Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 59

Frjáls verslun - 01.10.1997, Page 59
Fjöldi POSA Fjöldi heimabankamI Fjöldi hraóbanka þann 1. nóv.1997 að bankinn telur það nauðsynlegt. Hins vegar er stór hópur barna og unglinga sem á og notar debetkort og verður af hafa síhringikort því sá, sem ekki er fjárráða, má ekki stofna til skulda. Debetkortahafar eru allt niður í 10 ára gamlir. Af þessu leiðir að þjónusta eins og sú, sem Reiknistofa bankanna veitir, er gríð- arlega mikilvæg og því leiða hnökrar á henni óhjákvæmilega til tafa og taps á viðskiptum. Slíkir hnökrar hafa verið tíðir allt þetta ár og reyndar frá seinni hluta síðasta árs. I október s.l. var kerfí Reiknistofunn- ar tvisvar sinnum lokað frá kl. 04 til há- degis tvo sunnudaga meðan unnið var að endurbótum á tölvubúnaði stofunnar. Seinna skiptið var 26. október en það kom ekki í veg fyrir að fyrstu helgi á eft- ir hrundi kerfið og öngþveiti skapaðist í verslunum, á skemmtistöðum og alls staðar þar sem reynt að að greiða með kortum. Til að bæta gráu ofan á svart sendi svo Reiknistofan, fyrir hönd bank- anna, röng yfirlit til rúmlega 10 þúsund viðskiptavina sem taldir voru hafa yfir- dregið. Síðan voru send önnur rúmlega 10 þúsund bréf með afsökunarbeiðnir. HVAÐ HRUNDI, HELGI? Frjáls verslun hitti Helga H. Stein- grímsson, forstjóra Reiknistofu bank- anna, og spurði hverjar hefðu verið tæknilegar orsakir hrunsins 3. nóvem- ber. „Þetta var ekki hrun heldur tíma- bundnir örðugleikar í rekstri hluta kerf- isins. 12. og 26. október var nauðsynlegt að leggja þjónustuna niður tímabundið vegna vél- og hugbúnaðarbreytinga og var reynt að velja tíma sem olli sem minnstum truflunum í viðskiptum. Það sem hinsvegar gerðist 3. nóvem- ber var alvarleg bilun í einum mikilvæg- asta gagnagrunni okkar sem sér um tékkareikningakerfið. Hér reru menn líffóður á annan sólarhring við að koma kerfinu í lag en þetta var galli í hugbún- aði frá erlendum framleiðanda. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem gallar í hugbún- aði valda truflunum. Slíkt hefur gerst áður á þessu ári. I þessu tilviki var verið að flytja gögn þann 1. nóv.1997 Á þessum myndum sést í tölum hvernig álagið á Reiknistofu bankanna hefúr aukist. af eldri diskasamstæðu yfir á nýja og hraðvirkari diska. Öll vinnsla hafði gengið vel í hálfan mánuð þegar þessi bilun kom upp. Þannig var þetta alfarið galli í hugbúnaði en vélbúnaðurinn virk- aði hinsvegar fullkomlega." Voru þessar bilanir þá ekki álagstengdar? „Nei, þær voru það ekki. í júlí í fyrra var sett hér upp ný IBM CMOS tölva, mun öflugri en sú sem fyrir var og reyndar bylting í smíði stórtölva. Við þetta jókst tölvuafl okkar um rúm 30%. Til þess að nýta kosti þessarar tölvu sem best þurfti að setja upp nýtt stýri- kerfi og til þess að geta það þurfti að breyta hugbúnaði, m.a. setja upp nýja útgáfu gagnagrunns og nýtt öryggis- kerfi til þess að geta nýtt til fulls nýja diskasamstæðu sem jók diskarými okk- ar um 80%. Þessu verkefni lauk 12. októ- ber s.l. Öllum breytingum fylgir áhætta þrátt fyrir prófanir og nýr hugbúnaður nýtti stækkun tölvunnar meira en ætlað hafði verið. Þetta varð okkur ljóst í vor og gerðum þá þegar ráðstafanir til að auka afkastagetu að nýju. Sú stækkun fór fram 26. október sl. og þá var tekin í notkun öflugri tölva sem eykur afköstin um 42.5% og diskastæða sem eykur diskarými um 60% og er hraðvirkari. RUSSNESKT Þetta er rússneskara en allt sem rúss- neskt er og mér finnst furöulegt hvernig Greiðslumiölun hf., sem við gerðum okk- ar samning við, getur hótað lokun af minnsta tilefni en Reiknistofa bankanna sem Greiðslumiðlun á stóran hlut í getur komist upp með svona klúður og stór- spillt okkar viðskiptum. Allt miðar þetta að því að gera vinnsluna örugg- ari og hefur okkar starfsfólk unnið gríðarlega gott starf undir miklu álagi á þessum erfiðu tímum. Það verður að viðurkennast að við höfum oft lent í erfiðleikum með debetkortavinnsluna á þessu ári. Við rekum hér svokallað RAS kerfi í samvinnu við kortafyrirtæk- in sem veitir heimildir fyrir debetkort. Það hefur lengi verið vitað að þann bún- að, sem er frá VISA International, þyrfti að endurnýja en það var ekki hægt fyrr en í september og október þegar settur var upp nýr búnaður. Þar höfum við átt við erfiðleika að etja í hugbúnaði sem verið er að leysa í samvinnu okkar og VISA og allt bendir til að sé vandamál framleiðandans.“ Hvað hefur Reiknistofan fjárfest mikið í tölvubúnaði frá miðju ári ífyrra? „Það er trúnaðarmál og verður ekki gefið upp af samkeppnisástæðum." I Ijósi þess að fljótlega eftir stækkun síðasta árs fer að verða vart við álags- vandamál og í haust er aftur stækkað um rúm 40%, var þá ekki þörfm fyrir stœkk- un stórlega vanmetin? „Það má segja að nauðsynlegar upp- lýsingar hafi ekki komið nægilega snemma í ljós, t.d. kom á óvart hvað nýr hugbúnaður var íþyngjandi fyrir tölv- una. Aukning viðskipta gaf ekki tilefni til þess að stækkunar væri þörf fyrr en í ársbyijun 1998. Reiknistofan hefur að jafnaði stækkað sinn tölvubúnað annað hvert ár í þessi 25 ár sem hún hefur starfað. Við þurfum þó alltaf að gæta þess að vera ekki með getu umfram þörf á mestu álagsdögum." SÍHRINGIKORTIN ÆTTU EKKI AÐ VERA VANDAMÁL Nú hefur álag aukist mjög vegna auk- innar útgáfu síhringikorta. Hefðu ekki bankarnir, eigendur Reiknistofunnar, sem gefa út öll kortin, verið í mjög góðri aðstöðu til þess að meta aukna þörf? „Síhringikortin eiga ekki að þurfa að vera neitt vandamál og þau valda litlu álagi á tölvuna. Þegar búnaður til heim- ildargjafar, af einhverjum ástæðum, 59

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.