Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 46

Frjáls verslun - 01.10.1997, Blaðsíða 46
T HAGFRÆÐI OG STJÓRNMÁL nægilega, hvort sem það er nú í eðli mínu eða ávani. Líklegast hefur það verið minn helsti galli sem stjórnanda að dreifa ekki verkum nægilega mikið - og sennilega á það við um stjórnend- ur almennt; þeim hættir til að gera of mikið sjálfir.” - Telur þú að embættismanna- kerfið sé eins sterkt og af er látíð? „Embættismannakerfið á Islandi er veikt! Eg er sammála því sem Gunnar Helgi Kristinsson stjórnmála- fræðingur hefur gert að bókarefni að hefð íslenska embættismannakerfis- ins sé afar takmörkuð. Þegar stjórnin færðist á sínum tíma inn í landið höfð- um við enga embættismannastétt. Við áttum hins vegar marga óhemju sterka stjórnmálamenn í upphafi tímabilsins. Þar við bættist að kerfi flokksræðis festist í sessi. Embættis- mannakerfið hefur því verið mannað að frumkvæði stjórnmálamanna að verulegu leyti. Sú hefð, að hafa sjálf- stætt og vel starfandi embættis- mannakerfi, finnst vart hér á landi. Menn reka sig fljótt á að í einstökum ráðuneytum eru fáir afburðamenn sem gríðarleg vinna mæðir á. Þeir bestu eru jafnokar þeirra bestu er- lendis - og vel það. Dæmi: Það mæddi á innan við tíu manns við gerð EES- samningsins fyrir hönd Islands - samnings sem er með stærstu al- þjóðasamningum sem gerðir hafa verið í heiminum. Það var sérlega kröfuhart starf. Þegar það kom upp að við ættum að gegna formennsku í upphafi samninganna þá fóru Svíar á taug- um og fórnuðu höndum. Við komum hins vegar best þjóðanna sjö út úr þessum samningum, þ.e. samingsniðurstaða okkar var best. Það er viðurkennt! Astæðan var sú að við höfðum vel skil- greind markmið. Við létum það eiga sig, sem okkur varðaði lít- ið um, en seldum okkur dýrt í því sem skipti máli. Embættis- menn okkar í þessum samningum voru feikilega hæfir.” - Af embættísmönnum mæddi hvað mest á sendiherrun- um Hannesi Hafstein og Gunnari Snorra Gunnarssyni - sem þá var raunar yfirmaður viðskiptaskrifstofúnnar í utanríkis- ráðuneytínu. Hvernig lýsir þú þessum lykilmönnum þínum við gerð EES-samningsins? „Hannes var goðsögn, eða Herra nei, eins og hann var kall- aður. Hann var ævinlega með pókersvip samningamannsins og tekið var til þess að hann brosti aldrei. Eg minnist þess að hald- in var mikil veisla í Austurríki skömmu eftir að samningar tók- ust. Þar kom Gro Harlem, þáverandi forsætisráðherra Noregs, með opinn faðminn og blaðskellandi, að okkur Hannesi. Þegar hún sá þennan hávaxna mann við hliðina á mér, faðmaði hún hann að sér og sagði: „Ert þú þessi frægi Hannes?" Samskipti okkar Hannesar byijuðu hins vegar mjög stirðlega í ráðuneytinu - við deildum allt að því eins og hundur og köttur. Hann var algerlega á móti því þegar ég setti hann yfir EES-samn- inganefndina - gerði hann að aðal- samningamanni okkar. Hann taldi það lækkun í tign frá því að vera ráðuneyt- isstjóri utanríkisráðuneytisins. Eg held að ég hafi sagt eitthvað á þessa leið við hann: Þú kannt ekkert að vera ráðuneytisstjóri en þú ert fæddur í embætti aðalsamningamanns okkar. Eg tel hann hiklaust í hópi snjöllustu lögfræðinga sem ég hef kynnst. Gunnar Snorri Gunnarsson er sömu- leiðis óvenjulegur hæfileikamaður. Hann er alls staðar vel heima - mjög vel að sér. Gunnar Snorri er á við tíu manna nefnd. Þótt ég nefni ekki önn- ur nöfn þá sönnuðum við það í þessu verki að með tiltölulega fámennum hópi náðist þessi árangur - og aðrir viðurkenndu það. Engin þjóð á meðal EFTA-þjóða hefur eins menntaða embættismenn og Svisslendingar. En í Sviss er engin pólitík. Þeir ætluðu að sigra í öllum málum en þá vantaði hernaðaráætlun. Þeir enduðu hveija lotu með því að finna samningnum allt til foráttu, enda skynjaði þjóðin það svo að þetta væri ómögulegur samn- ingur - og felldi hann.” - Ef við víkjum nánar að persónu- leikanum Jóni Baldvin. Fylgismenn þínir dá þig en mörgum andstæðingum finnst þú vera hrokafúllur. Hvernig stendur á því að svo margir, sérstaklega pólitískir andstæðingar, skynja þig hrokafullan? „Eg tel mig alls ekki hrokafullan mann. En ég hef oft heyrt um þessa skoðun manna á mér. Hugsanlega stafar hún af því að ég er feiminn að eðlisfari og hlédrægur - en ég hallast frekar að því að þetta sé einhver tilbúin ljölmiðlaímynd. Eg skil að vísu eitt; ég er dálítill galgopi í mér. Mér leiðist að sitja með mærð- arsvip og taka einhvern hátíðlega fari hann með bull. Þetta skín svolítið í gegn og sumum kann að þykja þetta hrokafullt. Sömu- leiðis skín stundum alvöruleysi í gegn hjá mér. En mér finnst að fólk eigi að búa yfir hæfilegu alvöruleysi og megi ekki taka sig of alvarlega - ég tel það raunar lykilinn að því að lifa af.” - Hvernig var fyrir þig að sækjast eftír því að verða sendi- herra? „Það var ekkert mál. Þegar ég hafði gert það upp við mig að sækjast ekki eftir pólitísku framhaldslífi þá var sú ákvörðun ein- föld.” - Kom ekkert annað til greina, eins og tíl dæmis kennsla - og kúpla sig algerlega frá stjórnmálunum? „Þú nefnir einmitt aðalatriðið; fyrir mann eins og mig þýðir UM DAVIÐ ODDSSON Davíð er auðvitað afar sterkur stjórnmála- maður og er kominn í hóp hinna sterku for- ingja Sjálfstæðisflokksins frá upphafi. í mínum augum er Davíð fyrst og fremst ein- fari og listamaður. Hann er listamaður að upplagi. Hann rökræðir helst ekki mál við samstarfsmenn, a.m.k. ekki samstarfs- menn i öðrum flokkum. Davíð hefur hins vegar gott pólitískt nef. Hann kann að spila á spilin og haga seglum eftir vindi. ERT ÞÚ HROKAFULLUR? Ég tel mig ekki hrokafullan. En ég hef heyrt um þessa skoðun manna á mér. Hugsan- lega stafar hún af því að ég er feiminn að eðlisfari og hlédrægur. Mér leiðist hins veg- ar að sitja með mærðarsvip og taka ein- hvern hátíðlega fari hann með bull. Sumum kann að þykja það hrokafullt. UM HERRA NEI Hannes Hafstein sendiherra, eða Herra nei, eins og hann var kallaður, var goðsögn í EES-viðræðunum. Hann var ævinlega með pókersvip. Til þess var tekið að hann brosti aldrei. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.