Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 55

Frjáls verslun - 01.10.1997, Síða 55
NÆRMYND þess eru í víðari skilningi. Þetta kom best í ljós 1994 þegar ákveðið var að OZ myndi hætta framleiðslu á efni fyrir ís- lenska auglýsendur og snúa sér alfarið að þróun eigin hugbúnaðar. Margir töldu það ferð út í óvissuna en Guðjón og hans sannfæringarkraftur urðu til þess að allir tóku þátt í breytingunum. Að hans mati snerist sú ákvörðun um líf eða dauða fyrirtækisins og eftir á sáu margir að ákvörðunin var hárrétt. í dag er OZ fyrirtæki í samstarfi á heimsvísu með nær 100 starfsmenn en væri ann- ars trúlega enn að búa til myndir í sjónvarpsaug- lýsingar á Islandi og berðistíbökk- um með 4-5 starfsmenn. Þeir, sem eru sérlega hrifnir af Guðjóni, telja að hann sé fulltrúi nýrrar kynslóðar og nýrrar hugsunar, einstök blanda af hugsjóna- og framkvæmdamanni. Með þeirri blöndu af listamönnum og tölvugaldramönnum sem starfa í OZ hafi hann búið til fyrirtæki sem geti lyft grettistaki. HÓGVÆR EN ÁKAFUR Stjórnunarháttum Guðjóns er lýst svo að hann stjórni mjög mikið með því að gefa fyrirmynd. Það er að segja að með sínum eigin starfsháttum setji hann starfsfólkinu fordæmi sem því er ætlað að fylgja. Það er sagt að honum láti vel að hafa áhrif á fólk til þess að hvetja það til dáða. Hann ber mikið traust til starfsfólks síns og vill gjarnan geta lagt einhveijar línur, gefið upp ein- hverjar hugmyndir eða markmið og treyst því síðan að starfsmaðurinn sjái um verkefnið, leysi málið. Guðjón er svalur sölumaður og hóg- vær ákefð og skýr framtíðarsýn hans virðast vekja mikið traust ijárfesta. Guð- jón er afar meðvitaður um ímynd og þýðingu hennar í upplýsingasamfélag- inu og vinnur markvisst að því að byggja upp skýra ímynd OZ erlendis. Þeim til- gangi þjónar t.d. þátttaka í risavöxnum tölvusýningum þar sem OZ er með 300 fermetra bása á tveimur hæðum og heldur veislur fyrir 3000 manns sem kosta 20 milljónir króna, Intel borgar. Tilgangurinn er sá að byggja upp með stæl þá ímynd að OZ sé öflugt fyrirtæki sem sé komið til að vera. Guðjón er mjög skipulagður í vinnu- brögðum og er það nefnt sem dæmi að hann fær 80 skeyti á dag í tölvupóstin- um að jafnaði og svari þeim yfirleitt öll- um. Guðjón er glaðlyndur og ljúfur í dag- legri umgengni og kemur fram við alla eins og jafningja. Hann er kurteis og fremur hæglátur í framgöngu og virkar hógvær og stilltur og í góðu jafhvægi. Hann hefur traust samband við gömlu vinina úr Sundunum þá Óttar, Róbert, Grétar og Einar sem fyrr eru nefndir, en úr tölvuheiminum eru helstu vinir hans og sam- starfsfélagar þeir Skúli Mogensen, Eyþór Arnalds og Kjartan Pierre Emilsson. Þegar Guðjón var 18 ára kynntist hann Öldu Björg Guðjónsdóttur og þau bjuggu saman um rúmlega tveggja ára skeið á Njálsgötu 96. Þau slitu samband- inu fyrir um tveimur árum en Guðjón hefur látið sér mjög annt um ungan son Öldu, Agúst Ara, sem hann gekk að hluta til í föðurstað og heldur enn miklu sambandi við. I dag er hann í sambúð með Sirrý, Sigriði Sigurðardóttur, unn- ustu sinni sem býr í San Francisco. FULLTRÚi UNGU KYNSLÓÐARINNAR Guðjón er ungur maður sem situr ráðstefnur með Bill Gates og Andy Grove, forstjóra Intel, og á langa fundi með forstjóra Ericson sem hefúr 90 þús- und manns í vinnu. Hann er í rauninni mjög frægur í tölvuheiminum og af mörgum talinn undrabarn á sama skala og Bill Gates og fleiri. Langar greinar hafa birst urn hann í erlendum blöðum eins og L.A Times, Daily Telegraph og mörgum fleiri en hlédrægni hans hefur gert það að verkum að hann hefur ekki viljað flagga því hér heima. Guðjón á ekki margar frístundir í hefðbundinni merkingu þess orðs. Hann hefur, eins og margir ungir menn, gaman af því að skemmta sér og grípur þau tækifæri sem gefast en er sagður LISTAMAÐUR 0G B0KHALDARI Samstarfi þeirra tveggja er lýst svo aö Guöjón hafi sprengikraftinn og hugmynd- irnar meöan Skúli hafi meiri áhuga á hinni viöskiptalegu hlið fyrirtækisins. Saman séu þeir eins og listamaður og bókhaldari. reglumaður á lífsins fystisemdir. Hann er að verða nægilega frægur á íslandi til þess að vera í smásjá almenningsálitsins hvar sem hann fer og vinirnir segja að það hafi dregið úr skemmtanalöngun hans. Það er alveg ljóst að Guðjón Már er ungur maður með óvenju skýra fram- tíðarsýn og háleit markmið. Hann er skilgetið afkvæmi tölvu-sjónvarps- myndbanda-pönk kynslóðarinnar og í augum mjög margra er hann fulltrúi ungu kynslóðarinnar í víðum skilningi þess orð. B3 Gæðahirslur á góðu verði. Fagleg ráðgjöf og þjónusta. ®rOfnasmiöjan Verslun Háteigsvegi 7 • Sími 511 1100 Verksmiðja Flatahrauni 13 • Sími 555 6100 55
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.