Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 46

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 46
T HAGFRÆÐI OG STJÓRNMÁL nægilega, hvort sem það er nú í eðli mínu eða ávani. Líklegast hefur það verið minn helsti galli sem stjórnanda að dreifa ekki verkum nægilega mikið - og sennilega á það við um stjórnend- ur almennt; þeim hættir til að gera of mikið sjálfir.” - Telur þú að embættismanna- kerfið sé eins sterkt og af er látíð? „Embættismannakerfið á Islandi er veikt! Eg er sammála því sem Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmála- fræðingur hefur gert að bókarefni að hefð íslenska embættismannakerfis- ins sé afar takmörkuð. Þegar stjórnin færðist á sínum tíma inn í landið höfð- um við enga embættismannastétt. Við áttum hins vegar marga óhemju sterka stjórnmálamenn í upphafi tímabilsins. Þar við bættist að kerfi flokksræðis festist í sessi. Embættis- mannakerfið hefur því verið mannað að frumkvæði stjórnmálamanna að verulegu leyti. Sú hefð, að hafa sjálf- stætt og vel starfandi embættis- mannakerfi, finnst vart hér á landi. Menn reka sig fljótt á að í einstökum ráðuneytum eru fáir afburðamenn sem gríðarleg vinna mæðir á. Þeir bestu eru jafnokar þeirra bestu er- lendis - og vel það. Dæmi: Það mæddi á innan við tíu manns við gerð EES- samningsins fyrir hönd Islands - samnings sem er með stærstu al- þjóðasamningum sem gerðir hafa verið í heiminum. Það var sérlega kröfuhart starf. Þegar það kom upp að við ættum að gegna formennsku í upphafi samninganna þá fóru Svíar á taug- um og fórnuðu höndum. Við komum hins vegar best þjóðanna sjö út úr þessum samningum, þ.e. samingsniðurstaða okkar var best. Það er viðurkennt! Astæðan var sú að við höfðum vel skil- greind markmið. Við létum það eiga sig, sem okkur varðaði lít- ið um, en seldum okkur dýrt í því sem skipti máli. Embættis- menn okkar í þessum samningum voru feikilega hæfir.” - Af embættísmönnum mæddi hvað mest á sendiherrun- um Hannesi Hafstein og Gunnari Snorra Gunnarssyni - sem þá var raunar yfirmaður viðskiptaskrifstofúnnar í utanríkis- ráðuneytínu. Hvernig lýsir þú þessum lykilmönnum þínum við gerð EES-samningsins? „Hannes var goðsögn, eða Herra nei, eins og hann var kall- aður. Hann var ævinlega með pókersvip samningamannsins og tekið var til þess að hann brosti aldrei. Eg minnist þess að hald- in var mikil veisla í Austurríki skömmu eftir að samningar tók- ust. Þar kom Gro Harlem, þáverandi forsætisráðherra Noregs, með opinn faðminn og blaðskellandi, að okkur Hannesi. Þegar hún sá þennan hávaxna mann við hliðina á mér, faðmaði hún hann að sér og sagði: „Ert þú þessi frægi Hannes?" Samskipti okkar Hannesar byijuðu hins vegar mjög stirðlega í ráðuneytinu - við deildum allt að því eins og hundur og köttur. Hann var algerlega á móti því þegar ég setti hann yfir EES-samn- inganefndina - gerði hann að aðal- samningamanni okkar. Hann taldi það lækkun í tign frá því að vera ráðuneyt- isstjóri utanríkisráðuneytisins. Eg held að ég hafi sagt eitthvað á þessa leið við hann: Þú kannt ekkert að vera ráðuneytisstjóri en þú ert fæddur í embætti aðalsamningamanns okkar. Eg tel hann hiklaust í hópi snjöllustu lögfræðinga sem ég hef kynnst. Gunnar Snorri Gunnarsson er sömu- leiðis óvenjulegur hæfileikamaður. Hann er alls staðar vel heima - mjög vel að sér. Gunnar Snorri er á við tíu manna nefnd. Þótt ég nefni ekki önn- ur nöfn þá sönnuðum við það í þessu verki að með tiltölulega fámennum hópi náðist þessi árangur - og aðrir viðurkenndu það. Engin þjóð á meðal EFTA-þjóða hefur eins menntaða embættismenn og Svisslendingar. En í Sviss er engin pólitík. Þeir ætluðu að sigra í öllum málum en þá vantaði hernaðaráætlun. Þeir enduðu hveija lotu með því að finna samningnum allt til foráttu, enda skynjaði þjóðin það svo að þetta væri ómögulegur samn- ingur - og felldi hann.” - Ef við víkjum nánar að persónu- leikanum Jóni Baldvin. Fylgismenn þínir dá þig en mörgum andstæðingum finnst þú vera hrokafúllur. Hvernig stendur á því að svo margir, sérstaklega pólitískir andstæðingar, skynja þig hrokafullan? „Eg tel mig alls ekki hrokafullan mann. En ég hef oft heyrt um þessa skoðun manna á mér. Hugsanlega stafar hún af því að ég er feiminn að eðlisfari og hlédrægur - en ég hallast frekar að því að þetta sé einhver tilbúin ljölmiðlaímynd. Eg skil að vísu eitt; ég er dálítill galgopi í mér. Mér leiðist að sitja með mærð- arsvip og taka einhvern hátíðlega fari hann með bull. Þetta skín svolítið í gegn og sumum kann að þykja þetta hrokafullt. Sömu- leiðis skín stundum alvöruleysi í gegn hjá mér. En mér finnst að fólk eigi að búa yfir hæfilegu alvöruleysi og megi ekki taka sig of alvarlega - ég tel það raunar lykilinn að því að lifa af.” - Hvernig var fyrir þig að sækjast eftír því að verða sendi- herra? „Það var ekkert mál. Þegar ég hafði gert það upp við mig að sækjast ekki eftir pólitísku framhaldslífi þá var sú ákvörðun ein- föld.” - Kom ekkert annað til greina, eins og tíl dæmis kennsla - og kúpla sig algerlega frá stjórnmálunum? „Þú nefnir einmitt aðalatriðið; fyrir mann eins og mig þýðir UM DAVIÐ ODDSSON Davíð er auðvitað afar sterkur stjórnmála- maður og er kominn í hóp hinna sterku for- ingja Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. í mínum augum er Davíð fyrst og fremst ein- fari og listamaður. Hann er listamaður að upplagi. Hann rökræðir helst ekki mál við samstarfsmenn, a.m.k. ekki samstarfs- menn i öðrum flokkum. Davíð hefur hins vegar gott pólitískt nef. Hann kann að spila á spilin og haga seglum eftir vindi. ERT ÞÚ HROKAFULLUR? Ég tel mig ekki hrokafullan. En ég hef heyrt um þessa skoðun manna á mér. Hugsan- lega stafar hún af því að ég er feiminn að eðlisfari og hlédrægur. Mér leiðist hins veg- ar að sitja með mærðarsvip og taka ein- hvern hátíðlega fari hann með bull. Sumum kann að þykja það hrokafullt. UM HERRA NEI Hannes Hafstein sendiherra, eða Herra nei, eins og hann var kallaður, var goðsögn í EES-viðræðunum. Hann var ævinlega með pókersvip. Til þess var tekið að hann brosti aldrei. 46

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.