Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 51

Frjáls verslun - 01.10.1997, Side 51
fljótt fyrir sig í tveimur eða þremur tök- um. Þetta finnst þeim, sem framleiða auglýsingar, mikill kostur og orða það svo að það þurfi aldrei að leikstýra Agli. Það er hinsvegar tekið mikið mark á því sem hann segir um textann sem lesa skal og oft breytir hann hon- um. Ný afstaðin herferð Toyota er gott dæmi um verkefni sem Egill tekur að HVERNIG RODD? „Góö rödd er fjölhæf. Röddin þarf aö vera þokkafull fyrir konur, traustvekjandi fyrir karla og föðurleg fyrir börn. Traust er þó aöalatriöiö." sér. Þetta var ein stærsta herferð Toyota frá upphafi og teknar voru fjór- ar gjörólíkar auglýsingar sem hverri um sig var beint að ólíkum markhóp- um. Þó auglýsingarnar væru mjög ólíkar varð herferðin ekki eins dýr og ætla mætti. Egill las inn á þær allar - og var snöggur að - sem sýnir breiddina sem hann ræður yfir. „Við seldum 68% fleiri Corollur í október á þessu ári en í sama mánuði í fyrra. Þessi herferð tókst því með ólík- indum vel og Egill á sinn þátt í því,“ segir Björn Víglundsson. Þegar leikarar eru fengnir til að lesa inn á auglýsingar er þeim greidd fyrir- fram ákveðin upphæð í eitt skiptí en kaupandinn hefur 18 mánaða birting- arrétt á auglýsingunum en greiðslur fara ekki eftir tíðni birtínga. í Ameríku tíðkast hið gagnstæða, greidd eru nokkurskonar stefgjöld tíl þess, sem les, við hveija birtingu. Þannig hafa leikarar þar í landi getað lifað í vellyst- ingum praktuglega af slíkum lestri ára- tugum saman. Þeir fullyrða það, sem til þekkja, að Egill sé nú með eina dýrustu auglýs- ingarödd á markaðnum. Hinsvegar eru menn tregir til þess að gefa upp töl- ur en samkvæmt bestu heimildum get- ur kostað 150-200 þúsund að fá rödd, sem selur, til þess að lesa inn á um- fangsmikla herferð sem t.d. væri birt í sjónvarpi nær daglega vikum saman. I þessum efnum styðjast menn við ákveðinn lágmarkstaxta sem hefur lít- ið hækkað í nokkur ár en hann er not- aður sem grunnur. Smærri spámenn er hægt að fá fyrir helminginn af hæsta verði eða þaðan af minna. Þeir, sem fá Egil til liðs við sig, gera yfirleitt samkomulag við hann um að auglýsa ekki samskonar vöru á sama tíma. Ekki er samt um skriflegt sam- komulag að ræða heldur gagnkvæman skilning á því að Egill auglýsi ekki aðr- ar bílategundir eða ekki tvær kaffiteg- undir á sama tíma o.s. frv. Aðrar vinsælar raddir í auglýsinga- bransanum eru t.d. Steinn Armann Magnússson, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson, Hallmar Sigurðs- son og Margrét Vilhjálmsdóttir sem er nýstírni á þessu sviði. Þegar auglýsingamenn tala um góð- ar raddir í auglýsingum ber nafn Helga heitins Skúlasonar oft á góma en hann þótti bera höfuð og herðar yfir aðra á þessu sviði. Menn eru þó sammála um að Egill sé verðugur arftaki hans þegar þarf að selja með röddinni. „Það eru 7-8 ár síðan ég fór að lesa inn á auglýsingar en ég hef staðið fyrir framan hljóðnema í 22 ár samfellt," segir Egill. Hann sagðist skilja rök þeirra leikara sem vildu helst ekki leika í auglýsingum og hans leið í þeim efnum væri að takmarka sig við að lesa EKKERT NYSTIRNI „Þaö eru 7-8 ár síðan ég fór að lesa inn á auglýsingar en ég hef staðið fyrir fram- an hljóðnema í 22 ár samfellt," segir Egill. inn á auglýsingar en hafna því alfarið að koma ffam í eigin persónu. Um þessar mundir er mikil drift í auglýsingagerð og mörg fyrirtæki hafa svigrúm tíl að leggja meira fé í markaðsmál og auglýsingar en t.d. fyrir 2-3 árum. Að sama skapi eykst eftírspurn eftir fólki tíl þess að leggja krafta sína í gerð auglýsinga eins og t.d. leikurum. Ein afleiðing af þessu er aukinn áhugi stórra fyrirtækja á að gera einka- samninga við listamenn eins og t.d. þá sem ljá þeim rödd sína. Slíkur samn- Um hvað er fólk að hugsa þegar það kaupir sér bíl? Toyota hefur notað Egil í auglýsingar í tæpan áratug og nú er í farvatninu einkasamningur milli þeirra. FV mynd: Kristín Bogadóttír. i'r eru úr nýjustu ei,,kaSaM^dirUsl aoglísingastoía". ingur, sem væri nýmæli á Islandi, gætí gilt til u.þ.b. 2-3 ára og listamaðurinn myndi þá ekkert auglýsa annað á þeim tíma. Toyota umboðið mun vera á hött- unurn eftir Agli um gerð slíks samn- ings en hvorugur aðila vildi tjá sig neitt um það mál við blaðið. B5 51

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.