yfirlýs- ingu þína með braggann! „Þetta sem þú nefnir - og er kannski það eina sem margir minnast úr fjármálaráðherratíð minni - er ágætt dæmi um hvað það getur verið stórvarasamt að gera að gamni sínu frammi fyr- ir grafalvarlegum áheyrendum. Brandarinn á sér auðvitað upp- tök í því að ég hafði lengi verið skotinn í þessari einföldu frönsku hönnun braggans en ég hafði einfaldlega ekki efni á því sem fjármálaráðherra að kaupa bragga. Hann var óeðlilega dýr. A sínum tíma beið mín í 0 ár m ál aráð u n ey ti n u einhver lúxusgerð af Benz, sem Albert hafði ekið á, en ég steig aldrei upp í hann. Raunar mæltí ég svo fyrir að hann yrði seldur. En kerfið mun hægt og rólega hafa komið honum fyrir hjá einhveijum öðrum ráðherra. Þetta dæmi sýnir hins vegar vel hvað svona mál, eins FORINGIHINS SAMEIGINLEGA FRAMBOÐS Ég hef sagt það áður að Ingibjörg Sólrún hafi ákveðið forskot í þeim efnum. Hún er sigurvegari! Hún vann það pólitíska afrek að vinna Reykjavíkurborg, helsta vígi Sjálf- stæðisflokksins. KLOFNINGUR JÓHÖNNU Heimillsböl er alltaf verst og þyngra en tár- um taki, eins og Brynjólfur biskup sagði forðum. Klofningur Jóhönnu var heimilisböl af því tagi. SLITIN Á STJÓRNARSAMSTARFINU Óánægjan í mínum eigin flokki með sam- starfið við Sjálfstæðisflokkinn var mjög vaxandi. bað er því ástæðulaust fyrir mig að erfa það við Davíð Oddsson að upp úr slitnaði. Pólitískur ágreiningur er þess eðl- is. Svo geta menn haft aðrar skoðanir á því með hvaða hætti það gerðist. 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.