Frjáls verslun - 01.10.1997, Qupperneq 52
HEIMASÍÐA GUDJÖNS NlAS GUÐJONSSONAR
Fæddur og alinn upp: Skipasundi 47.
Hvenær: 16.2.1972.
Foreldrar: Guðjón Hafsteinn Bemharðsson
kerfisfraöingur, f. 18.2.1949, og Helga Jónsdóttir,
f. 14.10.1949.
Systkini: Jón Atli, f. 31.7.1984 og Guðnín Líneik,
f. 11.8.1977.
Áhugamál: Tónlist og tölvur en ekki íþróttir.
Fyrsta tölvan: Sinclair 1982.
Fyrsti eigin hugbúnaður seldur: 1983.
Menntun: Sjálfmenntaður tölvusnillingur en hætti á
síðasta vetri fyrir stúdentspróf í Versló.
Tómstundir: í bíó með viminum.
Fjólskylduhagir: f sambúö meS Sigriöi S.gmtedúmm
Qá íslensk fyrirtæki hafa skotist
upp á stjörnuhimininn með
jafn miklu braki og brestum
og tölvufyrirtækið OZ. í hugum al-
mennings hefur fyrirtækið þá ímynd
að þar sé samankominn hópur undra-
barna með þykk gleraugu sem grúfir
sig yfir tölvuskjái allan sólarhringinn
og lifir í einhvers konar þríviddar-
heimi. Þrívídd í tölvu, eða -virtual rea-
fity-, er það sem OZ er þekktast fyrir.
Fyrirtækið er með 22 starfsmenn á ís-
landi og skrifstofur í Kaliforníu og
Tokýo í Japan, alls með um 70 manns í
vinnu. Samt er það ungt að árum, var
stofnað 1991 og hefur leyst ílókin
tækniverkefni fyrir stórfyrirtæki eins
og Microsoft og Ericson og vakið gríð-
arlega athygli á sýningum í Ameríku
fyrir þrívíddartölvubúnað.
MAÐUR ER NEFNDUR
Potturinn og pannan bak við OZ heit-
ir Guðjón Már Guðjónsson og er fædd-
ur í Reykjavík 16. febrúar 1972. Sá dag-
ur er merkur fyrir þær sakir að þá tók
Hæstiréttur til starfa árið 1920. Sam-
kvæmt hinum fornu fræðum stjörnu-
spekinnar er hann fæddur undir merki
Vatnsberans. Sagt er að Vatnsberar séu
greindir, listhneigðir, rómantískir og
viðkvæmir.
Hann er elstur þriggja barna þeirra
Guðjón Hafsteins Bernharðssonar kerf-
isfræðings og Helgu Jónsdóttur. Guðjón
TEXTI: Páll Ásgeir Ásgeirsson
UNDRABARNH)
Tölvufyrirtœkid OZ er í samstarfi vid risa á bord viö Intel, Ericson og
Microsoft. Frumkvödull og stofnandi OZ er undrabarn úr Vogunum sem seldi
sinn fyrsta hugbúnad 11 ára oggafsér ekki tíma til að Ijúka stúdentsprófi.
Guöjón Már Gudmundsson. Hver er hann?
52